Fellur 21 árs gamalt heimsmet í hástökki í Róm í kvöld? Tómas Þór Þórðarson skrifar 5. júní 2014 11:45 Ólympíumeistarinn Ivan Ukohv er búinn að stökkva 2,41 metra utanhúss á árinu. Vísir/getty Demantamótaröðin í frjálsíþróttum heldum áfram í kvöld þegar fjórða mót ársins fer fram á Ólympíuleikvanginum í Róm. Mótið er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport, en útsendingin hefst klukkan 18.00. Hástökk karla náði aftur nýjum hæðum á heimsmeistaramótinu í Moskvu á síðasta ári sem Úkraínumaðurinn BohdanBondarenko vann með stökki upp á 2,41 metra. Samkeppnin er svakaleg í hástökkinu og styttist í að 21 árs gamalt heimsmet Kúbverjans JaviersSotomayors falli en hann stökk 2,45 metra í Salamanca á Spáni árið 1993. Fjórir bestu hástökkvarar heims í dag hafa allir stokkið yfir 2,40 metra á ferlinum og aðeins einn þeirra hefur ekki farið yfir þá hæð á árinu. Þetta eru þeir Ivan Ukhov frá Rússlandi, Ólympíumeistari, DerekDrouin frá Kanada, Mutaz Essa Barshim frá Katar og heimsmeistarinn BohdanBondarenko frá Úkraínu.Mutaz Essa Barshim, Bohdan Bondarenko og Derek Drouin keppa allir í kvöld ásamt Ukhov.vísir/gettyÓlympíumeistarinn Ivan Ukhov stökk 2,42 metra innanhúss í Prag í febrúar en það er næstbesta stökk sögunnar á eftir heimsmeti Sotomayors. Ukhov byrjaði tímabilið svo vel utandyra og stökk 2,41 metra þegar hann vann fyrsta Demantamótið í Doha í Katar í síðasta mánuði. Þegar Ukhov stökk fyrst yfir 2,40 metra árið 2009 var hann aðeins ellefti maðurinn í sögunni til að gera slíkt. Í kvöld keppa fjórir sem hafa farið yfir þá hæð. Auk hástökksins verða margar aðrar frábærar keppnir á dagskrá í kvöld en mótið í Róm lokkar jafnan skærustu stjörnur heims til sín.Shelly-Ann Fraser-Pryce keppir í 200 metra hlaupi.Vísir/getty1.500 metra hlaupið í Róm er alltaf ein vinsælasta greinin en heimsmet Marokkómannsins Hicham El Guerrouj frá því 1998 var sett á þessu móti. Í kvöld mætast heimsmeistarinn utanhúss, AsbelKiprop frá Kenía og heimsmeistarinn innanhúss, AyanlehSouleiman frá Djíbútí.Shelly-Ann Fraser-Pryce mætir aftur til leiks í 200 metra hlaupi kvenna sem og heimsmeistari kvenna í 800 metra hlaupi, Eunice Sum frá Kenía.Genzebe Dibaba, sem drottnaði yfir langhlaupunum á innanhústímabilinu, spreytir sig í 5.000 metrunum, fyrsta hlaupi sínu utanhúss á árinu, og þá mæta til leiks allar þrjár konurnar sem unnu til verðlauna í langstökki kvenna á HM í Moskvu á síðasta ári. Frjálsar íþróttir Mest lesið Danir óstöðvandi Handbolti „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Fótbolti Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Fótbolti „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ Körfubolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti „Erum í þessu til þess að vinna“ Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Körfubolti Loks vann Tottenham Fótbolti Fleiri fréttir „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad „Erum í þessu til þess að vinna“ Danir óstöðvandi Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Loks vann Tottenham Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Bruno til bjargar Lærisveinar Alfreðs með mikilvægan sigur á Ítalíu Uppgjörið: ÍR - Haukar 25-26 | Hafnfirðingar upp í annað sætið eftir dramatískan endi Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð „Þeir voru pottþétt að spara“ Úr frystinum og til Juventus Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Selbit og stuð hjá strákunum í Zagreb Halda í veika von og gætu mætt Íslandi Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Áfall fyrir Noreg: Sagosen meiddur Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Ítalir fundu landsliðsmarkvörðinn á Facebook Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Haaland fær tíu milljarða hjálp HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Bragi heim frá Bandaríkjunum Sjá meira
Demantamótaröðin í frjálsíþróttum heldum áfram í kvöld þegar fjórða mót ársins fer fram á Ólympíuleikvanginum í Róm. Mótið er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport, en útsendingin hefst klukkan 18.00. Hástökk karla náði aftur nýjum hæðum á heimsmeistaramótinu í Moskvu á síðasta ári sem Úkraínumaðurinn BohdanBondarenko vann með stökki upp á 2,41 metra. Samkeppnin er svakaleg í hástökkinu og styttist í að 21 árs gamalt heimsmet Kúbverjans JaviersSotomayors falli en hann stökk 2,45 metra í Salamanca á Spáni árið 1993. Fjórir bestu hástökkvarar heims í dag hafa allir stokkið yfir 2,40 metra á ferlinum og aðeins einn þeirra hefur ekki farið yfir þá hæð á árinu. Þetta eru þeir Ivan Ukhov frá Rússlandi, Ólympíumeistari, DerekDrouin frá Kanada, Mutaz Essa Barshim frá Katar og heimsmeistarinn BohdanBondarenko frá Úkraínu.Mutaz Essa Barshim, Bohdan Bondarenko og Derek Drouin keppa allir í kvöld ásamt Ukhov.vísir/gettyÓlympíumeistarinn Ivan Ukhov stökk 2,42 metra innanhúss í Prag í febrúar en það er næstbesta stökk sögunnar á eftir heimsmeti Sotomayors. Ukhov byrjaði tímabilið svo vel utandyra og stökk 2,41 metra þegar hann vann fyrsta Demantamótið í Doha í Katar í síðasta mánuði. Þegar Ukhov stökk fyrst yfir 2,40 metra árið 2009 var hann aðeins ellefti maðurinn í sögunni til að gera slíkt. Í kvöld keppa fjórir sem hafa farið yfir þá hæð. Auk hástökksins verða margar aðrar frábærar keppnir á dagskrá í kvöld en mótið í Róm lokkar jafnan skærustu stjörnur heims til sín.Shelly-Ann Fraser-Pryce keppir í 200 metra hlaupi.Vísir/getty1.500 metra hlaupið í Róm er alltaf ein vinsælasta greinin en heimsmet Marokkómannsins Hicham El Guerrouj frá því 1998 var sett á þessu móti. Í kvöld mætast heimsmeistarinn utanhúss, AsbelKiprop frá Kenía og heimsmeistarinn innanhúss, AyanlehSouleiman frá Djíbútí.Shelly-Ann Fraser-Pryce mætir aftur til leiks í 200 metra hlaupi kvenna sem og heimsmeistari kvenna í 800 metra hlaupi, Eunice Sum frá Kenía.Genzebe Dibaba, sem drottnaði yfir langhlaupunum á innanhústímabilinu, spreytir sig í 5.000 metrunum, fyrsta hlaupi sínu utanhúss á árinu, og þá mæta til leiks allar þrjár konurnar sem unnu til verðlauna í langstökki kvenna á HM í Moskvu á síðasta ári.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Danir óstöðvandi Handbolti „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Fótbolti Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Fótbolti „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ Körfubolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti „Erum í þessu til þess að vinna“ Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Körfubolti Loks vann Tottenham Fótbolti Fleiri fréttir „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad „Erum í þessu til þess að vinna“ Danir óstöðvandi Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Loks vann Tottenham Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Bruno til bjargar Lærisveinar Alfreðs með mikilvægan sigur á Ítalíu Uppgjörið: ÍR - Haukar 25-26 | Hafnfirðingar upp í annað sætið eftir dramatískan endi Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð „Þeir voru pottþétt að spara“ Úr frystinum og til Juventus Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Selbit og stuð hjá strákunum í Zagreb Halda í veika von og gætu mætt Íslandi Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Áfall fyrir Noreg: Sagosen meiddur Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Ítalir fundu landsliðsmarkvörðinn á Facebook Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Haaland fær tíu milljarða hjálp HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Bragi heim frá Bandaríkjunum Sjá meira