Íslenski boltinn

Jafntefli í kveðjuleik Ólafs

Vísir/Stefán
Blikar nældu í stig í kveðjuleik Ólafs Kristjánssonar þrátt fyrir að leika manni færri seinasta korter leiksins gegn Stjörnunni.

Garðbæingar komust yfir í fyrri hálfleik með glæsilegu marki frá bakverðinum Niclas Vemmelund. Elvar Páll Sigurðsson jafnaði metin fyrir Blika í seinni hálfleik með skoti af stuttu færi og tókst hvorugu liði að bæta við marki.

Leikurinn í kvöld var seinasti leikur Blika undir stjórn Ólafs Kristjánssonar en Guðmundur Benediktsson tekur við taumunum á morgun. Ólafur hefur náð frábærum árangri með lið Blika en árangurinn hefur staðið á sér á þessu tímabili og skilur hann liðið eftir án sigurs eftir sex leiki.

Nánari umfjöllun má lesa hér.

Kjartan Henry Finnbogason skoraði sigurmark KR í 3-2 sigri á Fram í Vesturbænum í kvöld. Kjartan Henry brenndi af víti en var fljótur að lesa í aðstæður og skallaði frákastið í netið yfir liggjandi Ögmund Kristinsson í marki Fram.

Baldur Sigurðsson skoraði fyrsta mark leiksins en gestirnir úr Safamýrinni voru fljótir að svara með marki Ásgeirs Marteinssonar. Viktor Bjarki Arnarson kom Fram yfir í upphafi seinni hálfleiks en KR-ingar svöruðu með tveimur mörkum á fimm mínútum. Þorsteinn Már Ragnarsson jafnaði metin með góðu skoti af stuttu færi áður en Kjartan Henry skoraði sigurmarkið.

KR virðist vera á réttri leið eftir slakt gengi í upphafi móts en Íslandsmeistararnir eru með 10 stig eftir sex leiki. Safamýrapiltarnir þurfa hinsvegar að fara að spýta í lófana en Fram situr í níunda sæti eftir leiki kvöldsins með fimm stig.

Nánari umfjöllun má lesa hér.

Á Vodafone vellinum unnu Valsmenn sannkallaðan vinnusigur á Fylkismönnum. Jafnræði var með liðunum en Mads Lennart Nielsen, danski kletturinn í vörn Vals skoraði sigurmarkið í upphafi seinni hálfleiks. Valur situr í þriðja sæti eftir leikinn með ellefu stig en Fylkir er í því áttunda.

Nánari umfjöllun má lesa hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×