Tónlist

Frestar tónleikaferð vegna veikinda

Lorde þarf á hvíld að halda samkvæmt álitum lækna.
Lorde þarf á hvíld að halda samkvæmt álitum lækna. Vísir/Getty
Ný sjálenska poppstjarnan Lorde þarf að fresta tónleikaferðalagi sínu um Ástralíu vegna veikinda. Samkvæmt heimildum Reuters fréttastofunnar töldu læknar hana þurfa að taka sér pásu og hvíla röddina vegna mikils álags undanfarinna mánaða.

Tónleikaferðalagið um Ástralíu átti að hefjast á fimmtudaginn kemur en nýjar dagsetningar verða gefnar upp á næstunni.

Hin 17 ára gamla Lorde hefur að undanförnu verið á tónleikaferðalagi um Bandaríkin og Suður Ameríku, þá kom hún fram á  Coachella Valley Music and Arts hátíðinni um páskana.

Hún skaust upp á stjörnuhimininn á síðasta ári með laginu Royals og hefur haft í nógu að snúast síðan þá.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.