Ný tegund af smokkum Sigga Dögg kynfræðingur skrifar 5. júní 2014 13:00 Smokkurinn er til í mörgum stærðum og gerðum. Mynd/Getty Það eru til ótal margar tegundir af smokkum. Það er hægt að fá hann í allskyns bragðtegundum, eins og beikoni, með ýmsum rifflum og rákum, sjálflýsandi, með glimmeri og í ýmsum stærðum. Það breytir því þó ekki að fólk talar enn um að hindrunin við að nota smokkinn sé ekki útlit heldur tilfinningin, eða tilfinningarleysið, við samfarir. Sumum finnst líka erfitt að biðja bólfélagann um að nota smokk og að muna eftir honum. Sumir hafa farið frumlegar leiðir í því að auka aðgengi og fræðslu að smokknum. En hvað er til ráða þegar við vitum smokkurinn er lykilinn að framtíðinni en fólk notar hann ekki?Kvensmokkurinn fer inn í leggöngin og verkar eins og hefðbundni smokkurinnÞað var reynt að búa til kvensmokkinn en hann hefur ekki náð neinum sérstökum vinsældum. Bæði er hann dýr, um 300 kr stykkið, og svo fylgja honum víst ákveðin krumpuhljóð sem notendum finnst óaðlandi. Þá er einnig til origami smokkur sem hefur fengið töluverða athygli en ég veit ekki til þess að fáist á Íslandi. Bill og Melinda Gates blésu til hönnunarsamkeppni um nýja tegund af smokknum nýverið. Ellefu hugmyndir fengu 100 þúsund dollara til að þróa áfram sínar útgáfur af smokknum og má þar nefna smokk úr hydrogeli sem er víst eins og „húð“ og smokk sem maður rúllar upp á typpið beint úr umbúðunum. Þær hugmyndir sem verða valdar til að þróa enn lengra fá eina milljón dollara hver. Nú er það bara stóra spurningin hvort ný útfærsla sé nóg til að fá fólk til að fara nota smokkinn? Heilsa Lífið Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Sjá meira
Það eru til ótal margar tegundir af smokkum. Það er hægt að fá hann í allskyns bragðtegundum, eins og beikoni, með ýmsum rifflum og rákum, sjálflýsandi, með glimmeri og í ýmsum stærðum. Það breytir því þó ekki að fólk talar enn um að hindrunin við að nota smokkinn sé ekki útlit heldur tilfinningin, eða tilfinningarleysið, við samfarir. Sumum finnst líka erfitt að biðja bólfélagann um að nota smokk og að muna eftir honum. Sumir hafa farið frumlegar leiðir í því að auka aðgengi og fræðslu að smokknum. En hvað er til ráða þegar við vitum smokkurinn er lykilinn að framtíðinni en fólk notar hann ekki?Kvensmokkurinn fer inn í leggöngin og verkar eins og hefðbundni smokkurinnÞað var reynt að búa til kvensmokkinn en hann hefur ekki náð neinum sérstökum vinsældum. Bæði er hann dýr, um 300 kr stykkið, og svo fylgja honum víst ákveðin krumpuhljóð sem notendum finnst óaðlandi. Þá er einnig til origami smokkur sem hefur fengið töluverða athygli en ég veit ekki til þess að fáist á Íslandi. Bill og Melinda Gates blésu til hönnunarsamkeppni um nýja tegund af smokknum nýverið. Ellefu hugmyndir fengu 100 þúsund dollara til að þróa áfram sínar útgáfur af smokknum og má þar nefna smokk úr hydrogeli sem er víst eins og „húð“ og smokk sem maður rúllar upp á typpið beint úr umbúðunum. Þær hugmyndir sem verða valdar til að þróa enn lengra fá eina milljón dollara hver. Nú er það bara stóra spurningin hvort ný útfærsla sé nóg til að fá fólk til að fara nota smokkinn?
Heilsa Lífið Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Sjá meira