Tónlist

Chris Martin syngur með Kings of Leon

Eftir að hljómsveitin Coldplay hafði lokið við tónleika sína á aðalsviðinu á tónleikum BBC, í Glasgow á dögunum, ákvað söngvari sveitarinnar, Chris Martin að aðstoða vini sína. Hann steig þá á svið með hljómsveitinni Kings of Leon og flutti lagið Because of the Times með rokkurunum við góðar undirtektir áheyrenda.

„Ég vill bjóða næst frægasta söngvarann hér í dag, upp á svið og syngja með okkur,“ sagði Caleb Followill, söngvari Kings of Leon þegar hann kynnti Martin á svið.

Þegar að laginu lýkur og Martin fer af sviðinu, bætti Followill þó við að loksins hefði sveitin haft einhvern frægan innanborðs í hljómsveitinni.

Kings of Leon eru nú á tónleikaferðalagi um Evrópu og halda svo í tónleikaferð um Bandaríkin undir lok júlímánaðar, en þeir eru að kynna sína nýjustu plötu Mechanical Bull.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.