Hamilton kom fyrstur í mark á Spáni Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 11. maí 2014 13:47 Hamilton náði að verjast Rosberg í dag. Vísir/Getty Eftir spennandi keppni hafði Lewis Hamilton betur gegn liðsfélaga sínum hjá Mercedes, Nico Rosberg sem reyndi hvað hann gat en allt kom fyrir ekki. Daniel Ricciardo á Red Bull varð þriðji. Eftir seinni þjónustuhlé Mercedes manna hóf Rosberg árás á Hamilton. Síðustu tíu hringir keppninnar voru virkilega spennandi. Enda hugsanlegt að heimsmeistarakeppni ökumanna ráðist á innanbúðar baráttu Mercedes manna. Heimsmeistarinn Sebastian Vettel fór hamförum eftir að hafa ræst í 15. sæti sökum 5 sæta refsingar. Það þurfti af skipta um gírkassa eftir tímatökuna. Vettel sýndi hvers hann er megnugur og endaði í 4. sæti. Ferrari ökumennirnir börðust sín á milli alla keppnina, Fernando Alonso hafði að lokum betur gegn Kimi Raikkonen. Alonso var á ferskari dekkjum og nýtti sér gripmuninn til að taka fram úr Raikkonen.Hamilton fagnaði í lok keppninnar en viðurkenndi að Rosberg hefði verið betri í dag.Vísir/Getty„Nico var fljótari í dag, ég átti erfitt með að finna jafnvægið. Nico var yfir allt fljótari þessa helgi en sem betur fer náði ég að halda honum fyrir aftan mig,“ sagði Hamilton eftir keppnina. „Ég þurfti einn hring í viðbót til að ná honum, þá hefði ég virkilega látið á það reyna,“ sagði Rosberg á verðlaunapallinum. „Þeir (Mercedes) eru langt á undan og viðburðalítil keppni var alltaf það sem við vildum þar sem ég byrjaði í þriðja sæti og vildi halda því. Ég veit ég fæ að halda því í þetta skipti,“ sagði Ricciardo eftir að hafa tryggt sér sitt fyrsta verðlaunasæti í Formúlu 1, sem hann fær að halda. Hann endaði líka í þriðja sæti í Ástralíu en var dæmdur úr keppni þar. „Liðið gerði eins og það gat, við enduðum í þriðja og fjórða sæti. Við komum aftur í næstu keppni og reynum aftur að ná Mercedes,“ sagði Vettel eftir keppnina. Maldonado hefur fengið enn einn punktinn á leyfið sitt. Hann er nú kominn með 4 punkta í fimm keppnum. Tólf punktar myndu gera það að verkum að hann yrði í banni í eina keppni.Grosjean náði í fyrstu stig Lotus liðsins á tímabilinu í dag.Vísir/GettyEftir keppnina er Hamilton orðinn efstur í heimsmeistarakeppni ökumanna. Hamilton er með 100 stig, Rosberg er annar með 97 stig og Alonso er þriðji með 49 stig.Romain Grosjean náði í fyrstu stig Lotus á tímabilinu. 1.Lewis Hamilton - Mercedes - 25 stig 2.Nico Rosberg - Mercedes - 18 stig 3.Daniel Ricciardo - Red Bull - 15 stig 4.Sebastian Vettel - Red Bull - 12 stig 5.Valtteri Bottas - Williams - 10 stig 6.Fernando Alonso - Ferrari - 8 stig 7.Kimi Raikkonen - Ferrari - 6 stig 8.Romain Grosjean - Lotus - 4 stig 9.Sergio Perez - Force India - 2 stig 10.Nico Hulkenberg - Foce India - 1 stig 11.Jenson Button - McLaren 12.Kevin Magnussen - McLaren 13.Felipe Massa - Williams 14.Daniil Kvyat - Toro Rosso 15.Pastor Maldonado - Lotus 16.Esteban Gutierrez - Sauber 17.Adrian Sutil - Sauber 18.Jules Binachi - Marussia 19.Max Chilton - Marussia 20.Marcus Ericsson - Caterham Kamui Kobayashi - Caterham - hætti vegna bremsubilunar Jean-Eric Vergne - Toro Rosso - hætti vegna pústkerfisbilunar Næsta keppni tímabilsins er hinn rómaði Mónakó kappakstur sem fer fram 25. maí. Formúla Tengdar fréttir Hamilton nánast fullkominn Lewis Hamilton ber höfuð og herðar yfir keppinauta sína í Formúlu 1 það sem af er tímabili en hann er búinn að vinna þrjár síðustu keppnir eftir að klára ekki þá fyrstu. 6. maí 2014 17:45 Hamilton vill forðast fleiri einvígi við Rosberg Lewis Hamilton segir að hann geri allt í sínu valdi til að tryggja að einvígi á milli hans og Nico Rosberg, liðsfélaga hans endurtaki sig ekki. Mikil spenna myndaðist á milli þeirra í Bahrain en þar hafði Hamilton betur eftir talsverðar hrókeringar. 4. maí 2014 22:30 Hamilton fljótastur á föstudagsæfingum Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur á báðum æfingum dagsins fyrir Spánarkappaksturinn í formúlu eitt. 9. maí 2014 20:30 Lewis Hamilton á ráspól á Spáni Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur í tímatökunni fyrir spænska kappaksturinn fór fram á Barcelona brautinni í dag. Nico Rosberg varð annar og Daniel Ricciardo á Red Bull varð þriðji. 10. maí 2014 12:33 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Í beinni: Man. City - Tottenham | City tapað fjórum leikjum í röð Enski boltinn Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Fleiri fréttir Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Eftir spennandi keppni hafði Lewis Hamilton betur gegn liðsfélaga sínum hjá Mercedes, Nico Rosberg sem reyndi hvað hann gat en allt kom fyrir ekki. Daniel Ricciardo á Red Bull varð þriðji. Eftir seinni þjónustuhlé Mercedes manna hóf Rosberg árás á Hamilton. Síðustu tíu hringir keppninnar voru virkilega spennandi. Enda hugsanlegt að heimsmeistarakeppni ökumanna ráðist á innanbúðar baráttu Mercedes manna. Heimsmeistarinn Sebastian Vettel fór hamförum eftir að hafa ræst í 15. sæti sökum 5 sæta refsingar. Það þurfti af skipta um gírkassa eftir tímatökuna. Vettel sýndi hvers hann er megnugur og endaði í 4. sæti. Ferrari ökumennirnir börðust sín á milli alla keppnina, Fernando Alonso hafði að lokum betur gegn Kimi Raikkonen. Alonso var á ferskari dekkjum og nýtti sér gripmuninn til að taka fram úr Raikkonen.Hamilton fagnaði í lok keppninnar en viðurkenndi að Rosberg hefði verið betri í dag.Vísir/Getty„Nico var fljótari í dag, ég átti erfitt með að finna jafnvægið. Nico var yfir allt fljótari þessa helgi en sem betur fer náði ég að halda honum fyrir aftan mig,“ sagði Hamilton eftir keppnina. „Ég þurfti einn hring í viðbót til að ná honum, þá hefði ég virkilega látið á það reyna,“ sagði Rosberg á verðlaunapallinum. „Þeir (Mercedes) eru langt á undan og viðburðalítil keppni var alltaf það sem við vildum þar sem ég byrjaði í þriðja sæti og vildi halda því. Ég veit ég fæ að halda því í þetta skipti,“ sagði Ricciardo eftir að hafa tryggt sér sitt fyrsta verðlaunasæti í Formúlu 1, sem hann fær að halda. Hann endaði líka í þriðja sæti í Ástralíu en var dæmdur úr keppni þar. „Liðið gerði eins og það gat, við enduðum í þriðja og fjórða sæti. Við komum aftur í næstu keppni og reynum aftur að ná Mercedes,“ sagði Vettel eftir keppnina. Maldonado hefur fengið enn einn punktinn á leyfið sitt. Hann er nú kominn með 4 punkta í fimm keppnum. Tólf punktar myndu gera það að verkum að hann yrði í banni í eina keppni.Grosjean náði í fyrstu stig Lotus liðsins á tímabilinu í dag.Vísir/GettyEftir keppnina er Hamilton orðinn efstur í heimsmeistarakeppni ökumanna. Hamilton er með 100 stig, Rosberg er annar með 97 stig og Alonso er þriðji með 49 stig.Romain Grosjean náði í fyrstu stig Lotus á tímabilinu. 1.Lewis Hamilton - Mercedes - 25 stig 2.Nico Rosberg - Mercedes - 18 stig 3.Daniel Ricciardo - Red Bull - 15 stig 4.Sebastian Vettel - Red Bull - 12 stig 5.Valtteri Bottas - Williams - 10 stig 6.Fernando Alonso - Ferrari - 8 stig 7.Kimi Raikkonen - Ferrari - 6 stig 8.Romain Grosjean - Lotus - 4 stig 9.Sergio Perez - Force India - 2 stig 10.Nico Hulkenberg - Foce India - 1 stig 11.Jenson Button - McLaren 12.Kevin Magnussen - McLaren 13.Felipe Massa - Williams 14.Daniil Kvyat - Toro Rosso 15.Pastor Maldonado - Lotus 16.Esteban Gutierrez - Sauber 17.Adrian Sutil - Sauber 18.Jules Binachi - Marussia 19.Max Chilton - Marussia 20.Marcus Ericsson - Caterham Kamui Kobayashi - Caterham - hætti vegna bremsubilunar Jean-Eric Vergne - Toro Rosso - hætti vegna pústkerfisbilunar Næsta keppni tímabilsins er hinn rómaði Mónakó kappakstur sem fer fram 25. maí.
Formúla Tengdar fréttir Hamilton nánast fullkominn Lewis Hamilton ber höfuð og herðar yfir keppinauta sína í Formúlu 1 það sem af er tímabili en hann er búinn að vinna þrjár síðustu keppnir eftir að klára ekki þá fyrstu. 6. maí 2014 17:45 Hamilton vill forðast fleiri einvígi við Rosberg Lewis Hamilton segir að hann geri allt í sínu valdi til að tryggja að einvígi á milli hans og Nico Rosberg, liðsfélaga hans endurtaki sig ekki. Mikil spenna myndaðist á milli þeirra í Bahrain en þar hafði Hamilton betur eftir talsverðar hrókeringar. 4. maí 2014 22:30 Hamilton fljótastur á föstudagsæfingum Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur á báðum æfingum dagsins fyrir Spánarkappaksturinn í formúlu eitt. 9. maí 2014 20:30 Lewis Hamilton á ráspól á Spáni Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur í tímatökunni fyrir spænska kappaksturinn fór fram á Barcelona brautinni í dag. Nico Rosberg varð annar og Daniel Ricciardo á Red Bull varð þriðji. 10. maí 2014 12:33 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Í beinni: Man. City - Tottenham | City tapað fjórum leikjum í röð Enski boltinn Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Fleiri fréttir Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Hamilton nánast fullkominn Lewis Hamilton ber höfuð og herðar yfir keppinauta sína í Formúlu 1 það sem af er tímabili en hann er búinn að vinna þrjár síðustu keppnir eftir að klára ekki þá fyrstu. 6. maí 2014 17:45
Hamilton vill forðast fleiri einvígi við Rosberg Lewis Hamilton segir að hann geri allt í sínu valdi til að tryggja að einvígi á milli hans og Nico Rosberg, liðsfélaga hans endurtaki sig ekki. Mikil spenna myndaðist á milli þeirra í Bahrain en þar hafði Hamilton betur eftir talsverðar hrókeringar. 4. maí 2014 22:30
Hamilton fljótastur á föstudagsæfingum Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur á báðum æfingum dagsins fyrir Spánarkappaksturinn í formúlu eitt. 9. maí 2014 20:30
Lewis Hamilton á ráspól á Spáni Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur í tímatökunni fyrir spænska kappaksturinn fór fram á Barcelona brautinni í dag. Nico Rosberg varð annar og Daniel Ricciardo á Red Bull varð þriðji. 10. maí 2014 12:33