Tónlist

Afboða komu sína á ATP-hátíðina

Michael Gira og hljómsveitin hans, Swans skemmtir ekki á ATP í ár.
Michael Gira og hljómsveitin hans, Swans skemmtir ekki á ATP í ár. Vísir/Getty
ATP þarf því miður að tilkynna um að hljómsveitin Swans neyðist til að afboða komu sína í ár og mun því ekki koma fram á hátíðinni á fimmtudaginn eins og planað var.

Ástæðan fyrir þessu er sú að Michael Gira, söngvara sveitarinnar, hefur að læknisráði verið ráðlagt að ferðast ekki næsta mánuðinn vegna skyndilegra veikinda.

Bæði hljómsveitin og aðstandendur ATP harma þessa afboðun en vilja þó nota tækifærið og tilkynna um að Swans hefur þegar verið bókuð á ATP hátíðina á Íslandi að ári og er því fyrsta hljómsveitin sem tilkynnt er um að spili á ATP á Íslandi 2015.

ATP hátíðin á Íslandi fór vel af stað í gærkvöldi þegar Neil Young & Crazy Horse tróðu upp í Laugardalshöll og settu þar með tóninn fyrir tónlistarflóð vikunnar.

ATP mun fljótlega tilkynna um aðra hljómsveit sem kemur til með að fylla í skarðið fyrir Swans. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.