Tónlist

Ný útvarpsstöð í loftið í dag

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Nýja útvarpsstöðin FMX klassík FM103,9 fer í loftið í dag en Águst Héðinsson, forstöðumaður útvarpssviðs 365 segir að stöðin leiki öll vinsælustu lögin frá 1990 til dagsins í dag. 

„FMX klassík mun leika fjölbreytta tónlist frá FM og X-inu, allt frá Nirvana og Oasis til TLC og Destiny's Child.  Það má segja að við spilum það sem okkur sýnist en lofum um leið að þú munt ekki heyra sama lagið tvisvar sama dag,“ segir Ágúst.

X977 og FM957 hafa verið fremstar í flokki að kynna nýja tónlist fyrir hlustendum sínum frá upphafi og vinsælustu lög síðustu 25 ára mynda lagabanka FMX klassík fm103,9.

Tveir af reyndustu útvarpsmönnum þessarar kynslóðar, Brynjar Már og Rikki G, verða við hljóðnemann á FMX Klassík, alla virka daga.

FMX klassík verður aðgengileg á öllum mögulegum dreifileiðum og hægt verður að hlusta í útvarpsviðtækjum á höfuðborgarsvæðinu, í tölvunni, í sjónvarpinu og Útvappinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.