Snípurinn Sigga Dögg kynfræðingur skrifar 19. maí 2014 11:00 Örvun snípsins er lykilinn að fullnægingu fyrir flestar konur. Mynd/Getty Það er skylda mín að fræða alls íslendinga, nær og fjær, um kynferðislegan unað. Þar sem maí er mánuður sjálfsfróunar, þá er um að gera að spjalla smá um snípinn. Alltof margir vita ekki hvar hann er eða hvað hann gerir svo lestu nú og breiddu út boðskapinn og fagnaðarerindið.Snípurinn er talinn vera með taugar/rætur sem liggja inni í leggöngin, meðfram börmunum og niður að endaþarmsopinu. Því er aðeins hluti af honum sýnilegur.Snípurinn er alltaf efst á píkunni. Hann fer aldrei á flakk eða leynist inni á rassinum.Einstaklingsbundið útlit er á snípnum og hann getur verið misstór Svokölluð hetta ver snípinn og þegar hann er örvaður draga sumir hettuna frá en aðrir nudda snípinn með hettuna yfir honum.Flestir taugaendanna liggja í snípnum og er hann því talinn næmasti staður líkamansSnípurinn stækkar við kynferðislega örvun og í rauninni fær „bóner”Snípurinn smyr sig ekki sjálfur svo hann þarf að smyrja áður en er nuddaður eða strokinn, með bleytu úr píkunni eða sleipiefniSnípurinn er sérhannaður fyrir kynferðislega ánægju og hefur engan annan tilgangFósturfræðilega er snípurinn búin til úr sama vef og kóngurinn á typpiFjöldi erlendra rannsókna sýna að flestar konur fá kynferðislega fullnægingu með örvun á snípnum.Snípinn er því gott að örva í forleik, á meðan á samförum stendur og jafnvel eftir að þeim er lokið (ef viðkomandi er ekki þegar búin að fá nóg) og mundu eftir að smyrja hann áður en þú nuddar eða strýkurFreud taldi snípinn gefa barnalega fullnægingu en fullorðnar konur ættu að fá fullnægingu með örvun legganga. Þetta er ekki svo. Þeir sem aðgreina á milli leggangafullnæginga og snípsfullnæginga gætu verið að örva snípinn óbeint því rætur hans liggja inn eftir leggöngum. Það þarf ekkert að aðgreina á milli fullnæginga, hún er bara góð, sama hvaðan hún kemur.Við kynfæragötun er snípshettan götuð og lokkur settur í hana en ekki snípurinn sjálfur. Sumum finnst þetta auka á kynferðislegan unað.Notkun á sterum getur stækkað snípinn. Finnst þér þetta ekki stórmerkilegt? Heilsa Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira
Það er skylda mín að fræða alls íslendinga, nær og fjær, um kynferðislegan unað. Þar sem maí er mánuður sjálfsfróunar, þá er um að gera að spjalla smá um snípinn. Alltof margir vita ekki hvar hann er eða hvað hann gerir svo lestu nú og breiddu út boðskapinn og fagnaðarerindið.Snípurinn er talinn vera með taugar/rætur sem liggja inni í leggöngin, meðfram börmunum og niður að endaþarmsopinu. Því er aðeins hluti af honum sýnilegur.Snípurinn er alltaf efst á píkunni. Hann fer aldrei á flakk eða leynist inni á rassinum.Einstaklingsbundið útlit er á snípnum og hann getur verið misstór Svokölluð hetta ver snípinn og þegar hann er örvaður draga sumir hettuna frá en aðrir nudda snípinn með hettuna yfir honum.Flestir taugaendanna liggja í snípnum og er hann því talinn næmasti staður líkamansSnípurinn stækkar við kynferðislega örvun og í rauninni fær „bóner”Snípurinn smyr sig ekki sjálfur svo hann þarf að smyrja áður en er nuddaður eða strokinn, með bleytu úr píkunni eða sleipiefniSnípurinn er sérhannaður fyrir kynferðislega ánægju og hefur engan annan tilgangFósturfræðilega er snípurinn búin til úr sama vef og kóngurinn á typpiFjöldi erlendra rannsókna sýna að flestar konur fá kynferðislega fullnægingu með örvun á snípnum.Snípinn er því gott að örva í forleik, á meðan á samförum stendur og jafnvel eftir að þeim er lokið (ef viðkomandi er ekki þegar búin að fá nóg) og mundu eftir að smyrja hann áður en þú nuddar eða strýkurFreud taldi snípinn gefa barnalega fullnægingu en fullorðnar konur ættu að fá fullnægingu með örvun legganga. Þetta er ekki svo. Þeir sem aðgreina á milli leggangafullnæginga og snípsfullnæginga gætu verið að örva snípinn óbeint því rætur hans liggja inn eftir leggöngum. Það þarf ekkert að aðgreina á milli fullnæginga, hún er bara góð, sama hvaðan hún kemur.Við kynfæragötun er snípshettan götuð og lokkur settur í hana en ekki snípurinn sjálfur. Sumum finnst þetta auka á kynferðislegan unað.Notkun á sterum getur stækkað snípinn. Finnst þér þetta ekki stórmerkilegt?
Heilsa Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira