Lífið

"Þú hafðir þrjár mínútur og þú klúðraðir því“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Söngvarinn Snorri Eldjárn flutti lagið Slá í gegn sem Stuðmenn gerðu frægt í undanúrslitum Ísland Got Talent í gærkvöldi.

Bubbi Morthens var ekki nógu sáttur með flutning Snorra að þessu sinni.

„Þegar ég heyrði í þér fyrst hugsaði ég bara: Vá, þetta er geggjuð rödd,“ sagði Bubbi en bætti svo við:

„Þú hefur þrjár mínútur til að slá í gegn og mér fannst þú allt í einu venjulegur. Bara meðalnáungi að syngja. Ég held að þú hafir valið kolvitlaust lag. Því ég batt svo miklar vonir við þig drengur. Þú hafðir þrjár mínútur og þú klúðraðir því að mínu mati - en þú ert æðislegur fyrir það,“ sagði Bubbi en Auðunn Blöndal, kynnir þáttanna, leiðrétti hann snarlega og benti á að keppendur fengju aðeins tvær mínútur á sviðinu.

Snorri komst ekki áfram í úrslit Ísland Got Talent en dómarar völdu á milli hans og Elvu Maríu og ákváðu að senda söngkonuna ungu í úrslitaþáttinn sem sýndur verður á Stöð 2 þann 27. apríl.


Tengdar fréttir

Hvern ætlar þú að kjósa á sunnudaginn?

Næsta sunnudagskvöld fá áhorfendur Stöðvar 2 að sjá næstu átta atriði sem bítast um að verða á meðal þeirra sem keppa um tíu milljóna verðlaunafé í hæfileikakeppninni Ísland got Talent.

Löðrandi af kynþokka

Snorri Eldjárn þenur raddböndin í undanúrslitum Ísland Got Talent.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.