Fyrsti þáttur af EA Fitness: Axlaræfing sem klikkar ekki Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 30. júní 2014 11:54 Vísir sýnir í dag fyrsta þáttinn af EA Fitness en framvegis verður þátturinn ávallt á dagskrá Vísis á mánudögum. Í þessari þáttaröð fáum við að fylgja þjálfurunum Elmu og Antoni eftir en þau fjalla um líkamsrækt, næringu og heilbrigðan lífsstíl. Í þessum fyrsta þætti fara þau í gegnum axlaræfingu ásamt því að kíkja í fiskverslunina Hafið, þar sem Anton hoppar um af gleði. Einnig sjáum við Hálandakappann Einar kasta staur og kíkjum á fitness-skvísuna Sofiu Garciu á sviðinu í Danmörku. Skemmtilegur þáttur fyrir alla sem hafa áhuga á heilbrigðum og skemmtilegum lífsstíl. Elma Grettisdóttir er með menntun frá World Class-skólanum og í Stott Pilates. Hún hefur unnið sem einkaþjálfari í mörg ár og er þjálfunin ekki bara vinna fyrir henni heldur einnig áhugamál. Hún býður uppá einkaþjálfun í World Class sem og fjarþjálfun. Anton Rúnarsson hefur unnið sem einka- og fjarþjálfari í meira en tíu ár. „Að aðstoða fólk við að koma sér í form og læra að halda sér í formi er það sem ég geri, megrun er ekki í mínum orðaforða heldur lífsstíll. Að endurstilla hugarfarið til að lifa heilbrigðum lífsstíl,“ segir Anton. Hann er menntaður einkaþjálfari frá World Class-skólanum. Heilsa Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira
Vísir sýnir í dag fyrsta þáttinn af EA Fitness en framvegis verður þátturinn ávallt á dagskrá Vísis á mánudögum. Í þessari þáttaröð fáum við að fylgja þjálfurunum Elmu og Antoni eftir en þau fjalla um líkamsrækt, næringu og heilbrigðan lífsstíl. Í þessum fyrsta þætti fara þau í gegnum axlaræfingu ásamt því að kíkja í fiskverslunina Hafið, þar sem Anton hoppar um af gleði. Einnig sjáum við Hálandakappann Einar kasta staur og kíkjum á fitness-skvísuna Sofiu Garciu á sviðinu í Danmörku. Skemmtilegur þáttur fyrir alla sem hafa áhuga á heilbrigðum og skemmtilegum lífsstíl. Elma Grettisdóttir er með menntun frá World Class-skólanum og í Stott Pilates. Hún hefur unnið sem einkaþjálfari í mörg ár og er þjálfunin ekki bara vinna fyrir henni heldur einnig áhugamál. Hún býður uppá einkaþjálfun í World Class sem og fjarþjálfun. Anton Rúnarsson hefur unnið sem einka- og fjarþjálfari í meira en tíu ár. „Að aðstoða fólk við að koma sér í form og læra að halda sér í formi er það sem ég geri, megrun er ekki í mínum orðaforða heldur lífsstíll. Að endurstilla hugarfarið til að lifa heilbrigðum lífsstíl,“ segir Anton. Hann er menntaður einkaþjálfari frá World Class-skólanum.
Heilsa Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira