Lífið

Vill gefa systur sinni betra líf

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Þriðja undanúrslitakvöld Ísland Got Talent verður sýnt í beinni útsendingu á Stöð 2 á sunnudagskvöldið.



Í þættinum berjast keppendur um pláss í úrslitaþættinum. Töframaðurinn Hermann er meðal keppenda og við kynnumst honum aðeins betur.



Fullt nafn: Hermann Helenuson

Aldur: 14 ára

Símanúmer til að kjósa hann í Ísland Got Talent: 9009506

Af hverju á fólk að kjósa þig?

Ég lofa því að vera með magnað atriði í úrslitaþættinum, eitthvað sem hefur aldrei sést áður.

Hver er draumurinn?

Að hjálpa systur minni svo hún geti átt betra líf.

Hver er fyrirmynd þín í lífinu?

Mamma mín og Einar Mikael töframaður.

Heldurðu að þú getir töfrað þig í úrslit?

Ég mun gera mitt allra besta til að koma á óvart og vera með flott atriði.

Hvaða minning stendur upp úr úr Ísland Got Talent?

Þegar Bubbi kom upp á svið og hélt á dúfunni minni.

Jón Jónsson eða Þórunn Antonía?

Mér þykir vænt um þau bæði, þau eru frábærar fyrirmyndir.


Tengdar fréttir

Hvern ætlar þú að kjósa á sunnudaginn?

Næsta sunnudagskvöld fá áhorfendur Stöðvar 2 að sjá næstu átta atriði sem bítast um að verða á meðal þeirra sem keppa um tíu milljóna verðlaunafé í hæfileikakeppninni Ísland got Talent.

Þau keppa næsta sunnudag

Hér má sjá keppendurna sem bítast um að verða á meðal þeirra sem keppa um tíu milljónirnar í hæfileikakeppninni Ísland got Talent.

Keppendur skelltu sér í bíó

Mikil stemning var í hópnum og allir ánægðir með myndina One Chance enda ekki annað hægt því myndin er frábær.

Píanó- og danssnillingar komust í úrslit

Dansparið Margrét Hörn Jóhannsdóttir og Höskuldur Þór Jónsson og píanó- og söngkonan Laufey Hlín Jónsdóttir tryggðu sér í kvöld möguleikann á tíu milljónum króna í Ísland got Talent.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.