Íslenski boltinn

Fanndís komin aftur heim í Breiðablik

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Fanndís er margreynd landsliðskona.
Fanndís er margreynd landsliðskona. Mynd/Vísir
Fanndís Friðriksdóttir, landsliðskona í fótbolta, er kominn heim úr atvinnumennsku en hún hefur fengið félagaskipti í Breiðablik.

Fanndís hefur leikið í eitt og hálft ár í Noregi, fyrst með Kolbotn tímabilið 2013 en svo færði hún sig til Arna-Björnar. Hún skoraði eitt mark í fyrstu fjórum umferðum deildarinnar áður en hún ákvað að koma aftur heim.

Breiðablik vann Íslandsmeistara Stjörnunnar, 1-0, í fyrstu umferð deildarinnar á þriðjudagskvöldið en Blikar urðu einnig meistarar meistaranna eftir sigur á Stjörnunni.

Þetta er gríðarlegur liðsstyrkur fyrir Blikaliðið sem ætlar sér Íslandsmeistaratitilinn í sumar en Fanndís á að baki 107 leiik fyrir liðið og skorað í þeim 57 mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×