NBA í nótt | Lillard skaut Portland áfram Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. maí 2014 10:50 Robin Lopez fagnar Damian Lillard eftir sigurkörfu þess síðarnefnda gegn Houston í nótt. Vísir/Getty Þrír leikir fóru fram í úrslitakeppni NBA deildarinnar í nótt. Damian Lillard var hetja Portland Trail Blazers þegar hann tryggði liðinu eins stigs sigur, 99-98, á Houston Rockets og um leið sigur í einvíginu, 4-2, með ótrúlegri þriggja stiga flautukörfu. "Þetta var stærsta skot sem ég hef tekið á ferlinum - hingað til," sagði hetjan Lillard eftir leikinn í nótt, en hann skoraði alls 25 stig í leiknum. LaMarcus Aldridge var hins vegar stigahæstur í liði Portland með 30 stig og 13 fráköst. James Harden skoraði mest fyrir Houston, eða 34 stig, en Dwight Howard kom næstur með 26 stig og 11 fráköst. Dallas Mavericks tryggði sér oddaleik í einvíginu gegn San Antonio Spurs með tveggja stiga sigri, 113-111, á útivelli. Monta Ellis átti afbragðs leik fyrir Dallas, en hann skoraði 29 stig, þar af tólf í fjórða leikhluta. Dirk Nowitzki kom næstur með 22 stig, en miklu munaði um framlag varamanna Dallas sem skoruðu alls 37 stig í leiknum. Tony Parker var atkvæðamestur í liði San Antonio með 22 stig og sex stoðsendingar. Oddaleikurinn fer fram á sunnudaginn, en sigurvegarinn úr honum mætir Portland í undanúrslitum Vesturdeildarinnar. Þá knúðu liðsmenn Brooklyn Nets fram oddaleik gegn Toronto Raptors eftir 97-83 sigur á heimavelli. Brooklyn tók leikinn strax í sínar hendur - staðan eftir fyrsta leikhluta var 34-19, Brooklyn í vil - og sigurinn var aldrei í hættu.Deron Williams, sem hefur legið undir gagnrýni fyrir frammistöðu sína í einvíginu, skoraði 23 stig fyrir Brooklyn, en næstur kom Joe Johnson með 17. DeMar DeRozan var stigahæstur Kanada-liðsins með 28 stig, en aðeins tveir leikmenn liðsins skoruðu yfir tíu stig í leiknum. Liðin mætast í oddaleik í Toronto á sunnudaginn, en sigurvegarinn úr einvíginu mætir meisturum Miami Heat í undanúrslitum.Úrslitin í nótt (og staðan í einvíginu): Portland Trail Blazers 99-98 Houston Rockets (4-2 fyrir Portland) Dallas Mavericks 113-111 San Antonio Spurs (3-3) Brooklyn Nets 97-83 Toronto Raptors (3-3) NBA Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Fékk egg í andlitið á blaðamannafundi: „Skítuga eggjakakan þín“ Sport Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Formúla 1 Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Körfubolti Fleiri fréttir Þjálfarinn skammaði Edwards eftir sextándu tæknivilluna í vetur „Staðan er erfið og flókin“ Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi GAZ-leikur kvöldsins: „Leiðinlegt ef þeir halda að þeir séu komnir með þetta“ Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Sjá meira
Þrír leikir fóru fram í úrslitakeppni NBA deildarinnar í nótt. Damian Lillard var hetja Portland Trail Blazers þegar hann tryggði liðinu eins stigs sigur, 99-98, á Houston Rockets og um leið sigur í einvíginu, 4-2, með ótrúlegri þriggja stiga flautukörfu. "Þetta var stærsta skot sem ég hef tekið á ferlinum - hingað til," sagði hetjan Lillard eftir leikinn í nótt, en hann skoraði alls 25 stig í leiknum. LaMarcus Aldridge var hins vegar stigahæstur í liði Portland með 30 stig og 13 fráköst. James Harden skoraði mest fyrir Houston, eða 34 stig, en Dwight Howard kom næstur með 26 stig og 11 fráköst. Dallas Mavericks tryggði sér oddaleik í einvíginu gegn San Antonio Spurs með tveggja stiga sigri, 113-111, á útivelli. Monta Ellis átti afbragðs leik fyrir Dallas, en hann skoraði 29 stig, þar af tólf í fjórða leikhluta. Dirk Nowitzki kom næstur með 22 stig, en miklu munaði um framlag varamanna Dallas sem skoruðu alls 37 stig í leiknum. Tony Parker var atkvæðamestur í liði San Antonio með 22 stig og sex stoðsendingar. Oddaleikurinn fer fram á sunnudaginn, en sigurvegarinn úr honum mætir Portland í undanúrslitum Vesturdeildarinnar. Þá knúðu liðsmenn Brooklyn Nets fram oddaleik gegn Toronto Raptors eftir 97-83 sigur á heimavelli. Brooklyn tók leikinn strax í sínar hendur - staðan eftir fyrsta leikhluta var 34-19, Brooklyn í vil - og sigurinn var aldrei í hættu.Deron Williams, sem hefur legið undir gagnrýni fyrir frammistöðu sína í einvíginu, skoraði 23 stig fyrir Brooklyn, en næstur kom Joe Johnson með 17. DeMar DeRozan var stigahæstur Kanada-liðsins með 28 stig, en aðeins tveir leikmenn liðsins skoruðu yfir tíu stig í leiknum. Liðin mætast í oddaleik í Toronto á sunnudaginn, en sigurvegarinn úr einvíginu mætir meisturum Miami Heat í undanúrslitum.Úrslitin í nótt (og staðan í einvíginu): Portland Trail Blazers 99-98 Houston Rockets (4-2 fyrir Portland) Dallas Mavericks 113-111 San Antonio Spurs (3-3) Brooklyn Nets 97-83 Toronto Raptors (3-3)
NBA Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Fékk egg í andlitið á blaðamannafundi: „Skítuga eggjakakan þín“ Sport Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Formúla 1 Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Körfubolti Fleiri fréttir Þjálfarinn skammaði Edwards eftir sextándu tæknivilluna í vetur „Staðan er erfið og flókin“ Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi GAZ-leikur kvöldsins: „Leiðinlegt ef þeir halda að þeir séu komnir með þetta“ Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Sjá meira