Gunnar Nelson orðinn pabbi: „Það eru allir í skýjunum“ Kjartan Atli Kjartansson skrifar 1. júní 2014 12:34 Hér eru Gunnar og Auður saman. Bardagakappinn Gunnar Nelson og kærastan hans Auður Ómarsdóttir eignuðust dreng í fyrradag. Hann vó tæpar 12 merkur og kom í heiminn aðeins á undan áætlun. Auður tilkynnti vinum sínum á Facebook um fæðinguna og sagði: „Foreldrarnir að rifna úr stolti og ást.“ Auður er myndlistarkona og leikkona og hefur æft bardagaíþróttir af kappi við hlið kærasta síns í Mjölni síðustu ár. Hún var í viðtali í Fréttablaðinu og Vísi í mars og sagði þá: „Bardagalistir eru eins og myndlist, maður getur upplifað fullkomið frelsi innan hvors tveggja, líkamlegt og andlegt. Þú ert alltaf að læra og verða betri og að finna leiðir sem henta þér betur, en á sama tíma staddur í algjörri óvissu og spuna. Í slíku sköpunarflæði finnur maður fyrir miklu sjálfstæði sem einstaklingur og það er góð tilfinning,“ segir Auður.Hér má sjá Auði frá því í mars. Hún stundar myndlist og leiklist.„Stemningin er mjög góð,“ segir segir Haraldur Dean Nelson, faðir og umboðsmaður Gunnars og einnig nýbakaður afi. „Hann kom í fyrra lagi en hann lítur vel út og það eru allir í skýjunum,“ bætir hann við. Gunnar æfir nú af kappi fyrir bardaga sem fer fram í Dublin þann 19. júlí við Zach Cummings. „Við í Mjölni fáum á morgun til okkar Connor McGregor og John Kavanagh til okkar á morgun og mun Gunnar æfa með þeim fram að bardaga,“ útskýrir Haraldur. McGregor er einnig að berjast í Dublin þann 19. júlí og keppir gegn Cole Miller í stærsta bardaga kvöldsins. „Bardagi Gunnars er næst stærsti bardagi kvöldsins, þannig við verðum með menn úr tveimur stærstu bardögunum að æfa hjá okkur í Mjölni,“ segir Haraldur að lokum.Haraldur Dean og Gunnar eru flottir feðgar. Þeir vinna náið saman. Nú bætist þriðji kappinn í hópinn. Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Sjá meira
Bardagakappinn Gunnar Nelson og kærastan hans Auður Ómarsdóttir eignuðust dreng í fyrradag. Hann vó tæpar 12 merkur og kom í heiminn aðeins á undan áætlun. Auður tilkynnti vinum sínum á Facebook um fæðinguna og sagði: „Foreldrarnir að rifna úr stolti og ást.“ Auður er myndlistarkona og leikkona og hefur æft bardagaíþróttir af kappi við hlið kærasta síns í Mjölni síðustu ár. Hún var í viðtali í Fréttablaðinu og Vísi í mars og sagði þá: „Bardagalistir eru eins og myndlist, maður getur upplifað fullkomið frelsi innan hvors tveggja, líkamlegt og andlegt. Þú ert alltaf að læra og verða betri og að finna leiðir sem henta þér betur, en á sama tíma staddur í algjörri óvissu og spuna. Í slíku sköpunarflæði finnur maður fyrir miklu sjálfstæði sem einstaklingur og það er góð tilfinning,“ segir Auður.Hér má sjá Auði frá því í mars. Hún stundar myndlist og leiklist.„Stemningin er mjög góð,“ segir segir Haraldur Dean Nelson, faðir og umboðsmaður Gunnars og einnig nýbakaður afi. „Hann kom í fyrra lagi en hann lítur vel út og það eru allir í skýjunum,“ bætir hann við. Gunnar æfir nú af kappi fyrir bardaga sem fer fram í Dublin þann 19. júlí við Zach Cummings. „Við í Mjölni fáum á morgun til okkar Connor McGregor og John Kavanagh til okkar á morgun og mun Gunnar æfa með þeim fram að bardaga,“ útskýrir Haraldur. McGregor er einnig að berjast í Dublin þann 19. júlí og keppir gegn Cole Miller í stærsta bardaga kvöldsins. „Bardagi Gunnars er næst stærsti bardagi kvöldsins, þannig við verðum með menn úr tveimur stærstu bardögunum að æfa hjá okkur í Mjölni,“ segir Haraldur að lokum.Haraldur Dean og Gunnar eru flottir feðgar. Þeir vinna náið saman. Nú bætist þriðji kappinn í hópinn.
Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Sjá meira