Íslenski boltinn

Belginn samdi til tveggja ára við FH

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Jonathan Hendrickx ásamt Heimi Guðjónssyni í Krikanum.
Jonathan Hendrickx ásamt Heimi Guðjónssyni í Krikanum. mynd/fh.is
FH er búið að ganga frá tveggja ára samningi við belgíska bakvörðinn JonathanHendrickx, en þetta kemur fram á heimasíðu FH í dag.

Hendrickx lék síðast með Fortuna Sittard í Hollandi en hefur verið án liðs síðan samningi hans var sagt upp hjá liðinu í vor. Hann kemur í gegnum sama umboðsmann og benti FH-ingum á belgíska miðvörðinn KassimDoumbia.

Belginn, sem er tvítugur, er hægri bakvörður og uppalinn hjá Standard Liége. FH-ingar hafa verið í vandræðum með bakvarðarstöðurnar í sumar vegna meiðsla GuðjónsÁrnaAntoníussonar og SamsTillens.

„Við erum mjög ánægðir með að fá Jonathan og hann er mjög góð viðbót við okkar hóp,“ segir Birgir Jóhannsson, framkvæmdastjóri FH.

Samningurinn er til tveggja ára en möguleiki er að framlengja hann um önnur tvö ár. Hendrickx fær leikheimild 15. júlí.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×