Gunnar Nelson orðinn pabbi: „Það eru allir í skýjunum“ Kjartan Atli Kjartansson skrifar 1. júní 2014 12:34 Hér eru Gunnar og Auður saman. Bardagakappinn Gunnar Nelson og kærastan hans Auður Ómarsdóttir eignuðust dreng í fyrradag. Hann vó tæpar 12 merkur og kom í heiminn aðeins á undan áætlun. Auður tilkynnti vinum sínum á Facebook um fæðinguna og sagði: „Foreldrarnir að rifna úr stolti og ást.“ Auður er myndlistarkona og leikkona og hefur æft bardagaíþróttir af kappi við hlið kærasta síns í Mjölni síðustu ár. Hún var í viðtali í Fréttablaðinu og Vísi í mars og sagði þá: „Bardagalistir eru eins og myndlist, maður getur upplifað fullkomið frelsi innan hvors tveggja, líkamlegt og andlegt. Þú ert alltaf að læra og verða betri og að finna leiðir sem henta þér betur, en á sama tíma staddur í algjörri óvissu og spuna. Í slíku sköpunarflæði finnur maður fyrir miklu sjálfstæði sem einstaklingur og það er góð tilfinning,“ segir Auður.Hér má sjá Auði frá því í mars. Hún stundar myndlist og leiklist.„Stemningin er mjög góð,“ segir segir Haraldur Dean Nelson, faðir og umboðsmaður Gunnars og einnig nýbakaður afi. „Hann kom í fyrra lagi en hann lítur vel út og það eru allir í skýjunum,“ bætir hann við. Gunnar æfir nú af kappi fyrir bardaga sem fer fram í Dublin þann 19. júlí við Zach Cummings. „Við í Mjölni fáum á morgun til okkar Connor McGregor og John Kavanagh til okkar á morgun og mun Gunnar æfa með þeim fram að bardaga,“ útskýrir Haraldur. McGregor er einnig að berjast í Dublin þann 19. júlí og keppir gegn Cole Miller í stærsta bardaga kvöldsins. „Bardagi Gunnars er næst stærsti bardagi kvöldsins, þannig við verðum með menn úr tveimur stærstu bardögunum að æfa hjá okkur í Mjölni,“ segir Haraldur að lokum.Haraldur Dean og Gunnar eru flottir feðgar. Þeir vinna náið saman. Nú bætist þriðji kappinn í hópinn. Mest lesið Þetta er ástæðan afhverju þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Lífið Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Fleiri fréttir Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Sjá meira
Bardagakappinn Gunnar Nelson og kærastan hans Auður Ómarsdóttir eignuðust dreng í fyrradag. Hann vó tæpar 12 merkur og kom í heiminn aðeins á undan áætlun. Auður tilkynnti vinum sínum á Facebook um fæðinguna og sagði: „Foreldrarnir að rifna úr stolti og ást.“ Auður er myndlistarkona og leikkona og hefur æft bardagaíþróttir af kappi við hlið kærasta síns í Mjölni síðustu ár. Hún var í viðtali í Fréttablaðinu og Vísi í mars og sagði þá: „Bardagalistir eru eins og myndlist, maður getur upplifað fullkomið frelsi innan hvors tveggja, líkamlegt og andlegt. Þú ert alltaf að læra og verða betri og að finna leiðir sem henta þér betur, en á sama tíma staddur í algjörri óvissu og spuna. Í slíku sköpunarflæði finnur maður fyrir miklu sjálfstæði sem einstaklingur og það er góð tilfinning,“ segir Auður.Hér má sjá Auði frá því í mars. Hún stundar myndlist og leiklist.„Stemningin er mjög góð,“ segir segir Haraldur Dean Nelson, faðir og umboðsmaður Gunnars og einnig nýbakaður afi. „Hann kom í fyrra lagi en hann lítur vel út og það eru allir í skýjunum,“ bætir hann við. Gunnar æfir nú af kappi fyrir bardaga sem fer fram í Dublin þann 19. júlí við Zach Cummings. „Við í Mjölni fáum á morgun til okkar Connor McGregor og John Kavanagh til okkar á morgun og mun Gunnar æfa með þeim fram að bardaga,“ útskýrir Haraldur. McGregor er einnig að berjast í Dublin þann 19. júlí og keppir gegn Cole Miller í stærsta bardaga kvöldsins. „Bardagi Gunnars er næst stærsti bardagi kvöldsins, þannig við verðum með menn úr tveimur stærstu bardögunum að æfa hjá okkur í Mjölni,“ segir Haraldur að lokum.Haraldur Dean og Gunnar eru flottir feðgar. Þeir vinna náið saman. Nú bætist þriðji kappinn í hópinn.
Mest lesið Þetta er ástæðan afhverju þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Lífið Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Fleiri fréttir Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Sjá meira