Lífið

Píanó- og danssnillingar komust í úrslit

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Úr þætti kvöldsins.
Úr þætti kvöldsins.
Dansparið Margrét Hörn Jóhannsdóttir og Höskuldur Þór Jónsson og píanó- og söngkonan Laufey Hlín Jónsdóttir tryggðu sér í kvöld möguleikann á tíu milljónum króna í Ísland got Talent.

Hart var barist á öðru undanúrslitakvöldinu í Austurbæ í kvöld en sýnt var beint frá keppninni á Stöð 2. Margrét Hörn og Höskuldur sýndu á sér glænýja hlið í dansatriði sínu sem sló heldur betur í gegn bæði hjá áhorfendum og dómurum. Sömu sögu er að segja af atriði Laufeyjar sem dómararnir áttu ekki orð yfir.

Höfðu Bubbi Morthens og Jón Ragnar Jónsson á orði að ef áhorfendur heima í stofu myndu ekki kjósa Laufeyju áfram myndu þeir grípa til örþrifaráða á borð við að gera farsíma upptæka á Íslandi eða kjósa sjálfir milljón sinnum í símakosningunni.

Undir lokin þurftu dómarar að gera upp við sig hvort Páll Valdimar jójó-meistari eða Laufey Hlín færu áfram. Réðust úrslitin á atkvæði Bubba sem greiddi Laufeyju atkvæði sitt.

Dansparið úr Kópavogi og píanó- og söngsnillingurinn Laufey verða því á meðal þátttakenda á úrslitakvöldinu í Austurbæ þann 27. apríl þar sem barist verður til þrautar um milljónirnar tíu.

Hér að neðan má sjá frammistöðu Margrétar og Höskuldar og atriði Laufeyjar í undankeppninni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.