Lífið

Tekur Elvis í karókí

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Annar undanúrslitaþátturinn af Ísland Got Talent verður sýndur á Stöð 2 á sunnudagskvöldið. Sjö atriði af ýmsum toga keppa um atkvæði þjóðarinnar til að eiga möguleika á að komast í úrslitaþáttinn og vinna tíu milljónir króna. 

Ásta Birna ætlar að reyna að syngja sig inní hjörtu landsmanna í undanúrslitunum. Við kynntumst henni aðeins betur.

Fullt nafn: Ásta Birna Orellana Björnsdóttir

Aldur: 31 árs

Starf: Mamma, skrifstofudama og námsmaður

Símanúmer til að kjósa hana í Ísland Got Talent: 900-9503

Af hverju á fólk að kjósa þig?

Af því að ég yrði þeim óendanlega þakklát! Það að fá að syngja hefur alltaf reynst mér svo fjarlægur draumur vegna sviðskrekks, en þessi reynsla hefur gefið mér miklu meira en ég þorði nokkurn tímann að vona.

Hver er draumurinn?

Ég er að upplifa hann núna. Söngur og tónlist er mér allt á eftir fjölskyldunni.

Uppáhaldslistamaður/menn?

Á í rauninni engan uppáhalds, það eru bara svo rosalega margir flottir þarna úti, en ef ég yrði að velja þá væru það Adele, Eva Cassidy, Bubbi og Vilhjálmur Vilhjálmsson.

Hvaða lag tekur þú í karókí?

Love me tender með Elvis, sjúklega einfalt en svo yndislega fallegt!

Hvaða minning stendur upp úr úr Ísland Got Talent?

þegar ég kláraði lagið mitt í Austurbænum, fólkið stóð upp og klappaði. Svo byrjuðu dómararnir að tala og ég var engan veginn undirbúin fyrir þau hlýju orð sem þau létu falla. Þetta var það erfiðasta sem ég hef gert á ævinni, en jafnframt það skemmtilegasta.

Jón Jónsson eða Þórunn Antonía?

Get ekki valið á milli, Þórunn Antonía er með svo fallegt og hlýtt hjarta og Jón er bara svo sjúklega fyndinn!


Tengdar fréttir

Jón eini dómarinn sem sagði já

Stefán Hannesson, 14 ára, stóð sig vel í hæfileikakeppninni Ísland Got Talent þegar hann söng og spilaði á gítar eins og sjá má í meðfylgjandi myndskeiði. Jón Jónsson gaf Stefáni "já“ því hann vildi sjá Stefán aftur.

Sýndi listir sínar á súlu

Ásta Kristín Marteinsdóttir sló heldur betur í gegn með ótrúlegu polefitness atriði í Ísland got talent. Sjón er sögu ríkari.

Þau keppa næsta sunnudag

Hér má sjá keppendurna sem bítast um að verða á meðal þeirra sem keppa um tíu milljónirnar í hæfileikakeppninni Ísland got Talent.

Dönsuðu sig áfram

Höskuldur Þór og Margrét Hörn hafa dansað saman í tíu ár, en þau eru einungis 14 og 15 ára gömul. Þau sýndu mikla takta þegar þau tóku sporið í Ísland got talent.

Keppendur skelltu sér í bíó

Mikil stemning var í hópnum og allir ánægðir með myndina One Chance enda ekki annað hægt því myndin er frábær.

Ástin gaf honum kjarkinn

Kvikmyndin Once Chance fjallar um söngvarann Paul Potts sem sigraði í hæfileikaþáttunum Britain's Got Talent.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.