20 ár síðan að Kurt Cobain dó - Allt sem þú þarf að vita um Nirvana Orri Freyr Rúnarsson skrifar 5. apríl 2014 15:12 Kurt Cobain MTV Kurt Cobain fæddist þann 20.febrúar 1967 í smábænum Aberdeen í Washington fylki í Bandaríkjunum. Cobain var sagður hafa verið mjög hamingjusamt barn og voru listrænir hæfileikar hans strax mjög greinilegir og töluðu kennarar hans mikið um þetta. Bæði var hann mikið að mála myndir og fjögurra ára var hann farinn að syngja og spila á píanó. En á þessum árum var hann mikið að hlusta á hljómsveitir á borð við Ramones, ELO, Bítlana og fleiri sveitir. Þegar að Kurt Cobain var sjö ára gamall skildu hinsvegar foreldrar hans og hafði það gríðarleg áhrif á hann og talaði hann oft mjög opinskátt um skilnað foreldra sinna og hversu mikil áhrif það hafði á líf hans. Mamma Kurt talaði einnig um að við skilnaðinn hafi persónuleiki hans breyst gríðarlega mikið. Báðir foreldrar hans fundu sér nýja maka og fyrst um sinn bjó Cobain hjá pabba sínum og stjúpmóðir og tveimur börnum hennar. Fyrst um sinn kunni Kurt nokkuð vel við stjúpmóðir sína en eftir að hálfbróður Kurt fæddist breyttist þó margt og Kurt fékk ekki lengur þá athygli sem hann var vanur að fá og fékk fljótt andúð á stjúpmóður sinni. Á sama tíma byrjaði svo mamma Kurt að hitta mann sem var ofbeldisfullur og varð hann því oft vitni að heimilisofbeldi. Á þessum árum varð hegðun Kurt enn verri og á endanum fór pabbi hans með hann til sálfræðings sem taldi að það besta í stöðunni væri að hann myndi hætta að flakka um á milli heimila og fór það svo að pabbi Kurt fékk fullt forræði. Þetta breytti hinsvegar litlu og hegðun hans hélt áfram að versna á unglingsárunum og varð svo slæmt að pabbi hans hálf gafst upp á honum og lét vini og fjölskyldumeðlimi sjá um Kurt að miklu leyti. Um tíma bjó Kurt inn á heimili hjá ofsatrúarfólki og varð hann mjög kristinn um tíma og sótti reglulega messur með fjölskyldunni. Seinna meir snéri hann þó baki við trúnni og er lagið Lithium að hluta byggt á veru hans hjá fjölskyldunni. Þrátt fyrir að Cobain hafi snúið baki við trúnni skipti hún enn miklu máli í lífi hans og notaði hann mjög oft trúarlegar tilvísanir í listsköpun sinni og er nafnið Nirvana trúlega eitt besta dæmið um það.Cobain fékk sinn fyrsta gítar 14 áraFyrsti gítarinn Þegar að Kurt Cobain fagnaði 14 ára afmæli sínu urðu enn ein kaflaskilin í lífi hans en að þessu sinni á góðan hátt. En þá spurði frændi hans hvort hann vildi frekar fá hjól eða notaðan rafmagnsgítar í afmælisgjöf. Sem betur fer valdi Cobain að fá gítarinn og sat hann þá öllum stundum að æfa sig og varð fljótt nokkuð góður gítarleikari. Honum gekk þó illa að fá skólafélaga sína til að stofna hljómsveit með sér enda vildu flestir í skólanum sem minnst af honum vita. Hann var þarna hinsvegar farinn að eyða talsverðum tíma í æfingarhúsnæði hljómsveitarinnar The Melvins ásamt fleiri krökkum með svipuð áhugamál og þar kynntist hann einmitt Kris Novoselic. Mamma Novoselic átti hárgreiðslustofu þar sem þeir gátu stundum fengið að æfa sig án þess þó að þeir stofnuðu formlega hljómsveit strax. Á þessum árum var Cobain farinn að nota marijúana nokkuð reglulega en hann hafði fyrst fengið sér að reykja 13 ára gamall. En alla ævi þjáðist Cobain af sjaldgæfum magasjúkdómi sem orsakaði miklar kvalir og sagðist hann snemma hafa lært að hægt var að nota lyf til að laga verkina og vildi hann heimfæra það upp á eiturlyfjaneyslu sína á fullorðinsárum. Sökum versnandi hegðunar hjá Kurt Cobain flutti hann alfarið frá pabba sínum og aftur heim til mömmu sinnar en þegar að ljóst varð að hann myndi ekki ná að klára nógu margar einingar til að útskrifast úr menntaskóla gaf hún honum tvo kosti, annaðhvort myndi hann finna sér vinnu eða flytja að heiman. Viku seinna pakkaði Cobain dótinu sínu saman og flutti út og eyddi hann næstu misserum í að gista hjá vinum sínum og að eigin sögn neyddist hann stundum til að gista úti eða að brjótast inn í yfirgefnar byggingar í leit að gistingu og fjalla sum lög Nirvana um þann tíma.Cobain, Novoselic og ChanningNirvana verður til Árið 1986, eða þegar að Kurt Cobain var 19 ára, var hann kominn í fasta vinnu og gat því farið að leigja íbúð. Á þeim tíma var hann orðinn ansi virkur í rokk og pönk senunni á svæðinu og ferðaðist hann reglulega til nærliggjandi bæja til að fara á tónleika. Í þessum ferðum kynntist Kurt Cobain stelpu að nafni Tracy Marander og fljótlega var hann hættur í vinnunni og nær algjörlega fluttur inn til hennar. Hún vann á kaffihúsi í Seattle og gat oft stolið mat þaðan handa þeim. Þau rifust hinsvegar mikið og aðallega um að Cobain þyrfti að finna sér vinnu enda gerði hann fátt annað á þessum tíma en að sofa til kvöldmatarleytis, horfa á sjónvarpið, semja lög og mála myndir og urðu þessi rifrildi umfjöllunarefni Cobain í laginu About a Girl. Um það leyti sem hann og Marander hættu saman var eiturlyfjaneysla Cobain orðin að miklu vandamáli og var það ekki lengur bara marijúana neysla heldur var hann farinn að nota mikið af LSD og öðrum lyfjum. Frænka Cobain hafði talsverðar áhyggjur af þessari þróun enda sagði hún að mikil saga væri í fjölskyldunni af geðsjúkdómum, fíkn og sjálfsmorðum. Fljótlega eftir að Marander hætti með Cobain byrjaði hann að hitta Tobi Vail sem var í hljómsveitinni Bikini Kill og segir sagan að Cobain hafi verið svo hrifinn af henni að hann fylltist kvíða við að hitta hana sem varð til þess að hann kastaði upp og varð það seinna meir kveikjan að textabrotinu „Love you so much it makes me sick“ sem fá finna í laginu Aneurysm. Sambandið við Vail gekk þó ekki upp til lengdar en hafði þó mikil áhrif á bæði Cobain og Nirvana en ein besta vinkona Vail, Kathleen Hanna, spreyjaði einmitt „Kurt Smells Like Teen Spirit“.En á þessum tíma hafði Kurt Cobain loks sannfært Novoselic að stofna með sér hljómsveit og voru drögin að Nirvana því orðin klár. Upphaflega fengu þeir mann að nafni Bob McFadden til að spila á trommur en það gekk ekki upp og í lok árs 1987 gekk Aaron Burckhard til liðs við hljómsveitina sem trommari. Upphaflega æfðu þeir aðeins lög sem fyrri hljómsveit Cobain, Fecal Matter, hafði samið en fljótlega fóru þeir þó að vinna að eigin efni. Á fyrstu mánuðum hljómsveitarinnar breyttu þeir nokkuð reglulega um nafn áður en að þeir sættust á Nirvana en Kurt Cobain sagðist hafa valið það nafn þar sem hann vildi prófa eitthvað fallegt nafn í staðinn fyrir týpískt gróft pönk nafn. Þeir Cobain og Novoselic voru þarna fluttir til Olympia í nágrenni Seattle og höfðu því misst samband við trommarann Burckhard. Á næstu mánuðum skiptu þeir nokkuð reglulega um trommara þangað til að Chad Channing gekk til liðs við hljómsveitina og spilaði hann með þeim á sínum fyrstu tónleikum í maí árið 1988. Fljótlega eftir að Nirvana fór að koma reglulega fram fengu þeir útgáfusamning við Sub-Pop útgáfufyrirtækið sem var staðsett í Seattle. En það var á þeirra vegum sem smáskífan Love Buzz kom út í nóvember 1988 og í desember sama ár byrjuðu þeir að vinna að plötunni Bleach, fyrstu breiðskífu Nirvana. Kostnaðurinn við að taka upp Bleach var ekki mjög mikill, eða um $600 sem þeir áttu þó ekki fyrir. Þá kom vinur þeirra Jason Everman til bjargar en hann gegndi reyndar stöðu gítarleikara á þessum tíma en spilaði þó ekki á plötunni sjálfri þrátt fyrir að vera skráður á nokkrum lögum.Kurt og CourtneyBleach og Courtney Love Platan Bleach kom svo út í júní árið 1989 og varð fljótt mjög vinsæl á háskólastöðvum víðsvegar um Bandaríkin og fór hljómsveitin þessvegna í tónleikaferð sem var þeirra fyrsta á landsvísu. Þeir Cobain, Novoselic og Channing urðu þó fljótlega nokkuð pirraðir á gítarleikaranum Jason Everman og var ástandið orðið svo slæmt í lok ferðarinnar að þeir hættu við síðasta hluta tónleikaferðarinnar og keyrðu aftur heim til sín en enginn lét þó Everman vita að hann væri rekinn úr hljómsveitinni og hefur hann sjálfur haldið því fram að hann hafi hætt sjálfviljugur í Nirvana. Eftir tónleikaferðina hafði platan Bleach selst í rúmlega 40.000 eintökum sem þótti nokkuð gott hjá Sub Pop en Cobain var þó afar ósáttur með hversu litlum tíma og peningum fyrirtækið eyddi í að koma plötunni á framfæri. Í lok árs 1989 fór Kurt Cobain í viðtal þar sem hann var spurður um framtíð Nirvana og sagði hann þá að tónlist þeirra væri að taka miklum breytingum. Hann sagði lögin verða poppaðri og poppaðri eftir því sem hann væri hamingjusamari. Það var einnig um þetta leyti sem Kurt Cobain og Courtney Love fóru að hittast en þau voru þá bæði í nokkuð óþekktum hljómsveitum. Love fór beint að reyna við Cobain en hann reyndi fyrst um sinn að halda ákveðinni fjarlægð og hætti í nokkur skipti við að hitta hana og sagði við vini sína að hann ætlaði sér að vera einhleypir í allaveganna nokkra mánuði í viðbót. En hann átti þó erfitt með að halda sig frá henni. Á næstu mánuðum hittust þau af og til en í lok árs 1991 voru þau farinn að sjást æ oftar saman á opinberum vettvangi og sögðu vinir þeirra að þau deildu mörgum sameiginlegum áhugamálum en þó aðallega eiturlyfjaneyslu sem var að verða sífellt stærra vandamál hjá Cobain. Það var svo í apríl árið 1990 sem hljómsveitin byrjaði að vinna með Butch Vig að næstu plötu og fóru upptökurnar að mestu fram í Wisconsin fylki. Þegar að hljómsveitin var að æfa upp efni fyrir plötuna urðu þeir Novoselic og Cobain þó sífellt pirraðri út í trommuleik Chad Channing og varð hann sömuleiðis fúll þar sem hann fékk ekki að vera með í að semja nýtt efni. Fór það svo að Chad Channing yfirgaf Nirvana. En á sama tíma voru demó upptökur komnar í umferð með nýju Nirvana efni og voru stór útgáfufyrirtæki farin að sýna hljómsveitinni mikin áhuga. Það voru því góð ráð dýr fyrir Nirvana að finna nýjan trommara eins fljótt og mögulegt var. Fyrst fengu þeir Dan Peters úr hjlómsveitinni Mudhoney til að hjálpa sér og tók hann lagið Sliver upp með þeim sem kom út sem smáskífa. En í september árið 1990 voru þeir kynntir fyrir Dave Grohl af sameiginlegum vin en hann var þá að leita sér að nýrri hljómsveit eftir að hljómsveit hans Scream hætti. Þeir Cobain og Novoselic boðuðu Grohl í prufur og eftir að hann hafði spilað með þeim í tvær mínútur voru þeir sannfærðir að þarna var rétti trommarinn kominn. Á þessum tíma var heróínfíkn Kurt Cobain orðin að talsverðu vandamáli. En hann hafði fyrst notað heróín árið 1986 og notað lyfið af og til á næstu árum. En þarna var notkun hans orðin að alvöru vandamáli. Sjálfur sagðist Cobain hafa verið staðráðinn í því að þróa með sér fíkn til að geta linað magaverkinn sem hann var stöðugt með en að hans sögn var þriggja daga heróínneysla það eina sem lét hann alveg gleyma magaverknum.Nevermind umslagiðNevermind En eins og áður sagði var Cobain hundfúll út í Sub-Pop útgáfufyrirtækið þar sem það gat ekki fylgt Bleach jafn vel eftir og hann hefði viljað og þeir tóku því þá ákvörðun að reyna að finna sér stærri útgefanda og á endanum gerðu þeir samning við DGC Records eftir meðmæli frá Kim Gordon úr Sonic Youth.Í kjölfarið fóru upptökur á Nevermind á fullt skrið og ákvað Nirvana að halda sig við Butch Vig en þeir höfðu unnið vel saman á demo upptökunum en nú komu þeir sér fyrir í Sound City hljóðverinu í Los Angeles. Í tvo mánuði unnu þeir að plötunni en lokaútgáfan féll ekki í kramið hjá DGC Records og fengu þeir því Andy Wallace til að endurhljóðblanda Nevermind en meðlimir Nirvana hafa ávallt líst yfir óánægju sinni hversu fínpússuð platan hljómar. Upphaflega reiknaði DGC Records með að selja um það bil 250.000 eintök af Nevermind en það var sami fjöldi og hafði selst af plötunni Goo með Sonic Youth. En fljótlega eftir að fyrsta smáskífan, Smells Like Teen Spirit, kom út varð ljóst að eitthvað mjög stórt var í aðsigi. Lagið fékk gríðarlega mikla spilun í útvarpi auk þess sem myndbandið var reglulega spilað á MTV. Í lok árs 1991 var hljómsveitin á tónleikaferðalagi um Evrópu og var uppseld á alla tónleika og oft mun fleiri en staðirnir höfðu leyfi fyrir. En hvar sem þeir voru heyrðu þeir lagið annaðhvort í útvarpi eða sáu myndbandið í sjónvarpinu og um jólin 1991 var platan Nevermind að seljast í 400.000 eintökum á viku. Í janúar árið 1992 náði platan svo efsta sætinu á Billboard listanum í Bandaríkjunum og í dag hefur hún selst í rúmlega 30milljónum eintaka á heimsvísu.NirvanaFíknin nær völdum Þegar þarna var komið við sögu var farið að gæta mikillar þreytu í herbúðum Nirvana og ákvaðu þeir því að slaka aðeins á hvað tónleikahald varðar og komu aðeins fram á stöku tónleikum. Þar á meðal frægum tónleikum á Reading hátíðinni á Englandi sem af mörgum eru taldir einir bestu tónleikar hljómsveitarinnar. Heróín neysla Cobain var einnig farinn að hamla hljómsveitinni talsvert á þessum tíma. Til dæmis þegar að hljómsveitin kom fram í Saturday Night Live sjónvarpsþættinum en þá hafði hann sprautað sig með heróíni áður en hljómsveitin kom fram sem varð til þess að hann sofnaði stöðugt í myndatöku eftir þáttinn. Hann leit þó aldrei á þessa neyslu sína sem mikið vandamál og sagði aðra bara einfaldlega ekki skilja þetta nógu vel. Neyslan hélt hinsvegar áfram að færast í aukana og snemma árs 1992 fór Kurt Cobain í sína fyrstu meðferð en þá hafði Courtney Love nýverið komist að því að þau ættu von á barni. Um leið og hann lauk meðferðinni fór hann í tónleikaferð til Ástralíu þar sem hann virkaði afar fölur veikindalegur að sjá enda upplifði hann mikil fráhvarfseinkenni. Um leið og tónleikaferðinni var lokið og Cobain var kominn aftur heim til sín byrjaði hann aftur að nota heróín. En það voru þó einnig mikil átök innan hljómsveitarinnar á þessum tíma en fyrir bæði Bleach og Nevermind höfðu allir meðlimir fengið höfundarréttargreiðslum skipt jafnt á milli sín og fór Kurt Cobain fram á að hann fengi meirihlutan af þessum greiðslum og samþykktu aðrir meðlimir þá bón þangað til að Cobain fór fram á að greiðslurnar urðu afturvirkar og næðu einnig yfir greiðslur vegna Nevermind. Þessi mótmæltu þeir Grohl og Novoselic harðlega og vilja margir meina að hljómsveitin hafi í raun aldrei komist almennilega yfir þessi átök en á endanum hafði Cobain þó betur og fékk hann 75% af öllum höfundarréttargreiðslum. Á hápunkti Nevermind tímabilsins giftust svo Kurt Cobain og Courtney Love en athöfnin fór fram á Hawai og var Cobain í grænum náttfötum þar sem hann sagðist ekki hafa nennt í jakkaföt. Love hefur seinna sagt að fjölmargir hafi ráðlagt henni gegn því að giftast Cobain þar sem það myndi yfirtaka líf hennar.Cobain ásamt Frances BeanFrances Bean Cobain Þann 18.ágúst 1992 fæddist svo dóttir þeirra, Frances Bean Cobain. En í viðtali Courtney Love í Vanity Fair sama ár viðurkenndi Love að hafa notað heróín á meðgöngunni en þó einungis áður en hún vissi að hún var ólétt. Þessi ummæli hennar vöktu gríðarlega athygli og seinna meir hélt hún því fram að hún hefði aldrei sagt þetta. Samband þeirra Cobain og Love hafði alltaf vakt athygli fjölmiðla en eftir viðtalið fór allt úr böndunum og voru þau hundelt hvert sem þau fóru og fjölmiðlar voru æstir í að spyrja þau hvort að Frances Bean hefði fæðst ánetjuð heróíni. Stjörnvöld gripu einnig í taumana og skipaði dómari þau sem vanhæf foreldri og þegar að Frances Bean var aðeins tveggja vikna gömul voru þau svipt forræði yfir henni og var systir Courtney Love fengin til að hugsa um stelpuna. Nokkrum vikum síðar fengu þau hinsvegar aftur forræði yfir henni gegn því fara reglulega í þvagprufur og fá heimsóknir fá félagsmálayfirvöldum. Kurt Cobain var sá meðlimur hljómsveitarinnar sem fann mest fyrir þessum vinsældum og var oft litið á hann sem talsmann heillar kynslóðar. En á þessum tíma var Nirvana oft talin flaggskips hljómsveit Grunge senunar sem innihélt fleiri hljómsveitir frá Seattle, eins og Pearl Jam, Alice in Chains, Soundgarden og fleiri. Cobain einbeitti sér því enn frekar að listsköpun og sannfærðis um að fjölmiðlar væru að misskilja öll skilaboð sem hann sendi frá sér og vildi hann því gefa út ögn „erfiðari“ plötu næst. Cobain hafði einnig áhyggjur af því að þessar vinsældir Nirvana myndu verða til þess að þeir myndu missa tengslin við jaðarsenuna og að fjölmiðlar væru stöðugt að draga upp aðra mynd af honum en hann vildi sína fólki og var hann gjarn á að líkja sjálfum sér við leikkonuna Frances Farmer sem var lögð á geðspítala gegn vilja sínum mörgum áratugum fyrr og samdi hann einmitt lagið Frances Farmer Will Have Her Revenge on Seattle um þá tenginu en lagið má finna á plötunni In Utero.En í umræðunni um Nirvana gleymist oft að taka fram hversu pólitískir þeir voru. En Cobain hreinlega fyrirleit alla þá sem þóttust vera aðdáendur Nirvana en misskildu, nú eða voru ekki sammála, félagslegum og pólitískum skoðunum þeirra. En þeir voru allir harðir andstæðingar kynjamisrétti, rasisma og fordómum gegn samkynhneigðum en Cobain var sérlega stoltur af þeirri staðreynd að Nirvana kom fram á styrktartónleikum fyrir samkynhneigað til að berjast gegn löggjöf í Nevada fylki sem hefði dregið úr réttindum samkynheigðra. Þá var Cobain öflugur stuðningsmaður þess að konur fengu val um fóstureyðingu og varð það til þess að kristnir hópar hótuðu honum og fékk hann meðal annars morðhótun sem skýrði frá því að hann yrði skotinn næst þegar að hann stigi á svið.In UteroIn Utero Útgáfufyrirtæki Nirvana stefndi á að gefa út næstu plötu þeirra um jólin árið 1992 en fljótlega varð ljóst að það myndi ekki nást og var því ákveðið að gefa út plötuna Incesticide í desember 1992 en sú plata innihélt nokkrar sjaldgæfar upptökur frá Nirvana. Þrátt fyrir að plötufyrirtækið eyddi meiri tíma í að auglýsa nýjustu smáskífun ef Nevermind heldur en Incesticide náði platan engu að síður gullsölu á aðeins tveimur mánuðum. Þegar loksins kom að því að taka upp þriðju breiðskífu Nirvana var Steve Albini fenginn til að sjá um upptökustjórn og ferðaðist hann með hljómsveitinni til Minnesota í febrúar 1993 til að taka upp plötuna. Upptökurnar gengu nokkuð vel og tóku einungis tvær vikur og var kostnaðurinn $25.000. Nokkrum vikum eftir að upptökunum lauk lak út sú saga að DGC Records töldu að ógerningur væri að gefa plötuna út eins og hún hljómaði í dag og höfðu þá aðdáendur miklar áhyggjur af gangi máli. Sagan reyndist svo seinna meir vera uppspuni frá rótum en engu að síður var Kurt Cobain sjálfur nokkuð ósáttur með hvernig platan var hljóðblönduð og þá sérstaklega tvö lög af henni og var því Scott Litt, sem hafði unnið mikið með REM, fenginn til að endurhljóðblanda þessu 2 lög af plötunni. Platan In Utero fór svo beint í fyrsta sætið á Billboard listanum þegar að hún kom út í september árið 1993. En platan fékk einnig prýðisgóða dóma frá gagnrýnendum sem sögðu aðdáendur ekki þurfa að hafa neinar áhyggjur af því að Nirvana væru að verða of „mainstream“. Á sama tíma og platan kom út var hljómsveitin að vinna að myndbandið við lagið Heart-Shaped Box og var Kurt Cobain með mjög ákveðnar hugmyndir um hvað ætti að koma fram í myndbandinu en ýmis atriði í myndbandinu þykja vera tilvísanir í heróín fíkn sem var orðinn stór hluti af lífi Cobain á þessum tíma. Myndbandið var engu að síður afar vel heppnað og vann til fjölda verðlauna. En skömmu áður en In Utero kom út hafði Cobain tekið of stóran skammt af heróíni fyrir slysni og misst meðvitund. Í stað þess að hringja á sjúkabíl sprautaði Love hann með Narcan til að koma honum aftur til meðvitundar og Cobain lét í framhaldinu eins og ekkert hefði gerst. Í október 1993 hélt Nirvana af stað í tónleikaferð um Bandaríkin, sú fyrsta í tvö ár, og fengu þeir Pat Smear úr hljómsveitinni Germs til að spila á gítar með þeim. Í nóvember var svo komið að einum þekktustu tónleikum sveitarinnar þegar að hún kom fram í MTV Unplugged tónleikaröðinni. En aðstandendur MTV höfðu þá reynt að fá hljómsveitina í langan tíma án árangur. Þeir fóru þó aðra leið en flestar hljómsveitir og forðuðust að spila sín þekktustu lög.Kurt CobainSíðustu dagarnir Það var svo í upphafi árs 1994 sem hljómsveitin lagði af stað í tónleikaferð um Evrópu og reyndist það vera síðasta tónleikaferð Nirvana. Síðustu tónleikar hljómsveitarinnar fóru fram í Munchen í Þýskalandi þann 1.mars. Eftir þá tónleika var Cobain greindur með alvarlegar sýkingar í hálsi og flaug hann til Róm þar sem hann átti að gangast undir læknismeðferð og þar tók Courtney Love á móti honum. Þann 4.mars fann Love hann meðvitundarlausan á hótelherbergi sínu og hringdi hún tafarlaust á sjúkrabíl en þá hafði hann blandað saman miklu magni af Rohypnol og kampavíni. En Cobain var meðvitundarlaus allan daginn og þurfti að eyða fimm dögum á spítalanum áður en hann var útskrifaður og fór hann þá til Seattle. En Love hefur sagt að þetta hafi verið fyrsta sjálfsmorðstilraunin hans. Stuttu eftir heimkomuna, eða þann 18.mars, hringdi Love á lögregluna til að tilkynna að Cobain væri í sjálfsmorðshugleiðingum og hefði læst sig inn á herbergi með byssu. Lögregla mætti á staðinn og gerði nokkrar byssur upptækar af heimilinu ásamt pilluboxum. En Cobain neitaði fyrir það að vera í sjálfsmorðshugleiðingum heldur hafi hann einungis verið að fela sig fyrir Love. Þarna var Love hinsvegar farin að hafa gríðarlegar áhyggjur af eiturlyfjaneyslu Cobain og fékk hún þá 10 vini hans til að sannfæra hann um að fara í meðferð. Í fyrstu gekk það mjög illa þar sem að Cobain trylltist við vini sína að hafa tekið þátt í þessari vitleysu og læsti sig inn á herbergi. En í lok dags náðist loks að sannfæra hann um að skrá sig í meðferð. En þann 30.mars skráði hann sig í meðferð í Los Angelse og virtist hann ætla að taka á vandamálinu. Hann talaði opinskátt um neyslu sína og önnur vandamál við ráðgjafa á milli þess sem hann fékk að hitta Frances dóttur sína og lék sér við hana. En degi síðar fór hann út á lóð til að fá sér sígarettu og klifraði þá yfir girðingu og slapp úr meðferðinni. En fyrr um daginn hafði hann einmitt haft orð á því afar heimskulegt væri að reyna að klifra yfir þessa háu girðingu. Cobain tók því næst leigubíl upp á flugvöll þar sem hann pantaði sér flug til Seattle en í vélinni sat hann hliðiná Duff McKagan, bassaleikara Guns N‘ Roses, en Duff sagði hann hafa virkað nokkuð hamingjusaman en hann hafði samt sem áður haft mjög óþægilega tilfinningu að eitthvað slæmt væri að fara að gerast. Eftir að Cobain lenti í Seattle er lítið vitað um ferðir hans en þá sást til hans víðsvegar um borgina næstu tvö sólarhringa. Þann 3.apríl réð Courtney Love einkaspæjara til að hafa upp á Cobain en ekkert sást til hans þann dag né daganna á eftir. Þann 7.apríl fóru svo háværir orðrómar af stað þess efnis að hljómsveitin væri hætt en þá kom tilkynning þess efnis að hljómsveitin myndi ekki koma fram á Lollapalooza hátíðinni. Það var svo þann 8.apríl 1994 að rafvirki fann lík Kurt Cobain á heimili hans. En dánarosök var skot í höfuðið og var strax ljós að um sjálfsvíg var að ræða. Við krufningu kom í ljós að gríðarlegt magn af heróíni var í blóðinu og að líklegast væri að hann hefði látist þann 5.apríl. Harmageddon Mest lesið Konungur undirganganna Harmageddon Tónlistarblaðið Popp kynnir Poppskúrinn á Vísi Harmageddon Sannleikurinn: "Það er engin hálka í Reykjavík“ Harmageddon Lay Low er skotin í Mary Poppins Harmageddon Enginn kemur Hönnu Birnu til varnar Harmageddon Íslensk hljómsveit hitar upp fyrir The Pixies Harmageddon Sannleikurinn: Engeyjarættin stórgræðir á að smita börn af einhverfu Harmageddon Sigurður Einarsson kominn á Kvíabryggju Harmageddon Grimmur gyðingur fallinn frá Harmageddon Sannleikurinn: Sjálfstæðismenn í Reykjavík telja sig nú eiga séns Harmageddon
Kurt Cobain fæddist þann 20.febrúar 1967 í smábænum Aberdeen í Washington fylki í Bandaríkjunum. Cobain var sagður hafa verið mjög hamingjusamt barn og voru listrænir hæfileikar hans strax mjög greinilegir og töluðu kennarar hans mikið um þetta. Bæði var hann mikið að mála myndir og fjögurra ára var hann farinn að syngja og spila á píanó. En á þessum árum var hann mikið að hlusta á hljómsveitir á borð við Ramones, ELO, Bítlana og fleiri sveitir. Þegar að Kurt Cobain var sjö ára gamall skildu hinsvegar foreldrar hans og hafði það gríðarleg áhrif á hann og talaði hann oft mjög opinskátt um skilnað foreldra sinna og hversu mikil áhrif það hafði á líf hans. Mamma Kurt talaði einnig um að við skilnaðinn hafi persónuleiki hans breyst gríðarlega mikið. Báðir foreldrar hans fundu sér nýja maka og fyrst um sinn bjó Cobain hjá pabba sínum og stjúpmóðir og tveimur börnum hennar. Fyrst um sinn kunni Kurt nokkuð vel við stjúpmóðir sína en eftir að hálfbróður Kurt fæddist breyttist þó margt og Kurt fékk ekki lengur þá athygli sem hann var vanur að fá og fékk fljótt andúð á stjúpmóður sinni. Á sama tíma byrjaði svo mamma Kurt að hitta mann sem var ofbeldisfullur og varð hann því oft vitni að heimilisofbeldi. Á þessum árum varð hegðun Kurt enn verri og á endanum fór pabbi hans með hann til sálfræðings sem taldi að það besta í stöðunni væri að hann myndi hætta að flakka um á milli heimila og fór það svo að pabbi Kurt fékk fullt forræði. Þetta breytti hinsvegar litlu og hegðun hans hélt áfram að versna á unglingsárunum og varð svo slæmt að pabbi hans hálf gafst upp á honum og lét vini og fjölskyldumeðlimi sjá um Kurt að miklu leyti. Um tíma bjó Kurt inn á heimili hjá ofsatrúarfólki og varð hann mjög kristinn um tíma og sótti reglulega messur með fjölskyldunni. Seinna meir snéri hann þó baki við trúnni og er lagið Lithium að hluta byggt á veru hans hjá fjölskyldunni. Þrátt fyrir að Cobain hafi snúið baki við trúnni skipti hún enn miklu máli í lífi hans og notaði hann mjög oft trúarlegar tilvísanir í listsköpun sinni og er nafnið Nirvana trúlega eitt besta dæmið um það.Cobain fékk sinn fyrsta gítar 14 áraFyrsti gítarinn Þegar að Kurt Cobain fagnaði 14 ára afmæli sínu urðu enn ein kaflaskilin í lífi hans en að þessu sinni á góðan hátt. En þá spurði frændi hans hvort hann vildi frekar fá hjól eða notaðan rafmagnsgítar í afmælisgjöf. Sem betur fer valdi Cobain að fá gítarinn og sat hann þá öllum stundum að æfa sig og varð fljótt nokkuð góður gítarleikari. Honum gekk þó illa að fá skólafélaga sína til að stofna hljómsveit með sér enda vildu flestir í skólanum sem minnst af honum vita. Hann var þarna hinsvegar farinn að eyða talsverðum tíma í æfingarhúsnæði hljómsveitarinnar The Melvins ásamt fleiri krökkum með svipuð áhugamál og þar kynntist hann einmitt Kris Novoselic. Mamma Novoselic átti hárgreiðslustofu þar sem þeir gátu stundum fengið að æfa sig án þess þó að þeir stofnuðu formlega hljómsveit strax. Á þessum árum var Cobain farinn að nota marijúana nokkuð reglulega en hann hafði fyrst fengið sér að reykja 13 ára gamall. En alla ævi þjáðist Cobain af sjaldgæfum magasjúkdómi sem orsakaði miklar kvalir og sagðist hann snemma hafa lært að hægt var að nota lyf til að laga verkina og vildi hann heimfæra það upp á eiturlyfjaneyslu sína á fullorðinsárum. Sökum versnandi hegðunar hjá Kurt Cobain flutti hann alfarið frá pabba sínum og aftur heim til mömmu sinnar en þegar að ljóst varð að hann myndi ekki ná að klára nógu margar einingar til að útskrifast úr menntaskóla gaf hún honum tvo kosti, annaðhvort myndi hann finna sér vinnu eða flytja að heiman. Viku seinna pakkaði Cobain dótinu sínu saman og flutti út og eyddi hann næstu misserum í að gista hjá vinum sínum og að eigin sögn neyddist hann stundum til að gista úti eða að brjótast inn í yfirgefnar byggingar í leit að gistingu og fjalla sum lög Nirvana um þann tíma.Cobain, Novoselic og ChanningNirvana verður til Árið 1986, eða þegar að Kurt Cobain var 19 ára, var hann kominn í fasta vinnu og gat því farið að leigja íbúð. Á þeim tíma var hann orðinn ansi virkur í rokk og pönk senunni á svæðinu og ferðaðist hann reglulega til nærliggjandi bæja til að fara á tónleika. Í þessum ferðum kynntist Kurt Cobain stelpu að nafni Tracy Marander og fljótlega var hann hættur í vinnunni og nær algjörlega fluttur inn til hennar. Hún vann á kaffihúsi í Seattle og gat oft stolið mat þaðan handa þeim. Þau rifust hinsvegar mikið og aðallega um að Cobain þyrfti að finna sér vinnu enda gerði hann fátt annað á þessum tíma en að sofa til kvöldmatarleytis, horfa á sjónvarpið, semja lög og mála myndir og urðu þessi rifrildi umfjöllunarefni Cobain í laginu About a Girl. Um það leyti sem hann og Marander hættu saman var eiturlyfjaneysla Cobain orðin að miklu vandamáli og var það ekki lengur bara marijúana neysla heldur var hann farinn að nota mikið af LSD og öðrum lyfjum. Frænka Cobain hafði talsverðar áhyggjur af þessari þróun enda sagði hún að mikil saga væri í fjölskyldunni af geðsjúkdómum, fíkn og sjálfsmorðum. Fljótlega eftir að Marander hætti með Cobain byrjaði hann að hitta Tobi Vail sem var í hljómsveitinni Bikini Kill og segir sagan að Cobain hafi verið svo hrifinn af henni að hann fylltist kvíða við að hitta hana sem varð til þess að hann kastaði upp og varð það seinna meir kveikjan að textabrotinu „Love you so much it makes me sick“ sem fá finna í laginu Aneurysm. Sambandið við Vail gekk þó ekki upp til lengdar en hafði þó mikil áhrif á bæði Cobain og Nirvana en ein besta vinkona Vail, Kathleen Hanna, spreyjaði einmitt „Kurt Smells Like Teen Spirit“.En á þessum tíma hafði Kurt Cobain loks sannfært Novoselic að stofna með sér hljómsveit og voru drögin að Nirvana því orðin klár. Upphaflega fengu þeir mann að nafni Bob McFadden til að spila á trommur en það gekk ekki upp og í lok árs 1987 gekk Aaron Burckhard til liðs við hljómsveitina sem trommari. Upphaflega æfðu þeir aðeins lög sem fyrri hljómsveit Cobain, Fecal Matter, hafði samið en fljótlega fóru þeir þó að vinna að eigin efni. Á fyrstu mánuðum hljómsveitarinnar breyttu þeir nokkuð reglulega um nafn áður en að þeir sættust á Nirvana en Kurt Cobain sagðist hafa valið það nafn þar sem hann vildi prófa eitthvað fallegt nafn í staðinn fyrir týpískt gróft pönk nafn. Þeir Cobain og Novoselic voru þarna fluttir til Olympia í nágrenni Seattle og höfðu því misst samband við trommarann Burckhard. Á næstu mánuðum skiptu þeir nokkuð reglulega um trommara þangað til að Chad Channing gekk til liðs við hljómsveitina og spilaði hann með þeim á sínum fyrstu tónleikum í maí árið 1988. Fljótlega eftir að Nirvana fór að koma reglulega fram fengu þeir útgáfusamning við Sub-Pop útgáfufyrirtækið sem var staðsett í Seattle. En það var á þeirra vegum sem smáskífan Love Buzz kom út í nóvember 1988 og í desember sama ár byrjuðu þeir að vinna að plötunni Bleach, fyrstu breiðskífu Nirvana. Kostnaðurinn við að taka upp Bleach var ekki mjög mikill, eða um $600 sem þeir áttu þó ekki fyrir. Þá kom vinur þeirra Jason Everman til bjargar en hann gegndi reyndar stöðu gítarleikara á þessum tíma en spilaði þó ekki á plötunni sjálfri þrátt fyrir að vera skráður á nokkrum lögum.Kurt og CourtneyBleach og Courtney Love Platan Bleach kom svo út í júní árið 1989 og varð fljótt mjög vinsæl á háskólastöðvum víðsvegar um Bandaríkin og fór hljómsveitin þessvegna í tónleikaferð sem var þeirra fyrsta á landsvísu. Þeir Cobain, Novoselic og Channing urðu þó fljótlega nokkuð pirraðir á gítarleikaranum Jason Everman og var ástandið orðið svo slæmt í lok ferðarinnar að þeir hættu við síðasta hluta tónleikaferðarinnar og keyrðu aftur heim til sín en enginn lét þó Everman vita að hann væri rekinn úr hljómsveitinni og hefur hann sjálfur haldið því fram að hann hafi hætt sjálfviljugur í Nirvana. Eftir tónleikaferðina hafði platan Bleach selst í rúmlega 40.000 eintökum sem þótti nokkuð gott hjá Sub Pop en Cobain var þó afar ósáttur með hversu litlum tíma og peningum fyrirtækið eyddi í að koma plötunni á framfæri. Í lok árs 1989 fór Kurt Cobain í viðtal þar sem hann var spurður um framtíð Nirvana og sagði hann þá að tónlist þeirra væri að taka miklum breytingum. Hann sagði lögin verða poppaðri og poppaðri eftir því sem hann væri hamingjusamari. Það var einnig um þetta leyti sem Kurt Cobain og Courtney Love fóru að hittast en þau voru þá bæði í nokkuð óþekktum hljómsveitum. Love fór beint að reyna við Cobain en hann reyndi fyrst um sinn að halda ákveðinni fjarlægð og hætti í nokkur skipti við að hitta hana og sagði við vini sína að hann ætlaði sér að vera einhleypir í allaveganna nokkra mánuði í viðbót. En hann átti þó erfitt með að halda sig frá henni. Á næstu mánuðum hittust þau af og til en í lok árs 1991 voru þau farinn að sjást æ oftar saman á opinberum vettvangi og sögðu vinir þeirra að þau deildu mörgum sameiginlegum áhugamálum en þó aðallega eiturlyfjaneyslu sem var að verða sífellt stærra vandamál hjá Cobain. Það var svo í apríl árið 1990 sem hljómsveitin byrjaði að vinna með Butch Vig að næstu plötu og fóru upptökurnar að mestu fram í Wisconsin fylki. Þegar að hljómsveitin var að æfa upp efni fyrir plötuna urðu þeir Novoselic og Cobain þó sífellt pirraðri út í trommuleik Chad Channing og varð hann sömuleiðis fúll þar sem hann fékk ekki að vera með í að semja nýtt efni. Fór það svo að Chad Channing yfirgaf Nirvana. En á sama tíma voru demó upptökur komnar í umferð með nýju Nirvana efni og voru stór útgáfufyrirtæki farin að sýna hljómsveitinni mikin áhuga. Það voru því góð ráð dýr fyrir Nirvana að finna nýjan trommara eins fljótt og mögulegt var. Fyrst fengu þeir Dan Peters úr hjlómsveitinni Mudhoney til að hjálpa sér og tók hann lagið Sliver upp með þeim sem kom út sem smáskífa. En í september árið 1990 voru þeir kynntir fyrir Dave Grohl af sameiginlegum vin en hann var þá að leita sér að nýrri hljómsveit eftir að hljómsveit hans Scream hætti. Þeir Cobain og Novoselic boðuðu Grohl í prufur og eftir að hann hafði spilað með þeim í tvær mínútur voru þeir sannfærðir að þarna var rétti trommarinn kominn. Á þessum tíma var heróínfíkn Kurt Cobain orðin að talsverðu vandamáli. En hann hafði fyrst notað heróín árið 1986 og notað lyfið af og til á næstu árum. En þarna var notkun hans orðin að alvöru vandamáli. Sjálfur sagðist Cobain hafa verið staðráðinn í því að þróa með sér fíkn til að geta linað magaverkinn sem hann var stöðugt með en að hans sögn var þriggja daga heróínneysla það eina sem lét hann alveg gleyma magaverknum.Nevermind umslagiðNevermind En eins og áður sagði var Cobain hundfúll út í Sub-Pop útgáfufyrirtækið þar sem það gat ekki fylgt Bleach jafn vel eftir og hann hefði viljað og þeir tóku því þá ákvörðun að reyna að finna sér stærri útgefanda og á endanum gerðu þeir samning við DGC Records eftir meðmæli frá Kim Gordon úr Sonic Youth.Í kjölfarið fóru upptökur á Nevermind á fullt skrið og ákvað Nirvana að halda sig við Butch Vig en þeir höfðu unnið vel saman á demo upptökunum en nú komu þeir sér fyrir í Sound City hljóðverinu í Los Angeles. Í tvo mánuði unnu þeir að plötunni en lokaútgáfan féll ekki í kramið hjá DGC Records og fengu þeir því Andy Wallace til að endurhljóðblanda Nevermind en meðlimir Nirvana hafa ávallt líst yfir óánægju sinni hversu fínpússuð platan hljómar. Upphaflega reiknaði DGC Records með að selja um það bil 250.000 eintök af Nevermind en það var sami fjöldi og hafði selst af plötunni Goo með Sonic Youth. En fljótlega eftir að fyrsta smáskífan, Smells Like Teen Spirit, kom út varð ljóst að eitthvað mjög stórt var í aðsigi. Lagið fékk gríðarlega mikla spilun í útvarpi auk þess sem myndbandið var reglulega spilað á MTV. Í lok árs 1991 var hljómsveitin á tónleikaferðalagi um Evrópu og var uppseld á alla tónleika og oft mun fleiri en staðirnir höfðu leyfi fyrir. En hvar sem þeir voru heyrðu þeir lagið annaðhvort í útvarpi eða sáu myndbandið í sjónvarpinu og um jólin 1991 var platan Nevermind að seljast í 400.000 eintökum á viku. Í janúar árið 1992 náði platan svo efsta sætinu á Billboard listanum í Bandaríkjunum og í dag hefur hún selst í rúmlega 30milljónum eintaka á heimsvísu.NirvanaFíknin nær völdum Þegar þarna var komið við sögu var farið að gæta mikillar þreytu í herbúðum Nirvana og ákvaðu þeir því að slaka aðeins á hvað tónleikahald varðar og komu aðeins fram á stöku tónleikum. Þar á meðal frægum tónleikum á Reading hátíðinni á Englandi sem af mörgum eru taldir einir bestu tónleikar hljómsveitarinnar. Heróín neysla Cobain var einnig farinn að hamla hljómsveitinni talsvert á þessum tíma. Til dæmis þegar að hljómsveitin kom fram í Saturday Night Live sjónvarpsþættinum en þá hafði hann sprautað sig með heróíni áður en hljómsveitin kom fram sem varð til þess að hann sofnaði stöðugt í myndatöku eftir þáttinn. Hann leit þó aldrei á þessa neyslu sína sem mikið vandamál og sagði aðra bara einfaldlega ekki skilja þetta nógu vel. Neyslan hélt hinsvegar áfram að færast í aukana og snemma árs 1992 fór Kurt Cobain í sína fyrstu meðferð en þá hafði Courtney Love nýverið komist að því að þau ættu von á barni. Um leið og hann lauk meðferðinni fór hann í tónleikaferð til Ástralíu þar sem hann virkaði afar fölur veikindalegur að sjá enda upplifði hann mikil fráhvarfseinkenni. Um leið og tónleikaferðinni var lokið og Cobain var kominn aftur heim til sín byrjaði hann aftur að nota heróín. En það voru þó einnig mikil átök innan hljómsveitarinnar á þessum tíma en fyrir bæði Bleach og Nevermind höfðu allir meðlimir fengið höfundarréttargreiðslum skipt jafnt á milli sín og fór Kurt Cobain fram á að hann fengi meirihlutan af þessum greiðslum og samþykktu aðrir meðlimir þá bón þangað til að Cobain fór fram á að greiðslurnar urðu afturvirkar og næðu einnig yfir greiðslur vegna Nevermind. Þessi mótmæltu þeir Grohl og Novoselic harðlega og vilja margir meina að hljómsveitin hafi í raun aldrei komist almennilega yfir þessi átök en á endanum hafði Cobain þó betur og fékk hann 75% af öllum höfundarréttargreiðslum. Á hápunkti Nevermind tímabilsins giftust svo Kurt Cobain og Courtney Love en athöfnin fór fram á Hawai og var Cobain í grænum náttfötum þar sem hann sagðist ekki hafa nennt í jakkaföt. Love hefur seinna sagt að fjölmargir hafi ráðlagt henni gegn því að giftast Cobain þar sem það myndi yfirtaka líf hennar.Cobain ásamt Frances BeanFrances Bean Cobain Þann 18.ágúst 1992 fæddist svo dóttir þeirra, Frances Bean Cobain. En í viðtali Courtney Love í Vanity Fair sama ár viðurkenndi Love að hafa notað heróín á meðgöngunni en þó einungis áður en hún vissi að hún var ólétt. Þessi ummæli hennar vöktu gríðarlega athygli og seinna meir hélt hún því fram að hún hefði aldrei sagt þetta. Samband þeirra Cobain og Love hafði alltaf vakt athygli fjölmiðla en eftir viðtalið fór allt úr böndunum og voru þau hundelt hvert sem þau fóru og fjölmiðlar voru æstir í að spyrja þau hvort að Frances Bean hefði fæðst ánetjuð heróíni. Stjörnvöld gripu einnig í taumana og skipaði dómari þau sem vanhæf foreldri og þegar að Frances Bean var aðeins tveggja vikna gömul voru þau svipt forræði yfir henni og var systir Courtney Love fengin til að hugsa um stelpuna. Nokkrum vikum síðar fengu þau hinsvegar aftur forræði yfir henni gegn því fara reglulega í þvagprufur og fá heimsóknir fá félagsmálayfirvöldum. Kurt Cobain var sá meðlimur hljómsveitarinnar sem fann mest fyrir þessum vinsældum og var oft litið á hann sem talsmann heillar kynslóðar. En á þessum tíma var Nirvana oft talin flaggskips hljómsveit Grunge senunar sem innihélt fleiri hljómsveitir frá Seattle, eins og Pearl Jam, Alice in Chains, Soundgarden og fleiri. Cobain einbeitti sér því enn frekar að listsköpun og sannfærðis um að fjölmiðlar væru að misskilja öll skilaboð sem hann sendi frá sér og vildi hann því gefa út ögn „erfiðari“ plötu næst. Cobain hafði einnig áhyggjur af því að þessar vinsældir Nirvana myndu verða til þess að þeir myndu missa tengslin við jaðarsenuna og að fjölmiðlar væru stöðugt að draga upp aðra mynd af honum en hann vildi sína fólki og var hann gjarn á að líkja sjálfum sér við leikkonuna Frances Farmer sem var lögð á geðspítala gegn vilja sínum mörgum áratugum fyrr og samdi hann einmitt lagið Frances Farmer Will Have Her Revenge on Seattle um þá tenginu en lagið má finna á plötunni In Utero.En í umræðunni um Nirvana gleymist oft að taka fram hversu pólitískir þeir voru. En Cobain hreinlega fyrirleit alla þá sem þóttust vera aðdáendur Nirvana en misskildu, nú eða voru ekki sammála, félagslegum og pólitískum skoðunum þeirra. En þeir voru allir harðir andstæðingar kynjamisrétti, rasisma og fordómum gegn samkynhneigðum en Cobain var sérlega stoltur af þeirri staðreynd að Nirvana kom fram á styrktartónleikum fyrir samkynhneigað til að berjast gegn löggjöf í Nevada fylki sem hefði dregið úr réttindum samkynheigðra. Þá var Cobain öflugur stuðningsmaður þess að konur fengu val um fóstureyðingu og varð það til þess að kristnir hópar hótuðu honum og fékk hann meðal annars morðhótun sem skýrði frá því að hann yrði skotinn næst þegar að hann stigi á svið.In UteroIn Utero Útgáfufyrirtæki Nirvana stefndi á að gefa út næstu plötu þeirra um jólin árið 1992 en fljótlega varð ljóst að það myndi ekki nást og var því ákveðið að gefa út plötuna Incesticide í desember 1992 en sú plata innihélt nokkrar sjaldgæfar upptökur frá Nirvana. Þrátt fyrir að plötufyrirtækið eyddi meiri tíma í að auglýsa nýjustu smáskífun ef Nevermind heldur en Incesticide náði platan engu að síður gullsölu á aðeins tveimur mánuðum. Þegar loksins kom að því að taka upp þriðju breiðskífu Nirvana var Steve Albini fenginn til að sjá um upptökustjórn og ferðaðist hann með hljómsveitinni til Minnesota í febrúar 1993 til að taka upp plötuna. Upptökurnar gengu nokkuð vel og tóku einungis tvær vikur og var kostnaðurinn $25.000. Nokkrum vikum eftir að upptökunum lauk lak út sú saga að DGC Records töldu að ógerningur væri að gefa plötuna út eins og hún hljómaði í dag og höfðu þá aðdáendur miklar áhyggjur af gangi máli. Sagan reyndist svo seinna meir vera uppspuni frá rótum en engu að síður var Kurt Cobain sjálfur nokkuð ósáttur með hvernig platan var hljóðblönduð og þá sérstaklega tvö lög af henni og var því Scott Litt, sem hafði unnið mikið með REM, fenginn til að endurhljóðblanda þessu 2 lög af plötunni. Platan In Utero fór svo beint í fyrsta sætið á Billboard listanum þegar að hún kom út í september árið 1993. En platan fékk einnig prýðisgóða dóma frá gagnrýnendum sem sögðu aðdáendur ekki þurfa að hafa neinar áhyggjur af því að Nirvana væru að verða of „mainstream“. Á sama tíma og platan kom út var hljómsveitin að vinna að myndbandið við lagið Heart-Shaped Box og var Kurt Cobain með mjög ákveðnar hugmyndir um hvað ætti að koma fram í myndbandinu en ýmis atriði í myndbandinu þykja vera tilvísanir í heróín fíkn sem var orðinn stór hluti af lífi Cobain á þessum tíma. Myndbandið var engu að síður afar vel heppnað og vann til fjölda verðlauna. En skömmu áður en In Utero kom út hafði Cobain tekið of stóran skammt af heróíni fyrir slysni og misst meðvitund. Í stað þess að hringja á sjúkabíl sprautaði Love hann með Narcan til að koma honum aftur til meðvitundar og Cobain lét í framhaldinu eins og ekkert hefði gerst. Í október 1993 hélt Nirvana af stað í tónleikaferð um Bandaríkin, sú fyrsta í tvö ár, og fengu þeir Pat Smear úr hljómsveitinni Germs til að spila á gítar með þeim. Í nóvember var svo komið að einum þekktustu tónleikum sveitarinnar þegar að hún kom fram í MTV Unplugged tónleikaröðinni. En aðstandendur MTV höfðu þá reynt að fá hljómsveitina í langan tíma án árangur. Þeir fóru þó aðra leið en flestar hljómsveitir og forðuðust að spila sín þekktustu lög.Kurt CobainSíðustu dagarnir Það var svo í upphafi árs 1994 sem hljómsveitin lagði af stað í tónleikaferð um Evrópu og reyndist það vera síðasta tónleikaferð Nirvana. Síðustu tónleikar hljómsveitarinnar fóru fram í Munchen í Þýskalandi þann 1.mars. Eftir þá tónleika var Cobain greindur með alvarlegar sýkingar í hálsi og flaug hann til Róm þar sem hann átti að gangast undir læknismeðferð og þar tók Courtney Love á móti honum. Þann 4.mars fann Love hann meðvitundarlausan á hótelherbergi sínu og hringdi hún tafarlaust á sjúkrabíl en þá hafði hann blandað saman miklu magni af Rohypnol og kampavíni. En Cobain var meðvitundarlaus allan daginn og þurfti að eyða fimm dögum á spítalanum áður en hann var útskrifaður og fór hann þá til Seattle. En Love hefur sagt að þetta hafi verið fyrsta sjálfsmorðstilraunin hans. Stuttu eftir heimkomuna, eða þann 18.mars, hringdi Love á lögregluna til að tilkynna að Cobain væri í sjálfsmorðshugleiðingum og hefði læst sig inn á herbergi með byssu. Lögregla mætti á staðinn og gerði nokkrar byssur upptækar af heimilinu ásamt pilluboxum. En Cobain neitaði fyrir það að vera í sjálfsmorðshugleiðingum heldur hafi hann einungis verið að fela sig fyrir Love. Þarna var Love hinsvegar farin að hafa gríðarlegar áhyggjur af eiturlyfjaneyslu Cobain og fékk hún þá 10 vini hans til að sannfæra hann um að fara í meðferð. Í fyrstu gekk það mjög illa þar sem að Cobain trylltist við vini sína að hafa tekið þátt í þessari vitleysu og læsti sig inn á herbergi. En í lok dags náðist loks að sannfæra hann um að skrá sig í meðferð. En þann 30.mars skráði hann sig í meðferð í Los Angelse og virtist hann ætla að taka á vandamálinu. Hann talaði opinskátt um neyslu sína og önnur vandamál við ráðgjafa á milli þess sem hann fékk að hitta Frances dóttur sína og lék sér við hana. En degi síðar fór hann út á lóð til að fá sér sígarettu og klifraði þá yfir girðingu og slapp úr meðferðinni. En fyrr um daginn hafði hann einmitt haft orð á því afar heimskulegt væri að reyna að klifra yfir þessa háu girðingu. Cobain tók því næst leigubíl upp á flugvöll þar sem hann pantaði sér flug til Seattle en í vélinni sat hann hliðiná Duff McKagan, bassaleikara Guns N‘ Roses, en Duff sagði hann hafa virkað nokkuð hamingjusaman en hann hafði samt sem áður haft mjög óþægilega tilfinningu að eitthvað slæmt væri að fara að gerast. Eftir að Cobain lenti í Seattle er lítið vitað um ferðir hans en þá sást til hans víðsvegar um borgina næstu tvö sólarhringa. Þann 3.apríl réð Courtney Love einkaspæjara til að hafa upp á Cobain en ekkert sást til hans þann dag né daganna á eftir. Þann 7.apríl fóru svo háværir orðrómar af stað þess efnis að hljómsveitin væri hætt en þá kom tilkynning þess efnis að hljómsveitin myndi ekki koma fram á Lollapalooza hátíðinni. Það var svo þann 8.apríl 1994 að rafvirki fann lík Kurt Cobain á heimili hans. En dánarosök var skot í höfuðið og var strax ljós að um sjálfsvíg var að ræða. Við krufningu kom í ljós að gríðarlegt magn af heróíni var í blóðinu og að líklegast væri að hann hefði látist þann 5.apríl.
Harmageddon Mest lesið Konungur undirganganna Harmageddon Tónlistarblaðið Popp kynnir Poppskúrinn á Vísi Harmageddon Sannleikurinn: "Það er engin hálka í Reykjavík“ Harmageddon Lay Low er skotin í Mary Poppins Harmageddon Enginn kemur Hönnu Birnu til varnar Harmageddon Íslensk hljómsveit hitar upp fyrir The Pixies Harmageddon Sannleikurinn: Engeyjarættin stórgræðir á að smita börn af einhverfu Harmageddon Sigurður Einarsson kominn á Kvíabryggju Harmageddon Grimmur gyðingur fallinn frá Harmageddon Sannleikurinn: Sjálfstæðismenn í Reykjavík telja sig nú eiga séns Harmageddon