Tónlist

Hressa upp á Glastonbury-hátíðina

Lars Ulrich er ánægður með að fólk hafi skoðanir á Metallica.
Lars Ulrich er ánægður með að fólk hafi skoðanir á Metallica. Vísir/Getty
Hinn danski trommuleikari Metallica, Lars Ulrich svaraði þeim röddum sem gagnrýnt hafa Metallica fyrir að vera aðalnúmerið á Glastonbury-hátíðinni í ár, í viðtali við NME á dögunum. Hann sagði jafnframt að Metallica muni hressa upp á hátíðina því sveitin sé ólík því sem við er að venjast á hátíðinni.

Ulrich er vanur að sitja ekki á skoðunum sínum og lætur gamminn geisa títt. Hann segist vera ánægður með að fólki hafi skoðun á hljómsveitinni sinni, enda sé hún búin að vera starfandi í yfir þrjátíu ár og hefur fólk ávallt haft sínar misjöfnu skoðanir á sveitinni. 

Hann bætir við að Glastonbury eigi sína sögu og sé einstök hátíð en að það verði bara til hins betra að hann og vinir hans í Metallica stokki aðeins upp í Glastonbury sögunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.