Hringt til útlanda: Hvað finnst evrópskum almenningi um Pollana? 8. maí 2014 12:04 Pollarnir ætla að rústa þessu á laugardag. Ein elsta tuggan í kringum Eurovision-keppnina er sú að aðrar Evrópuþjóðir en Íslendingar hafi ekki áhuga á keppninni. Að við séum þau einu sem taki hana alvarlega og aðrir láti sér fátt um hana finnast. Þeir Atli Fannar og Haukur Viðar, sem leysa þá Frosta og Mána í Harmageddon af þar til í næstu viku, ákváðu að slá á þráðinn til Evrópu og kanna hvort ekki sé einhver smá stemning fyrir keppninni. Barþjónninn á Lundúnakránni Lamb and Flag var ekki búinn að sjá fyrra undankvöldið, þar sem hið alíslenska Pollapönk komst áfram í sjálfa aðalkeppnina, en hafði tekið hana upp og ætlaði að horfa þegar hann ætti lausa stund. En hvað hafði starfsmaður þjónustuvers Ikea í Svíþjóð um Pollana að segja? Sá stúlkan hnökralausan flutning Íslendinganna á þriðjudagskvöldið? Tekur hún undir með aðdáun Evrópu á kynþokka gula polla? Var hún hrifin af danssporum þingmannsins Óttars Proppé? Hljóðbrotið má hlusta á í spilaranum hér fyrir ofan. Eurovision Harmageddon Mest lesið Queens of the Stone Age á toppi Pepsi Max listans Harmageddon Hljómsveitin Maus loksins aftur á svið Harmageddon Barði í Bang Gang í hljómsveit með Jean-Benoit úr Air Harmageddon Söngvari Blink 182 hættur í hljómsveitinni Harmageddon Sannleikurinn: Vonar að pabbi verði ekki mikið fullur Harmageddon Sannleikurinn: Gunnar Bragi: "Var bara að spila mig hard to get“ Harmageddon Nýtt myndband með Benny Crespos Gang frumflutt á Vísi Harmageddon Púlsinn 20.ágúst 2014 Harmageddon "Það eru ekki allar stelpur svo heppnar að fæðast með píku" Harmageddon Er endurkoma Oasis í kortunum? Harmageddon
Ein elsta tuggan í kringum Eurovision-keppnina er sú að aðrar Evrópuþjóðir en Íslendingar hafi ekki áhuga á keppninni. Að við séum þau einu sem taki hana alvarlega og aðrir láti sér fátt um hana finnast. Þeir Atli Fannar og Haukur Viðar, sem leysa þá Frosta og Mána í Harmageddon af þar til í næstu viku, ákváðu að slá á þráðinn til Evrópu og kanna hvort ekki sé einhver smá stemning fyrir keppninni. Barþjónninn á Lundúnakránni Lamb and Flag var ekki búinn að sjá fyrra undankvöldið, þar sem hið alíslenska Pollapönk komst áfram í sjálfa aðalkeppnina, en hafði tekið hana upp og ætlaði að horfa þegar hann ætti lausa stund. En hvað hafði starfsmaður þjónustuvers Ikea í Svíþjóð um Pollana að segja? Sá stúlkan hnökralausan flutning Íslendinganna á þriðjudagskvöldið? Tekur hún undir með aðdáun Evrópu á kynþokka gula polla? Var hún hrifin af danssporum þingmannsins Óttars Proppé? Hljóðbrotið má hlusta á í spilaranum hér fyrir ofan.
Eurovision Harmageddon Mest lesið Queens of the Stone Age á toppi Pepsi Max listans Harmageddon Hljómsveitin Maus loksins aftur á svið Harmageddon Barði í Bang Gang í hljómsveit með Jean-Benoit úr Air Harmageddon Söngvari Blink 182 hættur í hljómsveitinni Harmageddon Sannleikurinn: Vonar að pabbi verði ekki mikið fullur Harmageddon Sannleikurinn: Gunnar Bragi: "Var bara að spila mig hard to get“ Harmageddon Nýtt myndband með Benny Crespos Gang frumflutt á Vísi Harmageddon Púlsinn 20.ágúst 2014 Harmageddon "Það eru ekki allar stelpur svo heppnar að fæðast með píku" Harmageddon Er endurkoma Oasis í kortunum? Harmageddon