Evrópudraumar Stjörnunnar gerðir að engu í Kópavogi | Myndband Tómas Þór Þórðarson skrifar 2. júní 2014 14:00 Ellert og Ingvar berjast um boltann en þeir áttu eftir að takast á í leiknum. Vísir/vilhelm Ólafur Kristjánsson stýrir Breiðabliki í síðasta sinn í kvöld þegar liðið tekur á móti Stjörnunni á Kópvogsvellinum klukkan 20.00 í 6. umferð Pepsi-deildar karla í fótbolta. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport HD og hefst útsendingin klukkan 19.45. Pepsi-mörkin fara svo yfir þann leik sem og hina fimm í sjöttu umferðinni klukkan 22.00 í kvöld. Leikir Blika og Stjörnunnar hafa verið skemmtilegir undanfarin ár. Blikar tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn á gervigrasinu í Garðabæ í lokaumferðinni 2010 og næstu tvö ár fékk Stjarnan tækifæri til að tryggja sér Evrópusæti í lokaumferðinni á móti Breiðabliki í Kópavoginum. Blikar stóðu í bæði skiptin í vegi fyrir Stjörnunni sem komst ekki í Evrópukeppni fyrr en síðasta haust þegar liðið endaði í þriðja sæti Pepsi-deildarinnar. Tímabilið 2011 tapaði Stjarnan, 4-3, á Kópvogsvellinum en árið 2012 töpuðu Stjörnumenn 2-0 þar sem Nichlas Rohde skoraði bæði mörkin. Rohde skoraði fyrra markið strax á 10. mínútu eftir glæsilega sendingu Elfar Árna Aðalsteinssonar og það síðara skoraði Daninn eftir undirbúning Tómasar Óla Garðarssonar. Leikurinn sprakk svo endanlega í höndunum á Stjörnunni þegar Blikinn í röðum Garðbæinga, Ellert Hreinsson, fékk rautt spjald á 71. mínútu. Ingvar Þór Kale, sem ver mark Víkings í dag, lokkaði Ellert í atburðarrás sem endaði með því að Ellert fékk að líta rauða spjaldið. Ellert yfirgaf Stjörnunnar sama haust og gekk aftur í raðir Blika en hann skoraði sex mörk í 19 leikjum í fyrra. Hann er aftur á móti ekki kominn á blað í deildinni í ár. Mörkin, rauða spjaldið og önnur atvik úr þessum skemmtilega leik frá því 2012 má sjá í myndbandinu hér að neðan. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Ólafur: Eins og hver annar leikdagur Ólafur Kristjánsson fær eitt tækifæri til viðbótar til að vinna deildarleik með Breiðablik í sumar áður en hann yfirgefur félagið. 2. júní 2014 12:00 Mest lesið Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Íslenski boltinn „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Íslenski boltinn Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Handbolti Fjórtán ára stúlka í langt bann fyrir að dópa Sport Kennir sjálfum sér um uppsögnina Enski boltinn Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Enski boltinn Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Fótbolti Tyson æfir á sveppum og ætlar að taka ofskynjunarlyf fyrir bardagann Sport Hannes í leyfi Körfubolti Fleiri fréttir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Valur staðfestir í annað sinn að Fanney Inga sé á leið til Svíþjóðar „Hefði verið ógeðslega tilfinning ef allt væri búið og maður væri kominn í frí“ Kristinn Jónsson kinnbeinsbrotinn og fékk heilahristing Túfa stýrir Val á næsta tímabili Fyrsta félagið í áratug sem vinnur hjá báðum kynjum Pétur hafi ekki verið rekinn: „Sameiginleg ákvörðun“ Myndasyrpa: Blikar fögnuðu titlinum með aðdáendum Sjá meira
Ólafur Kristjánsson stýrir Breiðabliki í síðasta sinn í kvöld þegar liðið tekur á móti Stjörnunni á Kópvogsvellinum klukkan 20.00 í 6. umferð Pepsi-deildar karla í fótbolta. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport HD og hefst útsendingin klukkan 19.45. Pepsi-mörkin fara svo yfir þann leik sem og hina fimm í sjöttu umferðinni klukkan 22.00 í kvöld. Leikir Blika og Stjörnunnar hafa verið skemmtilegir undanfarin ár. Blikar tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn á gervigrasinu í Garðabæ í lokaumferðinni 2010 og næstu tvö ár fékk Stjarnan tækifæri til að tryggja sér Evrópusæti í lokaumferðinni á móti Breiðabliki í Kópavoginum. Blikar stóðu í bæði skiptin í vegi fyrir Stjörnunni sem komst ekki í Evrópukeppni fyrr en síðasta haust þegar liðið endaði í þriðja sæti Pepsi-deildarinnar. Tímabilið 2011 tapaði Stjarnan, 4-3, á Kópvogsvellinum en árið 2012 töpuðu Stjörnumenn 2-0 þar sem Nichlas Rohde skoraði bæði mörkin. Rohde skoraði fyrra markið strax á 10. mínútu eftir glæsilega sendingu Elfar Árna Aðalsteinssonar og það síðara skoraði Daninn eftir undirbúning Tómasar Óla Garðarssonar. Leikurinn sprakk svo endanlega í höndunum á Stjörnunni þegar Blikinn í röðum Garðbæinga, Ellert Hreinsson, fékk rautt spjald á 71. mínútu. Ingvar Þór Kale, sem ver mark Víkings í dag, lokkaði Ellert í atburðarrás sem endaði með því að Ellert fékk að líta rauða spjaldið. Ellert yfirgaf Stjörnunnar sama haust og gekk aftur í raðir Blika en hann skoraði sex mörk í 19 leikjum í fyrra. Hann er aftur á móti ekki kominn á blað í deildinni í ár. Mörkin, rauða spjaldið og önnur atvik úr þessum skemmtilega leik frá því 2012 má sjá í myndbandinu hér að neðan.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Ólafur: Eins og hver annar leikdagur Ólafur Kristjánsson fær eitt tækifæri til viðbótar til að vinna deildarleik með Breiðablik í sumar áður en hann yfirgefur félagið. 2. júní 2014 12:00 Mest lesið Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Íslenski boltinn „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Íslenski boltinn Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Handbolti Fjórtán ára stúlka í langt bann fyrir að dópa Sport Kennir sjálfum sér um uppsögnina Enski boltinn Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Enski boltinn Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Fótbolti Tyson æfir á sveppum og ætlar að taka ofskynjunarlyf fyrir bardagann Sport Hannes í leyfi Körfubolti Fleiri fréttir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Valur staðfestir í annað sinn að Fanney Inga sé á leið til Svíþjóðar „Hefði verið ógeðslega tilfinning ef allt væri búið og maður væri kominn í frí“ Kristinn Jónsson kinnbeinsbrotinn og fékk heilahristing Túfa stýrir Val á næsta tímabili Fyrsta félagið í áratug sem vinnur hjá báðum kynjum Pétur hafi ekki verið rekinn: „Sameiginleg ákvörðun“ Myndasyrpa: Blikar fögnuðu titlinum með aðdáendum Sjá meira
Ólafur: Eins og hver annar leikdagur Ólafur Kristjánsson fær eitt tækifæri til viðbótar til að vinna deildarleik með Breiðablik í sumar áður en hann yfirgefur félagið. 2. júní 2014 12:00