Lífið

Samfylkingin bíður ekki eftir Gísla Marteini

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/Pjetur
Ása Richardsdóttir frambjóðandi Samfylkingarinnar í Kópavogi ætlar ekki að bíða eftir Gísla Marteini til að gera Kópavog betri. Í myndbandi sem birt var nýverið sést hún sitja við bæjarmörkin áður en hún gefst upp á biðinni.

Gísli Marteinn hélt erindi á vegum Landsbankans í lok mars undir yfirskriftinni: Er hætta á að Reykjavík verði túristagildra?

„Ég bið til guðs að einhver túristi lendi ekki í því að vera á einhverju glötuðu hóteli í Kópavogi, fyrirgefið þið. Vegna þess að hann verður bara brenndur af því. Það er ekki gaman þar,“ sagði Gísli í erindi sínu.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.