Bílar

17 vandræðalegustu stundir ökumanna

Finnur Thorlacius skrifar
Ekki er gaman að læsa bíllyklana inni.
Ekki er gaman að læsa bíllyklana inni.
Í könnun á meðal 2.000 ökumanna, þar sem nákvæm skipting var á milli karla og kvenna, kemur í ljós hvaða stundir í umgengni sinni við bíla eru talin vandræðalegust og hver þeirra eru algengust.

Ekki kemur á óvart að algengast meðal þessara vandræðalegu tilvika er þegar ökumenn gleyma hvar þeir lögðu bíl sínum og þurftu að leita að honum. Það voru 52% ökumanna sem lent höfðu í því, 44% karla og 59% kvenna.

Næst algengast var að aka yfir kantsteina á bílastæðum og höfðu 43% ökumanna lent í því. Athygli vekur reyndar í niðurstöðum könnunarinnar að svo virðist sem konur viðurkenni frekar skissur sínar en karlar, hvort sem þær voru algengari hjá þeim eða ekki. Listinn allur lítur svona út:

1.     Gleymdu hvar þeir lögðu bíl sínum (52%, eða 44% karla og 59% kvenna)

2.     Óku yfir kantstein á bílastæði (43%, eða 35% karla og 51% kvenna)

3.     Leystu lyklana inní bílnum (37%, eða 34% karla og 41% kvenna)

4.     Óku á móti umferð á einstefnugötu (34%, eða 30% karla og 38% kvenna)

5.     Óku af stað með eitthvað á þakinu (31%, eða 28% karla og 34% kvenna)

6.     Reyndu að opna rangan bíl (29%, eða 24% karla og 34% kvenna)

7.     Komust ekki út úr bílastæði (27%, eða 21% karla og 33% kvenna)

8.     Misstu skyndibitamat eða pening út um gluggann við afgreiðslu (23%, eða 28% karla og 28% kvenna)

9.     Sett þjófavörnina af stað og geta ekki slökkt (22%, eða 18% karla og 26% kvenna)

10.  Misstu rukkunarmiða vegna vegagjalds út um gluggann (18%, eða 18% karla og 17% kvenna)

11.  Hafa ekið í hringi á hringtorgi og ekki vitað hvar ætti að fara út (13%, eða 12% karla og 13% kvenna)

12.  Stöðvuð af lögreglu og ekki með ökuskírteini (11%, eða 11% karla og 11% kvenna)

13.  Ekið af stað með bensínslönguna í bensínopinu (11%, eða 14% karla og 7% kvenna)

14.  Ekki tekist að láta fjartýringuna opna bílinn (9%, eða 10% karla og 8% kvenna)

15.  Næstum ekið á gangandi manneskju (9%, eða 8% karla og 9% kvenna)

16.  Gleymt farþega og snúið við (8%, eða 11% karla og 6% kvenna)

17.  Farið inní bíl og uppgötvað að það var ekki þeirra bíll (8%, eða 7% karla og 8% kvenna)






×