Fótbolti

Pique samdi til 2019

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Pique með unnustu sinni, söngkonunni Shakiru.
Pique með unnustu sinni, söngkonunni Shakiru. Vísir/Getty
Gerard Pique verður áfram í herbúðum Barcelona næstu árin en hann skrifaði undir nýjan samning í dag.

Gamli samningurinn átti að renna út á næsta ári en Barcelona staðfesti í dag að hinn 27 ára gamli varnarmaður hefði samþykkt framlengingu.

Það hefur verið nóg að gera á skrifstofunni hjá Barcelona en í gær skrifaði L‭ionel Messi undir nýjan samning auk þess sem Luis Enrique var ráðinn knattspyrnustjóri í stað Tata Martino.

Pique er uppalinn hjá Barcelona en fór sem táningur til Manchester United. Hann sneri svo aftur til Spánar árið 2008 og hefur verið lykilmaður síðan þá.

Hann á að baki 266 leiki með félaginu og hefur unnið fjóra Spánarmeistaratitla, tvo bikarmeistaratitla og Meistaradeildina tvívegis.


Tengdar fréttir

Martino hættur með Barcelona

Gerardo "Tata" Martino og Barcelona hafa komist að samkomulagi um að Martino láti af störfum sem þjálfari liðsins. Barcelona greindi frá þessum tíðindum á Twitter-síðu félagsins.

Enrique ráðinn þjálfari Barcelona

Barcelona tilkynnti nú í kvöld að Luis Enrique væri búinn að skrifa undir samning við félagið. Hann verður þjálfari þess næstu tvö árin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×