Bílar

Götumerkingar sem lýsa í myrkri

Finnur Thorlacius skrifar
Ökumenn þurfa ekki að efast um hvort þeir séu rétt staðsettir á vegi ef vegmerkingarnar lýsa í myrkri.
Ökumenn þurfa ekki að efast um hvort þeir séu rétt staðsettir á vegi ef vegmerkingarnar lýsa í myrkri. Jalopnik
Það myndi sannarlega auðvelda ökumönnum aksturinn ef allar götulínur lýstu í myrkri. Það fannst að minnsta verkfræðingum í Hollandi sem hófu að þróa þennan draum og fundu lausnina.

Í málninguna, sem notuð er á þeim eina vegi sem enn er svona búinn, settu þeir sjálflýsandi agnir sem safna í sig ljósi á daginn og lýsa fyrir vikið á nóttunni. Fyrsti tilraunavegur uppfinningamannanna, við bæinn Oss í Hollandi, er aðeins 500 metra langur. Fólk sem séð hefur segir að það sé eins og að vera staddur í einhverju ævintýri að aka  þennan veg í myrkri.

Eftir bjartan dag lýsa agnirnar í fulla 8 klukkutíma. Þrátt fyrir að fyrstu prufanir á þessum sjálflýsandi ögnum lofi afar góðu eru áform um frekari notkun þeirra ekki ljós, en vonandi er þessi lausn ekki það dýr að hún muni ekki dreifast út hratt.






×