Textaskilaboð í akstri varða fangelsun á Írlandi Finnur Thorlacius skrifar 14. maí 2014 10:07 Stórhættulegur leikur við akstur. Um næstu mánaðarmót verða tekin í gildi ný lög í Írlandi er varða refsingu við ritun eða lestur textaskilaboða á meðan akstri stendur. Lögin eru með þeim ströngustu sem um getur í heiminum því álíka viðurlög eru við slíkum brotum þar og ölvunarakstri. Lægsta sekt sem ökumaður getur hlotið fyrir að senda eða taka á móti textaskilaboðum er 1.000 Evrur, eða 156.000 krónur. Næsta slíka brot varðar 2.000 Evra sekt og sú þriðja varðar fangelsun. Í fyrri lögum voru engin refiákvæði við þessari háttsemi ökumanna, nema þau að ökumenn fengu 2 refsipunkta í ökuferilsskrá sína. Ökumenn á Írlandi sem fá alls 12 refsistig eru sviptir ökuréttindum í hálft ár. Engu breytir í nýju lögunum hvort ökumenn halda á símum sínum eða þeir eru í þar til gerðum standi, öll textaskilaboð í akstri eru bönnuð. Eingöngu er leyft að senda slík skilaboð ef þau fara fram með rödd ökumanns gegnum síma sem tengd er hljóðkerfi bílsins. Kannanir hafa sýnt að á Írlandi eru textaskilaboð við akstur einna algengust í Evrópu. Ökumenn vita af alvarleika brota sinna, hversu hættuleg þau eru og að þeim verður að linna. Því eru ekki uppi mikil mótmæli við lagasetningunni. Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent
Um næstu mánaðarmót verða tekin í gildi ný lög í Írlandi er varða refsingu við ritun eða lestur textaskilaboða á meðan akstri stendur. Lögin eru með þeim ströngustu sem um getur í heiminum því álíka viðurlög eru við slíkum brotum þar og ölvunarakstri. Lægsta sekt sem ökumaður getur hlotið fyrir að senda eða taka á móti textaskilaboðum er 1.000 Evrur, eða 156.000 krónur. Næsta slíka brot varðar 2.000 Evra sekt og sú þriðja varðar fangelsun. Í fyrri lögum voru engin refiákvæði við þessari háttsemi ökumanna, nema þau að ökumenn fengu 2 refsipunkta í ökuferilsskrá sína. Ökumenn á Írlandi sem fá alls 12 refsistig eru sviptir ökuréttindum í hálft ár. Engu breytir í nýju lögunum hvort ökumenn halda á símum sínum eða þeir eru í þar til gerðum standi, öll textaskilaboð í akstri eru bönnuð. Eingöngu er leyft að senda slík skilaboð ef þau fara fram með rödd ökumanns gegnum síma sem tengd er hljóðkerfi bílsins. Kannanir hafa sýnt að á Írlandi eru textaskilaboð við akstur einna algengust í Evrópu. Ökumenn vita af alvarleika brota sinna, hversu hættuleg þau eru og að þeim verður að linna. Því eru ekki uppi mikil mótmæli við lagasetningunni.
Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent