Elliðavatn kraumaði í morgun Karl Lúðvíksson skrifar 7. maí 2014 11:42 Urriðinn er oft nokkuð vænn í Elliðavatni Það falleg sjón sem blasti við þeim fáu veiðimönnum sem mættu uppá Elliðavatn í morgun því vatnið var stillt og vakir hreinlega út um allt. Það er óvenjulegt að sjá svona mikið líf snemma í maí en það var alveg sama hvert var litið, alls staðar var fiskur að vaka og sumar vakirnar voru ansi stórar. Helluvatnsmeginn við brúnna var hægt að horfa á urriðana með berum augum þar sem þeir syntu alveg upp við land og gripu púpur sem héngu í yfirborðinu. Það er greinilegt að flugnaklak virðist vera komið í gang og það þýðir að þurrflugan fer að verða besta vopnið. Á svona sólríkum dögum eins og í dag er best að vera kominn upp að vatni um sjö að morgni því þá er besta takan. Hún dettur svo niður um tíu eða ellefu og það er lítið að gerast yfir hábjartann daginn. Fiskurinn virðist svo fara aftur af stað seinnipartinn og veiðin getur oft orðið mjög góð þegar líður á kvöldið. Á björtustu dögunum er oft besta veiðin um miðnættið. Stangveiði Mest lesið Fín veiði í nettustu á landsins Veiði Góð rjúpnaveiði um allt land í gær Veiði Þrjár vikur í rjúpnaveiðina Veiði Veiðivötn: 19. 647 silungar veiddust á stöng Veiði Opnunarhollið í Norðurá auglýst til sölu Veiði Blanda komin í 3561 lax Veiði Dræmt á efstu svæðum Blöndu Veiði Góðar tölur úr laxveiðiánum á liðinni viku Veiði Veiðin fer vel af stað í Hlíðarvatni Veiði RISE fluguveiði- hátíðin fer fram 14. apríl Veiði
Það falleg sjón sem blasti við þeim fáu veiðimönnum sem mættu uppá Elliðavatn í morgun því vatnið var stillt og vakir hreinlega út um allt. Það er óvenjulegt að sjá svona mikið líf snemma í maí en það var alveg sama hvert var litið, alls staðar var fiskur að vaka og sumar vakirnar voru ansi stórar. Helluvatnsmeginn við brúnna var hægt að horfa á urriðana með berum augum þar sem þeir syntu alveg upp við land og gripu púpur sem héngu í yfirborðinu. Það er greinilegt að flugnaklak virðist vera komið í gang og það þýðir að þurrflugan fer að verða besta vopnið. Á svona sólríkum dögum eins og í dag er best að vera kominn upp að vatni um sjö að morgni því þá er besta takan. Hún dettur svo niður um tíu eða ellefu og það er lítið að gerast yfir hábjartann daginn. Fiskurinn virðist svo fara aftur af stað seinnipartinn og veiðin getur oft orðið mjög góð þegar líður á kvöldið. Á björtustu dögunum er oft besta veiðin um miðnættið.
Stangveiði Mest lesið Fín veiði í nettustu á landsins Veiði Góð rjúpnaveiði um allt land í gær Veiði Þrjár vikur í rjúpnaveiðina Veiði Veiðivötn: 19. 647 silungar veiddust á stöng Veiði Opnunarhollið í Norðurá auglýst til sölu Veiði Blanda komin í 3561 lax Veiði Dræmt á efstu svæðum Blöndu Veiði Góðar tölur úr laxveiðiánum á liðinni viku Veiði Veiðin fer vel af stað í Hlíðarvatni Veiði RISE fluguveiði- hátíðin fer fram 14. apríl Veiði