Lífið

Þakið ætlaði hreinlega að rifna af kofanum slíkur var krafturinn

Ellý Ármanns skrifar
Meðfylgjandi myndir tók Birta Rán í gær þegar kvenarmur xs-reykjavíkur hélt femínistakvöld á Loft hosteli. Fullt var út úr dyrum og ljóst að mikill áhugi var fyrir umfjöllunarefninu. Það voru þær María Lilja Þrastardóttir, ráðskona í Femínistafélagi Íslands og kosningastýra Samfylkingarinnar og Heiða Björg Hilmisdóttir frambjóðandi sem fóru með framsögu. Töluðu þær meðal annars um hvernig borgaryfirvöld gætu innleitt frekari femínisma í borgarumhverfið.

Það voru svo kjarnakvendin í Reykjavíkurdætrum sem lokuðu kvöldinu og ætlaði þakið hreinlega að rifna af kofanum slíkur var krafturinn.

Viðstaddir ráku margir upp stór augu þegar Dagur B. Eggertsson, verðandi borgarstjóri tók undir með stúlkunum, í áhorfendaskaranum, en þær eru hans eftirlætis hljómsveit og virtist Dagur vera nokkuð vel að sér í textum sveitarinnar.

„Þetta var ótrúlega vel heppnað og gleðin og krafturinn hreinlega draup af hverjum einstaklingi.  Mætingin fór framar öllum vonum og Reykjavíkurdætur sýndu það svo sannarlega að þær eru á meðal fremstu hiphop sveita á landinu," segir María Lilja. 

Smelltu á efstu mynd í frétt til að skoða myndaalbúmið í heild sinni.

Heiða og Hrannar maðurinn hennar ásamt góðum gestum.mynd/birta rán
Halla og vinkona hennar brostu blítt.mynd/birta rán
mynd/birta rán
Heiða og María Lilja voru með framsögu á kvöldinu.mynd/birta rán
Reynslumiklir femínistar létu sig ekki vanta.mynd/birta rán
Dagur kynnir reykjavíkurdætur til leiks.Mynd/birta rán
Reykjavíkurdætur í miðri Fiestu.mynd/birta rán





Fleiri fréttir

Sjá meira


×