„Ég ætla að borga þetta allt til baka“ Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 30. apríl 2014 19:38 Leonardo DiCaprio (t.h.) fór með hlutverk Belforts í kvikmyndinni The Wolf of Wall Street. vísir/getty Jordan Belfort, hinn umdeildi „Úlfur á Wall Street“, reiknar með að geta greitt skuld sína að fullu innan árs. Hann var dæmdur árið 1998 fyrir fjársvik og peningaþvætti og fékk 22 mánaða fangelsisdóm. Þá var honum skipað að endurgreiða þeim sem hann hafði svikið rúmlega 110 milljónir Bandaríkjadala. „Ég ætla að borga þetta allt til baka,“ segir Belfort í samtali við Vísi, en hann heldur umtalaða söluráðstefnu í Háskólabíói þann 6. maí. „Og vonandi gerist það innan árs. Ég tel að það sé raunhæft.“ Belfort hefur þegar greitt hluta upphæðarinnar en hann segist ekki vera með það á hreinu hverjar eftirstöðvarnar séu. „Lögfræðingarnir mínir eru að reyna að komast að því hvað þetta er nákvæmlega mikið. Ég hugsa að þetta séu í kringum fimmtíu milljónir dala.“Áfengi aldrei vandamál Saga Belforts var sögð í kvikmynd leikstjórans Martins Scorsese, The Wolf of Wall Street, sem kom út í fyrra og hlaut fimm tilnefningar til Óskarsverðlauna. Þar fór leikarinn Leonardo DiCaprio með hlutverk Belforts og var villtu líferni hans á árum áður gerð góð skil.Ég verð einfaldlega að spyrja þig að þessu. Er það satt að þú hafir blásið kókaíni upp í afturenda vændiskonu? „Ég hef ekki hugmynd um hvaðan það atriði kemur,“ segir Belfort skellihlæjandi. „En nei, þetta gerðist ekki. Ég er hins vegar handviss um að ég hafi tekið kókaín í nefið af afturenda einhvers.“ Belfort segist þó vera ánægður með myndina þó að hlutar hennar eigi sér ekki stoð í raunveruleikanum. „Sumt þarna er skáldskapur. Ég er ekki að segja að það sem ég gerði hafi verið skárra en það sem sést í myndinni, en Marty (Scorsese) tók sér ýmis skáldaleyfi.“ Belfort segist hafa verið edrú frá árinu 1997. Á hann þar við þau fíkniefni sem hann notaði mest; kókaín og lyfseðilsskyld lyf. Hann segist þó fá sér í glas annað slagið. „Ég fæ mér bjór stöku sinnum, vínglas eða kokteil. En áfengi var aldrei vandamál hjá mér. En ég hef haldið mig algjörlega frá fíkniefnum. Og það hefur bara verið mjög auðvelt, til allrar hamingju.“„Það gera allir mistök“ Aðspurður hvers vegna Íslendingar ættu að mæta á söluráðstefnu hjá dæmdum fjárglæpamanni segir Belfort að enginn þurfi að mæta sem vilji það ekki. „Ég hef ferðast um heiminn í að verða fimm ár og unnið með frumkvöðlum, sölumönnum, verðbréfasölum og alls konar fólki. Meira að segja bara venjulegu fólki sem er til dæmis að hefja eigin rekstur. Ég kenni þeim formúlu sem ég notaði sjálfur. Það gera allir mistök en það sem máli skiptir er hvort og hvernig þú lærir af þeim.“ Belfort segir hluta af vinnu sinni snúa að því að kenna fólki viðskiptasiðferði. Hann ítrekar þó að ef fólki finnist það orka tvímælis þá eigi það ekki að mæta. „Það eru tvær tegundir fólks. Það eru þeir víðsýnu sem trúa því að fólk eigi skilið annað tækifæri. Svo eru það þeir þröngsýnu sem finnst þeir sem gera mistök eiga að brenna í helvíti. Ég ætla ekki að draga úr því slæma sem ég gerði, en það er ekki hægt að neita því að ég hef notið mikillar velgengni í viðskiptum og sú velgengni segir sína sögu.“Útrásarvíkingarnir „amatörar“ Belfort segist skilja það að einhverju leyti að koma hans hingað til lands sé umdeild, sérstaklega vegna þess sem gerðist hér í aðdraganda efnahagshrunsins. „Spurningin er reyndar góð en að líkja því saman sem ég gerði við það sem gerðist á Íslandi er langsótt. Þetta voru örfáir bankamenn sem settu kerfið á hliðina. En ef við viljum halda okkur við samlíkinguna má benda á fyrst ég átti afturkvæmt þá getur Ísland gert það einnig.“ Hann segist telja helstu ástæðuna fyrir íslenska hruninu hafa verið siðleysi útrásarvíkinganna og vanrækslu eftirlitsaðila. „Þeir (útrásarvíkingarnir) fóru út í viðskipti sem þeir höfðu enga reynslu af. Það má því segja að þarna hafi spilað saman amatörismi og skortur á siðferði. Þeir hugsuðu fyrst og fremst um eigin hagsmuni og það varð þeim að falli.“ Óskarinn Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Sjá meira
Jordan Belfort, hinn umdeildi „Úlfur á Wall Street“, reiknar með að geta greitt skuld sína að fullu innan árs. Hann var dæmdur árið 1998 fyrir fjársvik og peningaþvætti og fékk 22 mánaða fangelsisdóm. Þá var honum skipað að endurgreiða þeim sem hann hafði svikið rúmlega 110 milljónir Bandaríkjadala. „Ég ætla að borga þetta allt til baka,“ segir Belfort í samtali við Vísi, en hann heldur umtalaða söluráðstefnu í Háskólabíói þann 6. maí. „Og vonandi gerist það innan árs. Ég tel að það sé raunhæft.“ Belfort hefur þegar greitt hluta upphæðarinnar en hann segist ekki vera með það á hreinu hverjar eftirstöðvarnar séu. „Lögfræðingarnir mínir eru að reyna að komast að því hvað þetta er nákvæmlega mikið. Ég hugsa að þetta séu í kringum fimmtíu milljónir dala.“Áfengi aldrei vandamál Saga Belforts var sögð í kvikmynd leikstjórans Martins Scorsese, The Wolf of Wall Street, sem kom út í fyrra og hlaut fimm tilnefningar til Óskarsverðlauna. Þar fór leikarinn Leonardo DiCaprio með hlutverk Belforts og var villtu líferni hans á árum áður gerð góð skil.Ég verð einfaldlega að spyrja þig að þessu. Er það satt að þú hafir blásið kókaíni upp í afturenda vændiskonu? „Ég hef ekki hugmynd um hvaðan það atriði kemur,“ segir Belfort skellihlæjandi. „En nei, þetta gerðist ekki. Ég er hins vegar handviss um að ég hafi tekið kókaín í nefið af afturenda einhvers.“ Belfort segist þó vera ánægður með myndina þó að hlutar hennar eigi sér ekki stoð í raunveruleikanum. „Sumt þarna er skáldskapur. Ég er ekki að segja að það sem ég gerði hafi verið skárra en það sem sést í myndinni, en Marty (Scorsese) tók sér ýmis skáldaleyfi.“ Belfort segist hafa verið edrú frá árinu 1997. Á hann þar við þau fíkniefni sem hann notaði mest; kókaín og lyfseðilsskyld lyf. Hann segist þó fá sér í glas annað slagið. „Ég fæ mér bjór stöku sinnum, vínglas eða kokteil. En áfengi var aldrei vandamál hjá mér. En ég hef haldið mig algjörlega frá fíkniefnum. Og það hefur bara verið mjög auðvelt, til allrar hamingju.“„Það gera allir mistök“ Aðspurður hvers vegna Íslendingar ættu að mæta á söluráðstefnu hjá dæmdum fjárglæpamanni segir Belfort að enginn þurfi að mæta sem vilji það ekki. „Ég hef ferðast um heiminn í að verða fimm ár og unnið með frumkvöðlum, sölumönnum, verðbréfasölum og alls konar fólki. Meira að segja bara venjulegu fólki sem er til dæmis að hefja eigin rekstur. Ég kenni þeim formúlu sem ég notaði sjálfur. Það gera allir mistök en það sem máli skiptir er hvort og hvernig þú lærir af þeim.“ Belfort segir hluta af vinnu sinni snúa að því að kenna fólki viðskiptasiðferði. Hann ítrekar þó að ef fólki finnist það orka tvímælis þá eigi það ekki að mæta. „Það eru tvær tegundir fólks. Það eru þeir víðsýnu sem trúa því að fólk eigi skilið annað tækifæri. Svo eru það þeir þröngsýnu sem finnst þeir sem gera mistök eiga að brenna í helvíti. Ég ætla ekki að draga úr því slæma sem ég gerði, en það er ekki hægt að neita því að ég hef notið mikillar velgengni í viðskiptum og sú velgengni segir sína sögu.“Útrásarvíkingarnir „amatörar“ Belfort segist skilja það að einhverju leyti að koma hans hingað til lands sé umdeild, sérstaklega vegna þess sem gerðist hér í aðdraganda efnahagshrunsins. „Spurningin er reyndar góð en að líkja því saman sem ég gerði við það sem gerðist á Íslandi er langsótt. Þetta voru örfáir bankamenn sem settu kerfið á hliðina. En ef við viljum halda okkur við samlíkinguna má benda á fyrst ég átti afturkvæmt þá getur Ísland gert það einnig.“ Hann segist telja helstu ástæðuna fyrir íslenska hruninu hafa verið siðleysi útrásarvíkinganna og vanrækslu eftirlitsaðila. „Þeir (útrásarvíkingarnir) fóru út í viðskipti sem þeir höfðu enga reynslu af. Það má því segja að þarna hafi spilað saman amatörismi og skortur á siðferði. Þeir hugsuðu fyrst og fremst um eigin hagsmuni og það varð þeim að falli.“
Óskarinn Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Sjá meira