Lífið

Ólafur Arnalds vann Bafta verðlaun

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/Getty
Tónskáldið Ólafur Arnalds vann í dag sjónvarpsverðlaun BAFTA. Hann vann í flokkinum frumsamin tónlist í sjónvarpi, eða Original Television Music, fyrir tónlistina í þáttunum Broadchurch sem sýndir eru á BBC.

Vinna stendur nú yfir að annarri þáttaröð, sem og bandarískri útgáfu af þáttunum.

Aðrir sem voru tilnefndir í flokkinum voru Martin Phipps fyrir þættina Peaky Blinders, Mark Bradshaw fyrir Top of the Lake og Paul Englishby fyrir Luther.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.