Toyota USA frá Kaliforníu til Texas Finnur Thorlacius skrifar 7. maí 2014 00:01 Höfuðstöðvar Toyota í Kaliforníu. Toyota hefur tekið ákvörðun um að flytja höfuðstöðvar sínar í Bandaríkjunum frá Kaliforníu til Plano í Texas. Höfuðstöðvar Toyota í Bandaríkjunum hafa verið í 57 ár í Kaliforníu. Toyota er ekki fyrsti japanski bílaframleiðandinn til að flytja höfuðstöðvar sínar þar frá Kaliforníu, en Nissan gerði það einmitt fyrir 8 árum. Einnig hefur Honda flutt hluta af starfsemi sinni frá Kaliforníu til Ohio. Þá flutti Ford árið 2001 frá Kaliforníu þá deild sína er hafði með Volvo, Jaguar, Land Rover og Aston Martin merkin að gera er þau voru í eigu Ford. Því má segja að mikill flótti bílafyrirtækja hafi verið frá Kaliforníu á undanförnum árum. Skondið er að ryfja það upp að þegar Nissan fór með höfuðstöðvar síanr frá Kaliforníu fyrir átta árum létu Toyota-menn hafa eftir sér að það myndu þeir aldrei gera. Ekki fór það þó þannig.Flótti frá Kaliforníu Það er orðið mjög dýrt að reka fyrirtæki í Kaliforníu og einnig er mjög dýrt fyrir starfsfólk að lifa þar. Er Kalifornía nú, ásamt New York og New Jersey, eitt þriggja svæða Bandaríkjanna sem dýrust eru þegar kemur að kostnaði við að reka heimili. Er sá kostnaður 39% hærri en á nýja staðnum í Plano. Þá eru fyrirtækjaskattar háir í Kaliforníu og á það vafalaust stóran þátt í ákvörðun Toyota. Einn þáttur enn spilar vafalaust inní ákvörðun Toyota, en Plano í Texas er einn öruggasti staður í Bandaríkjunum þegar kemur að glæpum og talinn einn besti staður þarlendis varðandi lífsgæði almennt. Með þessari ákvörðun er víst að margir starfsmenn Toyota þurfa að flytjast búferlum, en þó er talið víst að Toyota muni nota þetta tækifæri til að stokka aðeins upp hjá sér í starfsmannamálum. Eftir þeim er haft að breyting verði á markaðsmálum þess sem sumir af núverandi starfsmönnum þess séu ekki endilega heppilegir til að leiða. Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent
Toyota hefur tekið ákvörðun um að flytja höfuðstöðvar sínar í Bandaríkjunum frá Kaliforníu til Plano í Texas. Höfuðstöðvar Toyota í Bandaríkjunum hafa verið í 57 ár í Kaliforníu. Toyota er ekki fyrsti japanski bílaframleiðandinn til að flytja höfuðstöðvar sínar þar frá Kaliforníu, en Nissan gerði það einmitt fyrir 8 árum. Einnig hefur Honda flutt hluta af starfsemi sinni frá Kaliforníu til Ohio. Þá flutti Ford árið 2001 frá Kaliforníu þá deild sína er hafði með Volvo, Jaguar, Land Rover og Aston Martin merkin að gera er þau voru í eigu Ford. Því má segja að mikill flótti bílafyrirtækja hafi verið frá Kaliforníu á undanförnum árum. Skondið er að ryfja það upp að þegar Nissan fór með höfuðstöðvar síanr frá Kaliforníu fyrir átta árum létu Toyota-menn hafa eftir sér að það myndu þeir aldrei gera. Ekki fór það þó þannig.Flótti frá Kaliforníu Það er orðið mjög dýrt að reka fyrirtæki í Kaliforníu og einnig er mjög dýrt fyrir starfsfólk að lifa þar. Er Kalifornía nú, ásamt New York og New Jersey, eitt þriggja svæða Bandaríkjanna sem dýrust eru þegar kemur að kostnaði við að reka heimili. Er sá kostnaður 39% hærri en á nýja staðnum í Plano. Þá eru fyrirtækjaskattar háir í Kaliforníu og á það vafalaust stóran þátt í ákvörðun Toyota. Einn þáttur enn spilar vafalaust inní ákvörðun Toyota, en Plano í Texas er einn öruggasti staður í Bandaríkjunum þegar kemur að glæpum og talinn einn besti staður þarlendis varðandi lífsgæði almennt. Með þessari ákvörðun er víst að margir starfsmenn Toyota þurfa að flytjast búferlum, en þó er talið víst að Toyota muni nota þetta tækifæri til að stokka aðeins upp hjá sér í starfsmannamálum. Eftir þeim er haft að breyting verði á markaðsmálum þess sem sumir af núverandi starfsmönnum þess séu ekki endilega heppilegir til að leiða.
Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent