Heilsa

Kanntu að hjóla á gangstígum?

Rikka skrifar
Hjólað í Reykjavík.
Hjólað í Reykjavík. Vísir/Vilhelm
Hjólreiðar hafa sjaldan verið eins vinsælar á Íslandi eins og þessa dagana. Þeim fjölgar hratt sem flækjast um borgina á hjólafákum sínum og oft á töluvert miklum hraða.  

Göngu- og hjólastígar eru þéttsetnir og slysagildrur geta verið við hvert fótmál ef ekki er farið varlega. Samgöngustofa hefur nýverið sent frá sér stutt myndband sem vert er að skoða áður en haldið er af stað, en þar er fjallað um akstur hjólreiðamanna á göngustígum borgarinnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.