Fín veiði í opnun Elliðavatns Karl Lúðvíksson skrifar 25. apríl 2014 07:28 Geir Þorsteinsson fékk 8 urriða í gærmorgun við Elliðavatn Elliðavatn opnaði fyrir veiðimenn í gær á fyrsta degi sumars og nokkur fjöldi veiðimanna var við bakka vatnsins að freista þess að setja í fisk. Aflabrögðin voru þó mjög misjöfn og flestir urði lítið sem ekkert varir en þeir sem þekkja vatnið vel gerðu það flestir nokkuð gott. Á Þingnesinu og svæðinu þar í kring var nokkuð líf og í það minnsta einn veiðimaður sem var kominn með 5 urriða og eina bleikju á land. Við Elliðavatnsbæinn kom einn og einn fiskur upp, þar af slapp einn sem nærstæddir fullyrtu að væri að minnsta kosti 6-7 pund en sá slapp úr háfi veiðimannsins við löndun. Geir Þorsteinsson gerði líka fína veiði á engjunum og náði 8 fallegum urriðum í gær morgun. Samkvæmt vefnum hjá Veiðikortinu var hann ekki mjög feiminn við að deila sínu leynivopni en að sögn notaði hann mest lítinn brúnann nobbler í urriðann en litlar straumflugur eins og nobbler gefa oft fína veiði fyrst á vorinn. Þegar líður á sumarið fara menn yfirleitt í minni og nákvæmari flugur enda verður silungurinn oft ansi vandlátur á æti þegar framboðið er nægt. Stangveiði Mest lesið Mokveiðist í Tungulæk Veiði Opið Hús hjá SVFR í kvöld Veiði Veiðin í Affallinu orðin betri en í fyrra Veiði Veiðisvæðin kennd við ION opnuðu í gær Veiði Sjóbirtingurinn er mættur í Varmá Veiði Margir veiðimenn sem fá ekki hreindýr Veiði Fæðisskylda afnumin í Laxá í Dölum Veiði Frábær veiði við opnun Elliðavatns Veiði Smá kropp í borgarvötnunum Veiði Bleikjan farin að taka í Þingvallavatni Veiði
Elliðavatn opnaði fyrir veiðimenn í gær á fyrsta degi sumars og nokkur fjöldi veiðimanna var við bakka vatnsins að freista þess að setja í fisk. Aflabrögðin voru þó mjög misjöfn og flestir urði lítið sem ekkert varir en þeir sem þekkja vatnið vel gerðu það flestir nokkuð gott. Á Þingnesinu og svæðinu þar í kring var nokkuð líf og í það minnsta einn veiðimaður sem var kominn með 5 urriða og eina bleikju á land. Við Elliðavatnsbæinn kom einn og einn fiskur upp, þar af slapp einn sem nærstæddir fullyrtu að væri að minnsta kosti 6-7 pund en sá slapp úr háfi veiðimannsins við löndun. Geir Þorsteinsson gerði líka fína veiði á engjunum og náði 8 fallegum urriðum í gær morgun. Samkvæmt vefnum hjá Veiðikortinu var hann ekki mjög feiminn við að deila sínu leynivopni en að sögn notaði hann mest lítinn brúnann nobbler í urriðann en litlar straumflugur eins og nobbler gefa oft fína veiði fyrst á vorinn. Þegar líður á sumarið fara menn yfirleitt í minni og nákvæmari flugur enda verður silungurinn oft ansi vandlátur á æti þegar framboðið er nægt.
Stangveiði Mest lesið Mokveiðist í Tungulæk Veiði Opið Hús hjá SVFR í kvöld Veiði Veiðin í Affallinu orðin betri en í fyrra Veiði Veiðisvæðin kennd við ION opnuðu í gær Veiði Sjóbirtingurinn er mættur í Varmá Veiði Margir veiðimenn sem fá ekki hreindýr Veiði Fæðisskylda afnumin í Laxá í Dölum Veiði Frábær veiði við opnun Elliðavatns Veiði Smá kropp í borgarvötnunum Veiði Bleikjan farin að taka í Þingvallavatni Veiði