Lífið

Fjölmenni á kvennakvöldi í Reykjanesbæ

Ellý Ármanns skrifar
Gleðin var allsráðandi á kvennakvöldi XD kvenna í Reykjanesbæ síðastliðinn föstudag. Söngkonan vinsæla Védís Hervör söng nokkur lög við undirleik eiginmanns síns, Þórhalls Bergmann.

Ungir upprennandi tónlistarmenn héldu uppi góðri stemningu á þessum skemmtilega viðburði. Þá kom söngkonan Ísold Vilberg fram, en hún er dóttir listakonunnar Línu Rutar Vilberg, sem var einnig á staðnum. Kristín Jóna Hilmarsdóttir, snyrtifræðingur, var veislustjóri kvöldsins. Og kynnti hún jafnframt Blue Lagoon snyrtivörur.

Hildur á Salon Veh kynnti skemmtilega nýjung, lit sem hægt er að bera í hárið á milli þess sem farið er í lit á stofu. Jenný Rúnarsdóttir á Kef Restaurant sá um veitingar sem voru litríkar og fallegar í anda kvöldsins.

Smelltu á efstu mynd í frétt til að skoða albúmið í heild sinni.

Guðrún Þorsteinsdóttir og Védís Hervör Árnadóttir.
Unnur Brá Konráðsdóttir og Ragnheiður Elín Árnadóttir.
Magnea Guðmundsdóttir.
Jón Böðvarsson, Ísold Vilberg og Ástþór Sindri Baldursson.
Erla Svava Sigurðardóttir, Una Sigurðardóttir og Svala Dís Sigurðardóttir.
Kristín Jóna Hilmarsdóttir, Sigríður Gígja Guðjónsdóttir og Ragnheiður Elín Árnadóttir.
Ólöf Birna Jónsdóttir, Jónína Steinunn Helgadóttir, Helga Rún Jónsdóttir og Emma Hanna Einarsdóttir.
Hildur Gunnarsdóttir, Eva Björg Gunnarsdóttir og Bryndís Elva Gunnarsdóttir.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.