Lífið

„Ég trúi vini mínum“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Vísir/Getty

Leikkonan Diane Keaton er ekki reið yfir því að Dylan Farrow, dóttir leikstjórans Woody Allen, hafi minnst á sig í opnu bréfi sem hún birti á bloggvef New York Times fyrr á árinu. Í bréfinu sagðist Dylan hafa verið misnotuð kynferðislega í æsku af leikstjóranum.



„Þú þekktir mig þegar ég var lítil stúlka, Diane Keaton. Hefurðu gleymt mér?“ skrifaði Dylan meðal annars.



„Hvað eiga þau að gera? Hverja fleiri ætla þau að draga inn í þetta? Þau þurfa að draga einhvern inn í þetta. Mér sárnaði ekki, ekki í eina sekúndu,“ segir Diane í viðtali við blaðið Guardian í Bretlandi.



„Ég hef ekkert að segja um þetta. Nema: Ég trúi vini mínum.“

Woody með fyrrverandi konu sinni Miu Farrow og börnum þeirra Satchel og Dylan.Vísir/Getty

Woody Allen svaraði bréfi dóttur sinnar stuttu eftir að hún fékk það birt í New York Times.



„Að vera kennt að hata föður sinn og að hún hafi verið látin trúa því að hann hafi misnotað hana hefur nú þegar tekið sálfræðilegan toll á þessa yndislegu, ungu stúlku. Nú eru liðin 21 ár og Dylan kemur fram með ásakanir sem sérfræðingar í Yale rannsökuðu og komust að þeirri niðurstöðu að þær væru rangar. Nú er búið að bæta við nokkrum atriðum sem virðast hafa orðið til fyrir töfra á meðan við höfum ekki talast við í þetta 21 ár,“ skrifaði hann meðal annars.


Tengdar fréttir

Opið bréf Dylan Farrow vekur heimsathygli

Virðingin sem Woody Allen nýtur í kvikmyndaiðnaðinum er lýsandi dæmi þess að samfélagið bregst ítrekað fórnarlömbum kynferðisofbeldis. Þetta er meðal þess sem kemur fram í opnu bréfi Dylan Farrow, dóttur Allens, sem birtist í The New York Times í gærkvöldi, en þar lýsir hún misnotkun af hálfu föður síns.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×