Íslenski boltinn

Ögmundur: Fannst þetta ekki vera víti

Andri Valur Ívarsson á KR-vellinum skrifar
Ögmundur Kristinsson.
Ögmundur Kristinsson. vísir/daníel
KR skellti Fram í kvöld en sigurmarkið kom eftir umdeilda vítaspyrnu. Markvörður Fram, Ögmundur Kristinsson, var þá dæmdur brotlegur er hann fór á eftir Þorsteini Má Ragnarssyni.

„Persónulega fannst mér þetta ekki vera víti. Ég náði að klafsa í boltann og síðan fór leikmaðurinn í boltann og mig í leiðinni og fór niður. Dómarinn dæmdi hins vegar víti og það er hann sem ræður. Við spiluðum vel í dag og getum verið stoltir af frammistöðunni og töpum þessu ósáttir” sagði Ögmundur.

Hann hefur átt frábært sumar og svekkjandi fyrir hann að fá á sig mark eftir að hafa varið vítið. Svona er þetta stundum.

„Við erum búnir að spila fínt í sumar og þurfum ekki að óttast framhaldið ef þetta heldur svona áfram. Það eru ekki mörg lið sem mæta hingað á KR-völl og fara svekkt til baka og finnst þau hafa verðskuldað eitthvað annað en tap”.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×