Tónlist

Aerosmith heiðrar Bítlanna

Joe Perry og Steven Tyler eru með allt á hreinu.
Joe Perry og Steven Tyler eru með allt á hreinu. Vísir/Getty
Hljómsveitin Aerosmith heiðraði Bítlanna þegar hún lokaði Download-tónlistarhátíðinni í gærkvöldi með mögnuðum tónleikum. Aerosmith lék öll sín þekktustu lög og þar að auki heiðraði sveitin Bítlanna með því að leika lagið Come Together.

Hljómsveitin, sem kom síðast fram á Download-hátíðinni árið 2010, lék í um 95 mínútur og tók alla sína helstu slagara. Hún lék lög á borð við, Love In An Elevator, Jaded, Janie's Got A Gun, Dude (Looks Like A Lady), Dream On og Sweet Emotion. Þá söng gítarleikari sveitarinnar, Joe Perry aðalrödd í laginu Freedom Fighter.

Söngvarinn Steven Tyler spjallaði við áhorfendur á milli laga og tjáði þeim meðal annars að hans uppáhalds lag með Aerosmith, væri lagið No More, No More.

Fjöldi þekktra hljómsveita, á borð við Linkin Park, Alter Bridge og Fall Out Boy, komu fram á hátíðinni í ár.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.