135 kílómetra fyrir kílói af fitu Rikka skrifar 22. maí 2014 13:30 Mynd/GettyImages Víða er að finna svokallaðar reiknivélar til að reikna út BMI-ið þitt eða líkamsmassastuðul. Líkamsmassastuðull er mælikvarði á þyngd eða massa miðað við hæð einstaklings. Hann er reiknaður með því að deila massa einstaklings í kílóum með líkamshæðinni í metrum í öðru veldi, það er þyngd(kg)/ hæð(m) 2. Útreikningur á líkamsmassastuðli er áreiðanleg vísbending um heildarfitumagnið í líkamanum. Stuðullinn er fyrir karla og konur á öllum aldri en hefur þó ákveðnar takmarkanir. Hann getur til dæmis ofmetið fitumagnið í íþróttamönnum og öðrum sem hafa mikinn vöðvamassa. Á móti getur hann svo vanmetið fitumagnið í eldra fólki og öðrum sem hafa lítinn vöðvamassa. Útreikningar á þessu tagi eru því alltaf til viðmiðunar því margt annað þarf að taka inn í heildarútreikninginn. Á heimasíðu Matvæla- og næringafræðifélags Íslands má finna sniðuga BMI-stuðuls reiknivél sem reiknar ekki einungis úr líkamsmassastuðulinn heldur einnir grunnkaloríuþörf, hversum mörgum kaloríum þú eyðir með því að skokka 5 kílómetra og hversu marga kílómetra þú þarft að skokka til að eyða 1 kíló af fitu. Á myndinni hér til hliðar má sjá að undirrituð þarf að skokka 135 kílómetra til að brenna 1 kílói af fitu og að 500 ml af bjór þarf heilar 3,5 klukkustundir til að brotna niður í líkamanum. Heilsa Mest lesið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira
Víða er að finna svokallaðar reiknivélar til að reikna út BMI-ið þitt eða líkamsmassastuðul. Líkamsmassastuðull er mælikvarði á þyngd eða massa miðað við hæð einstaklings. Hann er reiknaður með því að deila massa einstaklings í kílóum með líkamshæðinni í metrum í öðru veldi, það er þyngd(kg)/ hæð(m) 2. Útreikningur á líkamsmassastuðli er áreiðanleg vísbending um heildarfitumagnið í líkamanum. Stuðullinn er fyrir karla og konur á öllum aldri en hefur þó ákveðnar takmarkanir. Hann getur til dæmis ofmetið fitumagnið í íþróttamönnum og öðrum sem hafa mikinn vöðvamassa. Á móti getur hann svo vanmetið fitumagnið í eldra fólki og öðrum sem hafa lítinn vöðvamassa. Útreikningar á þessu tagi eru því alltaf til viðmiðunar því margt annað þarf að taka inn í heildarútreikninginn. Á heimasíðu Matvæla- og næringafræðifélags Íslands má finna sniðuga BMI-stuðuls reiknivél sem reiknar ekki einungis úr líkamsmassastuðulinn heldur einnir grunnkaloríuþörf, hversum mörgum kaloríum þú eyðir með því að skokka 5 kílómetra og hversu marga kílómetra þú þarft að skokka til að eyða 1 kíló af fitu. Á myndinni hér til hliðar má sjá að undirrituð þarf að skokka 135 kílómetra til að brenna 1 kílói af fitu og að 500 ml af bjór þarf heilar 3,5 klukkustundir til að brotna niður í líkamanum.
Heilsa Mest lesið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira