600 hestafla afmælisútgáfa BMW M5 Finnur Thorlacius skrifar 8. maí 2014 11:45 Afmælisútgáfa BMW M5, mattgrá. Liðin eru 30 ár frá því BMW kynnti fyrsta M5 bíl sinn og þrátt fyrir að bæði sprengirými og strokkafjöldi í bílnum hafi breyst gegnum tíðina hefur hann ávallt orðið aflmeiri og enn skal bætt við. Fyrsta kynslóð bílsins var 252 hestöfl sem fékkst úr 3,5 lítra og 6 strokka vél. Önnur kynslóð var 310 hestöfl og sú þriðja (E39) 394 hestöfl úr 4,9 lítra og 8 strokka vél. Enn stækkaði sprengirýmið og 5,0 lítra og 10 strokka vélin í næstu kynslóð (E60) var 500 hestöfl. Ekki þótti það duga og næsta kynslóð bílsins var 560 hestöfl úr minna sprengirými, en sú vél er 4,4 lítra og 8 strokka, en með tveimur forþjöppum. Sama vél er í afmælisbílnum nú, en tekin eru 600 hestöfl úr henni engu að síður. Það gerir bílinn aflmeiri en helstu keppinautar hans, Audi RS6 Avant, Jaguar XFR og Mercedes Benz E63 AMG. Afmælisútgáfan er 3,7 sekúndur í hundraðið, eða hálfri sekúndu sneggri en núverandi M5. Lakkið á afmælisútgáfunni er matt og grátt og þannig fæst hann eingöngu. Felgurnar eru 20 tommu og sætin með Alcantara áklæði. Eins dags kennsla á bílinn fylgir með kaupum á bílnum og ekki veitir kannski af með allt þetta afl til taks. Aðeins verða framleidd 300 eintök af bílnum og búast má við því að slegist verði um þau. Opnað verður fyrir pantanir á bílnum þann 21. maí en ekki liggja fyrir upplýsingar um verð hans.Alcantara áklæði og leður eru í sætunum. Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Innlent Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Innlent Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Erlent Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Innlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent
Liðin eru 30 ár frá því BMW kynnti fyrsta M5 bíl sinn og þrátt fyrir að bæði sprengirými og strokkafjöldi í bílnum hafi breyst gegnum tíðina hefur hann ávallt orðið aflmeiri og enn skal bætt við. Fyrsta kynslóð bílsins var 252 hestöfl sem fékkst úr 3,5 lítra og 6 strokka vél. Önnur kynslóð var 310 hestöfl og sú þriðja (E39) 394 hestöfl úr 4,9 lítra og 8 strokka vél. Enn stækkaði sprengirýmið og 5,0 lítra og 10 strokka vélin í næstu kynslóð (E60) var 500 hestöfl. Ekki þótti það duga og næsta kynslóð bílsins var 560 hestöfl úr minna sprengirými, en sú vél er 4,4 lítra og 8 strokka, en með tveimur forþjöppum. Sama vél er í afmælisbílnum nú, en tekin eru 600 hestöfl úr henni engu að síður. Það gerir bílinn aflmeiri en helstu keppinautar hans, Audi RS6 Avant, Jaguar XFR og Mercedes Benz E63 AMG. Afmælisútgáfan er 3,7 sekúndur í hundraðið, eða hálfri sekúndu sneggri en núverandi M5. Lakkið á afmælisútgáfunni er matt og grátt og þannig fæst hann eingöngu. Felgurnar eru 20 tommu og sætin með Alcantara áklæði. Eins dags kennsla á bílinn fylgir með kaupum á bílnum og ekki veitir kannski af með allt þetta afl til taks. Aðeins verða framleidd 300 eintök af bílnum og búast má við því að slegist verði um þau. Opnað verður fyrir pantanir á bílnum þann 21. maí en ekki liggja fyrir upplýsingar um verð hans.Alcantara áklæði og leður eru í sætunum.
Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Innlent Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Innlent Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Erlent Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Innlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent