Styndu hærra sigga dögg kynfræðingur skrifar 8. júlí 2014 09:00 Stunur þjóna margvíslegum tilgangi í kynlífi Mynd/Getty Það hljómar ekki flókið að ef bólfélaginn þinn stynur í kynlífi þá sért þú að standa þig vel, ekki satt? (Ef þú ert ekki viss um hvers konar stunur hér um ræðir þá skaltu leggja við hlustir) Rannsóknir benda hins vegar til þess að fólk stynur af margvíslegum ástæðum og þar efst er ekki unaður heldur... Fólk stynur til að flýta fyrir fullnægingu bólfélagans. Bæði karlar og konur nota stunur til að aðstoða bólfélagann við að fá fullnægingu. Sumir gera sér upp fullnægingu í leiðinni (það er furðu algengt) en aðrir stynja bara til að hughreysta bólfélagann og hvetja áfram að leið sinni að endamarkminu. Konur virðast oftast fá fullnægingu í forleiknum og stynja þá gjarnan í takt við þá örvun og sína fullnægingu. Þegar þær stynja í samförum þá er það gjarnan tengt því að flýta fyrir fullnægingu bólfélagans. Því gætu stunur í samförum verið merki um að drífa þig að klára því bólfélaginn er búin að fá nóg! Það er samt ekki hægt að tala um stunur án þess að minnast á bíómyndir og klám. Ein þekktasta stunusena úr bíómynd er án ef „When Harry met Sally“ Ætli það geti ekki flestir leikið þetta eftir með ágætis árangri. Annars hefur klám oft farið offari í stunum enda ber að hafa í huga að þetta er klám og það er ekki endurspegill raunveruleikans heldur ýkt útgáfa af einhvers konar fantasíu. Gott er að hafa í huga að stundum er bara erfitt og jafnvel ómögulegt að fá fullnægingu. Það er allt í lagi og þá er bara að reyna aftur seinna þegar þú ert í stuði og stemmingu. Þó ber að nefna að rannsóknir benda til þess að þeir sem stynja lifa betra kynlífi. Rétt eins og í ræktinni er mikilvægt að anda reglulega í kynlífi. Í þessu samhengi er mikilvægt að muna eftir því að stunurnar verða að vera „einlægar“. Ef þú ert farin að einblína of á stunurnar þá getur þú misst af unaðinum svo styndu ef þig langar til þess en ekki kreista þær útúr þér. Ef þú ert svo sérstök áhugamanneskja um stunur og sýndarsamfarir þá getur þú tekið þátt í þessari keppni. Það væri óneitanlega skemmtilegt að eiga íslenskan heimsmeistara. Heilsa Lífið Mest lesið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Fleiri fréttir „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira
Það hljómar ekki flókið að ef bólfélaginn þinn stynur í kynlífi þá sért þú að standa þig vel, ekki satt? (Ef þú ert ekki viss um hvers konar stunur hér um ræðir þá skaltu leggja við hlustir) Rannsóknir benda hins vegar til þess að fólk stynur af margvíslegum ástæðum og þar efst er ekki unaður heldur... Fólk stynur til að flýta fyrir fullnægingu bólfélagans. Bæði karlar og konur nota stunur til að aðstoða bólfélagann við að fá fullnægingu. Sumir gera sér upp fullnægingu í leiðinni (það er furðu algengt) en aðrir stynja bara til að hughreysta bólfélagann og hvetja áfram að leið sinni að endamarkminu. Konur virðast oftast fá fullnægingu í forleiknum og stynja þá gjarnan í takt við þá örvun og sína fullnægingu. Þegar þær stynja í samförum þá er það gjarnan tengt því að flýta fyrir fullnægingu bólfélagans. Því gætu stunur í samförum verið merki um að drífa þig að klára því bólfélaginn er búin að fá nóg! Það er samt ekki hægt að tala um stunur án þess að minnast á bíómyndir og klám. Ein þekktasta stunusena úr bíómynd er án ef „When Harry met Sally“ Ætli það geti ekki flestir leikið þetta eftir með ágætis árangri. Annars hefur klám oft farið offari í stunum enda ber að hafa í huga að þetta er klám og það er ekki endurspegill raunveruleikans heldur ýkt útgáfa af einhvers konar fantasíu. Gott er að hafa í huga að stundum er bara erfitt og jafnvel ómögulegt að fá fullnægingu. Það er allt í lagi og þá er bara að reyna aftur seinna þegar þú ert í stuði og stemmingu. Þó ber að nefna að rannsóknir benda til þess að þeir sem stynja lifa betra kynlífi. Rétt eins og í ræktinni er mikilvægt að anda reglulega í kynlífi. Í þessu samhengi er mikilvægt að muna eftir því að stunurnar verða að vera „einlægar“. Ef þú ert farin að einblína of á stunurnar þá getur þú misst af unaðinum svo styndu ef þig langar til þess en ekki kreista þær útúr þér. Ef þú ert svo sérstök áhugamanneskja um stunur og sýndarsamfarir þá getur þú tekið þátt í þessari keppni. Það væri óneitanlega skemmtilegt að eiga íslenskan heimsmeistara.
Heilsa Lífið Mest lesið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Fleiri fréttir „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira