Fótbolti

Markmiðið er að verða fyrirliði Barcelona

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Dani Alves, Xavi og Lionel Messi í leik með Barcelona.
Dani Alves, Xavi og Lionel Messi í leik með Barcelona. Vísir/Getty
Dani Alves sem hefur verið orðaður við Paris Saint-Germain undanfarnar vikur er ekki á förum frá Barcelona. Þess í stað vonast hann til þess að vera gerður fyrirliði liðsins einn daginn.

Miklar breytingar verða á liði Barcelona í sumar og var nafn hans gjarnan nefnt meðal leikmanna sem væru á útleið frá félaginu. Félagsskipti hans til PSG virðast hinsvegar vera úr sögunni og vill Alves leika áfram fyrir Barcelona.

„Ég verð áfram hjá Barcelona. Ég yrði stoltur ef mér yrði treyst fyrir fyrirliðabandinu hjá jafn stóru félagi,“ sagði Alves sem staðfesti einnig að Xavi væri á förum frá félaginu.

„Xavi er á förum frá félaginu sem er gríðarlegt áfall fyrir liðið. Þegar hann fer frá liðinu fer ein af fyrirmyndum mínum frá félaginu,“ sagði Alves.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×