135 kílómetra fyrir kílói af fitu Rikka skrifar 22. maí 2014 13:30 Mynd/GettyImages Víða er að finna svokallaðar reiknivélar til að reikna út BMI-ið þitt eða líkamsmassastuðul. Líkamsmassastuðull er mælikvarði á þyngd eða massa miðað við hæð einstaklings. Hann er reiknaður með því að deila massa einstaklings í kílóum með líkamshæðinni í metrum í öðru veldi, það er þyngd(kg)/ hæð(m) 2. Útreikningur á líkamsmassastuðli er áreiðanleg vísbending um heildarfitumagnið í líkamanum. Stuðullinn er fyrir karla og konur á öllum aldri en hefur þó ákveðnar takmarkanir. Hann getur til dæmis ofmetið fitumagnið í íþróttamönnum og öðrum sem hafa mikinn vöðvamassa. Á móti getur hann svo vanmetið fitumagnið í eldra fólki og öðrum sem hafa lítinn vöðvamassa. Útreikningar á þessu tagi eru því alltaf til viðmiðunar því margt annað þarf að taka inn í heildarútreikninginn. Á heimasíðu Matvæla- og næringafræðifélags Íslands má finna sniðuga BMI-stuðuls reiknivél sem reiknar ekki einungis úr líkamsmassastuðulinn heldur einnir grunnkaloríuþörf, hversum mörgum kaloríum þú eyðir með því að skokka 5 kílómetra og hversu marga kílómetra þú þarft að skokka til að eyða 1 kíló af fitu. Á myndinni hér til hliðar má sjá að undirrituð þarf að skokka 135 kílómetra til að brenna 1 kílói af fitu og að 500 ml af bjór þarf heilar 3,5 klukkustundir til að brotna niður í líkamanum. Heilsa Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Sjá meira
Víða er að finna svokallaðar reiknivélar til að reikna út BMI-ið þitt eða líkamsmassastuðul. Líkamsmassastuðull er mælikvarði á þyngd eða massa miðað við hæð einstaklings. Hann er reiknaður með því að deila massa einstaklings í kílóum með líkamshæðinni í metrum í öðru veldi, það er þyngd(kg)/ hæð(m) 2. Útreikningur á líkamsmassastuðli er áreiðanleg vísbending um heildarfitumagnið í líkamanum. Stuðullinn er fyrir karla og konur á öllum aldri en hefur þó ákveðnar takmarkanir. Hann getur til dæmis ofmetið fitumagnið í íþróttamönnum og öðrum sem hafa mikinn vöðvamassa. Á móti getur hann svo vanmetið fitumagnið í eldra fólki og öðrum sem hafa lítinn vöðvamassa. Útreikningar á þessu tagi eru því alltaf til viðmiðunar því margt annað þarf að taka inn í heildarútreikninginn. Á heimasíðu Matvæla- og næringafræðifélags Íslands má finna sniðuga BMI-stuðuls reiknivél sem reiknar ekki einungis úr líkamsmassastuðulinn heldur einnir grunnkaloríuþörf, hversum mörgum kaloríum þú eyðir með því að skokka 5 kílómetra og hversu marga kílómetra þú þarft að skokka til að eyða 1 kíló af fitu. Á myndinni hér til hliðar má sjá að undirrituð þarf að skokka 135 kílómetra til að brenna 1 kílói af fitu og að 500 ml af bjór þarf heilar 3,5 klukkustundir til að brotna niður í líkamanum.
Heilsa Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Sjá meira