Kínverskur Evoque á 2 milljónir Finnur Thorlacius skrifar 30. apríl 2014 09:14 Alger eftiröpun Range Rover Sport. Autoblog Ekkert virðist geta stöðvað kínverja í að framleiða eftirlíkingar af þekktum vinsælum bílum. Fyrir stuttu var hér greint frá sláandi eftirlíkingu af Ford F-150 Raptor sem framleiddur er af kínverska bílasmiðnum Kawei. Ef það var sláandi, hvað verður þá sagt um þessa eftirlíkingu? Þessi bíll frá bílasmiðnum Landwind í Kína er svo líkur Range Rover Evoque frá Land Rover fyrirtækinu að rýna þarf í smáatriðin til að finna út að ekki er um frumgerðina að ræða. Svo langt hefur Landwind gengið að stafagerðin á heiti bílsins er með nákvæmlega sama fonti og er á Evoque bílnum, bæði að framan og aftan. Ennfremur má velta fyrir sér nafni bílaframleiðandans Landwind og líkingunni við hið rótgróna breska fyrirtæki Land Rover. Þessi bíll fer í sölu í Kína á fjórða ársfjórðungi þessa árs og mun aðeins kosta 2,1 milljón krónur. Vélin í bílnum er 2,0 lítra bensínvél með forþjöppu sem skilar 190 hestöflum og við hana er annaðhvort tengd 8 gíra sjálfskipting eða 6 gíra beinskipting. Ekki liggur ljóst fyrir hvað Land Rover fyrirtækið hyggst aðhafast vegna þessa nýja kínverska bíls sem er alger eftiröpun Range Rover Evoque, en það hlýtur að svíða að eyða stórum upphæðum í hönnun vel heppnaðra og fallegra bíla sem síðan einhver annar bílaframleiðandi stelur svo að öllu leiti og selur fyrir slikk. Bíllinn séður aftan frá. Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Innlent Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Innlent Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Erlent Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Innlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent
Ekkert virðist geta stöðvað kínverja í að framleiða eftirlíkingar af þekktum vinsælum bílum. Fyrir stuttu var hér greint frá sláandi eftirlíkingu af Ford F-150 Raptor sem framleiddur er af kínverska bílasmiðnum Kawei. Ef það var sláandi, hvað verður þá sagt um þessa eftirlíkingu? Þessi bíll frá bílasmiðnum Landwind í Kína er svo líkur Range Rover Evoque frá Land Rover fyrirtækinu að rýna þarf í smáatriðin til að finna út að ekki er um frumgerðina að ræða. Svo langt hefur Landwind gengið að stafagerðin á heiti bílsins er með nákvæmlega sama fonti og er á Evoque bílnum, bæði að framan og aftan. Ennfremur má velta fyrir sér nafni bílaframleiðandans Landwind og líkingunni við hið rótgróna breska fyrirtæki Land Rover. Þessi bíll fer í sölu í Kína á fjórða ársfjórðungi þessa árs og mun aðeins kosta 2,1 milljón krónur. Vélin í bílnum er 2,0 lítra bensínvél með forþjöppu sem skilar 190 hestöflum og við hana er annaðhvort tengd 8 gíra sjálfskipting eða 6 gíra beinskipting. Ekki liggur ljóst fyrir hvað Land Rover fyrirtækið hyggst aðhafast vegna þessa nýja kínverska bíls sem er alger eftiröpun Range Rover Evoque, en það hlýtur að svíða að eyða stórum upphæðum í hönnun vel heppnaðra og fallegra bíla sem síðan einhver annar bílaframleiðandi stelur svo að öllu leiti og selur fyrir slikk. Bíllinn séður aftan frá.
Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Innlent Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Innlent Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Erlent Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Innlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent