Topp tíu typpamýtur Sigga Dögg kynfræðingur skrifar 3. júní 2014 12:30 Typpi eru í öllum stærðum og gerðum 1. Typpastærð má sjá útfrá lengd fingurs/eyra/fóta Nei það er ekki hægt. Það eru einhverjar pælingar um að lengd geti tengst erfðum en að öðru leyti er ekki hægt að spá fyrir um typpastærð fyrr en þú sérð liminn í fullri reisn. 2. Svartir menn eru með stærri typpi en aðrir kynþættir Nei og aftur nei. Meðalstærð lims í reisn er 13 sentímetrar og þetta hefur verið margsinnis mælt og skoðað. Þá er ég ekki að tala um typpastærðarkönnun þar sem menn mæla sig sjálfir og skrá svo typpastærðina, við getum alveg fyllt inn í eyðurnar að sú mæling sé ekki sú áreiðanlegasta. Þegar mæla á lengdina þá þarf að gera það við réttar vísindalegar aðstæður, annars eru gögnin óáreiðanleg.3. Ef maður með stórt typpi fær holdris þá fellur hann í yfirlið Þessi mýta er svo skemmtileg en svona er þetta víst ekki. Spurðu bara Jonah Falcon, manninn með „Stærsta typpi í heimi“, en hann er með 34 sentímetra langt typpi sem er um 16 sentímetra í ummál. 4.Sáðlát og fullnæging fer alltaf saman Þú getur fengið sáðlát án fullnægingar og fullnægingu án sáðláts 5.Karlar geta bara fengið eina fullnægingu í einu Karlar geta fengið nokkrar fullnægingar, hverja á fætur annarri eða með smá tíma á milli, og geta þurft mismikinn tíma á milli fullnæginga til að jafna sig. 6. Typpið getur brotnað Þó við tölum um „bóner“ þá er ekkert bein í typpinu og því getur það ekki brotnað en það getur brákast og skilst mér að það sé svakalega sársaukafullt og eitthvað sem krefst tafarlausrar heimsóknar á neyðarmóttökuna. 7.Typpi er hægt að stækka með sérstakri pumpu Þetta hefur verið rannsakað ansi oft og sama hvað menn sem hanna slíkar græjur segja þá virkar þetta ekki sem langtímastækkun á typpi. Slíkar pumpur eru notaðar í allt aðra hluti og geta virkað vel fyrir það en ekki fyrir stækkun. 8.Það er bara til ein tegund af fullnægingu hjá körlum Fólk er svo mikið fyrir það að flokka hluti í allskyns hólf og ef það vill flokka fullnægingar þá er hægt að fá fullnægingu án beinnar örvunar við typpið, við örvun einungis á pung, við örvun á endaþarmi og jafnvel við örvun hvaða líkamshluta sem er sem er næmur á viðkomandi. Möguleikar við fullnægingu og unað eru því ótal margir og í raun bara undir hverjum og einum að prófa sig áfram og finna hvað sér finnst gott. 9. Brund er einstaklega næringaríkt Meðalskammtur af brundi er frekar lítill og næringarinnihald þess er ekkert til að sleppa úr máltíð. Því kemur það ekki í staðinn fyrir morgunmat en ég hef lesið um heilsuræktar jötna sem frysta það og setja út í morgunþeytinginn á leið í ræktina og spara sér þannig próteinduftið. 10.Því stærra, því betra Ætli þetta sé ekki ein sú lífseigasta mýta sem til er í tengslum við kynlíf. Staðreyndin er sú að fleiri þættir en lengd getnaðarlims hefur áhrif á unað í kynlífi. Sumum finnst mikilvægt að typpi sé stórt en öðrum ekki. Í rannsóknum þá hefur komið í ljós að margir menn hengja töluvert af líkamsánægju og sjálfstrausti á limastærð sína þegar raunin í tengslum við kynferðislega ánægju er allt annað. Heilsa Lífið Mest lesið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Fleiri fréttir „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira
1. Typpastærð má sjá útfrá lengd fingurs/eyra/fóta Nei það er ekki hægt. Það eru einhverjar pælingar um að lengd geti tengst erfðum en að öðru leyti er ekki hægt að spá fyrir um typpastærð fyrr en þú sérð liminn í fullri reisn. 2. Svartir menn eru með stærri typpi en aðrir kynþættir Nei og aftur nei. Meðalstærð lims í reisn er 13 sentímetrar og þetta hefur verið margsinnis mælt og skoðað. Þá er ég ekki að tala um typpastærðarkönnun þar sem menn mæla sig sjálfir og skrá svo typpastærðina, við getum alveg fyllt inn í eyðurnar að sú mæling sé ekki sú áreiðanlegasta. Þegar mæla á lengdina þá þarf að gera það við réttar vísindalegar aðstæður, annars eru gögnin óáreiðanleg.3. Ef maður með stórt typpi fær holdris þá fellur hann í yfirlið Þessi mýta er svo skemmtileg en svona er þetta víst ekki. Spurðu bara Jonah Falcon, manninn með „Stærsta typpi í heimi“, en hann er með 34 sentímetra langt typpi sem er um 16 sentímetra í ummál. 4.Sáðlát og fullnæging fer alltaf saman Þú getur fengið sáðlát án fullnægingar og fullnægingu án sáðláts 5.Karlar geta bara fengið eina fullnægingu í einu Karlar geta fengið nokkrar fullnægingar, hverja á fætur annarri eða með smá tíma á milli, og geta þurft mismikinn tíma á milli fullnæginga til að jafna sig. 6. Typpið getur brotnað Þó við tölum um „bóner“ þá er ekkert bein í typpinu og því getur það ekki brotnað en það getur brákast og skilst mér að það sé svakalega sársaukafullt og eitthvað sem krefst tafarlausrar heimsóknar á neyðarmóttökuna. 7.Typpi er hægt að stækka með sérstakri pumpu Þetta hefur verið rannsakað ansi oft og sama hvað menn sem hanna slíkar græjur segja þá virkar þetta ekki sem langtímastækkun á typpi. Slíkar pumpur eru notaðar í allt aðra hluti og geta virkað vel fyrir það en ekki fyrir stækkun. 8.Það er bara til ein tegund af fullnægingu hjá körlum Fólk er svo mikið fyrir það að flokka hluti í allskyns hólf og ef það vill flokka fullnægingar þá er hægt að fá fullnægingu án beinnar örvunar við typpið, við örvun einungis á pung, við örvun á endaþarmi og jafnvel við örvun hvaða líkamshluta sem er sem er næmur á viðkomandi. Möguleikar við fullnægingu og unað eru því ótal margir og í raun bara undir hverjum og einum að prófa sig áfram og finna hvað sér finnst gott. 9. Brund er einstaklega næringaríkt Meðalskammtur af brundi er frekar lítill og næringarinnihald þess er ekkert til að sleppa úr máltíð. Því kemur það ekki í staðinn fyrir morgunmat en ég hef lesið um heilsuræktar jötna sem frysta það og setja út í morgunþeytinginn á leið í ræktina og spara sér þannig próteinduftið. 10.Því stærra, því betra Ætli þetta sé ekki ein sú lífseigasta mýta sem til er í tengslum við kynlíf. Staðreyndin er sú að fleiri þættir en lengd getnaðarlims hefur áhrif á unað í kynlífi. Sumum finnst mikilvægt að typpi sé stórt en öðrum ekki. Í rannsóknum þá hefur komið í ljós að margir menn hengja töluvert af líkamsánægju og sjálfstrausti á limastærð sína þegar raunin í tengslum við kynferðislega ánægju er allt annað.
Heilsa Lífið Mest lesið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Fleiri fréttir „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira