Íslenski boltinn

Einar Orri fékk þriggja leikja bann

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Einar Orri baðst síðar afsökunar.
Einar Orri baðst síðar afsökunar. Vísir/Daníel
Einar Orri Einarsson, leikmaður Keflavíkur, var úrskurðaður í þriggja leikja bann af aga- og úrskurðarnefnd KSÍ í dag fyrir framkomu sína í leik liðsins gegn FH síðastliðinn fimmtudag.

Einar Orri brást illur við þegar hann fékk annað gult spjald, og þar með rautt, fyrir að taka í Böðvar Böðvarsson, leikmann FH. Hann öskraði þá á fjórða dómara leiksins og hrækti í átt að varamannaskýli FH.

Einar missir af bikarleik Keflavíkur gegn Augnabliki annað kvöld og svo tveimur næstu deildarleikjum liðsins gegn Fjölni og Fram.

Pétur Viðarsson, FH, Gunnar Örn Jónsson, Fylki og IanJeffs, ÍBV, fengu allir eins leiks bann fyrir rauðu spjöldin sem þeim voru sýnd í síðustu umferð og taka þeir út leikbann í bikarnum í þessari viku.

Þá voru Fylkismenn sektaðir um samtals 18.000 krónur vegna refsistiga og brottvísun starfsmanns en Valur Ingi Johansen, liðsstjóri Fylkis, var rekinn út af gegn Þór í síðustu umferð Pepsi-deildarinnar líkt og HermannHreiðarsson sem einnig fékk eins leiks bann.


Tengdar fréttir

Einar þarf að hugsa sinn gang

Kristján Guðmundsson, þjálfari Keflavíkur, telur engan vafa á því að FH-ingurinn Hólmar Örn Rúnarsson átti að fá rautt spjald í leik liðanna í kvöld.

Einar Orri biðst afsökunar

Keflvíkingurinn Einar Orri Einarsson sendi nú síðdegis frá sér yfirlýsingu vegna hegðunar sinnar í leik Keflavíkur og FH í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×