Hibbert settur á bekkinn eftir níu mínútur: "Ég hef ekkert að segja" Tómas Þór Þórðarson skrifar 7. apríl 2014 12:45 Roy Hibbert skoraði ekki stig í gær. Vísir/EPA Yfirlýst markmið Indiana Pacers fyrir tímabilið í NBA-deildinni í körfubolta var að vinna austrið til að vera með heimaleikjaréttinn í úrslitum austurdeildarinnar færi svo að liðið kæmist þangað. Það var á góðri leið með að ná markmiðum sínum lengi vel á tímabilinu en Indiana er nú búið að tapa sjö af síðustu tíu leikjum sínum og er búið að missa efsta sætið til meistara Miami Heat eins og greint var frá í morgun. Indiana-liðið hefur spilað hræðilega undanfarið og munar mikið um að stóri maðurinn undir körfunni, miðherjinn Roy Hibbert, hefur verið sérstaklega slakur og hreinlega ekki líkur sjálfum sér í síðustu leikjum. Þessi 218cm hávaxni leikmaður hefur spilað 30,2 mínútur að meðaltali í leik á tímabilinu sem er það mesta á hans ferli. Mínútufjöldinn hefur haft áhrif á frammistöðu hans en Hibbert er að skora færri stig, taka færri fráköst og gefa færri stoðsendingar en áður.Erfiðir dagar hjá Hibbert undanfarið.Vísir/EPABotninum var náð í tapi gegn arfaslöku liði Atlanta Hawks í nótt. Eftir níu mínútur án þess að skora stig, taka svo mikið sem eitt frákast eða gefa eina stoðsendingu fannst Frank Vogel, þjálfara Indiana, nóg komið og tók Hibbert af velli. Hann kom ekki meira við sögu. „Ég íhugaði fyrir leikinn að hvíla Hibbert því hann virðist bara algjörlega úr sér genginn. Hann er 218cm hár og hefur spilað hvern einasta leik á tímabilinu. Það er sjaldgæft. Fyrir mér lítur hann út fyrir að vera alveg búinn á því. Hann leggur sig allan fram en hann er alveg búinn,“ sagði Frank Vogel eftir leikinn. Sjálfur vildi Hibbert ekkert ræða málið við fréttamenn eftir leik. „Ég hef ekkert að segja,“ var það eina sem stóri maðurinn lét hafa eftir sér. Samherjar Hibberts reyndu að koma honum til varnar og sögðu ástæðuna fyrir því að hann var settur á bekkinn vera að Hibbert gat illa varist Paul Millsap og PeroAntic, leikmönnum Atlanta. „Þetta kom mér á óvart því þetta gerist aldrei,“ sagði Paul George, stórstjarna Indiana, eftir leikinn. „Hann passaði illa á móti Atlanta eins og það var að spila í leiknum. Það vildi bara skjóta fyrir utan þannig Roy, sem er frábær að verja körfuna, var að verjast of framarlega.“ Indiana er búið að vinna 53 leiki og tapa 25 á tímabilinu. Það er nú einum leik á eftir Miami í baráttunni um efsta sætið. Liðið á fjóra leiki eftir, þar af leik á móti Miami sem gæti verið úrslitaleikur um toppsætið. NBA Tengdar fréttir Durant komst fram úr Jordan í tapleik | Myndband Oklahoma City Thunder tapaði fyrir Phoenix og Indiana Pacers er búið að missa efsta sætið í austurdeildinni eftir hörmulegt gengi að undanförnu. 7. apríl 2014 09:06 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Fleiri fréttir Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Sjá meira
Yfirlýst markmið Indiana Pacers fyrir tímabilið í NBA-deildinni í körfubolta var að vinna austrið til að vera með heimaleikjaréttinn í úrslitum austurdeildarinnar færi svo að liðið kæmist þangað. Það var á góðri leið með að ná markmiðum sínum lengi vel á tímabilinu en Indiana er nú búið að tapa sjö af síðustu tíu leikjum sínum og er búið að missa efsta sætið til meistara Miami Heat eins og greint var frá í morgun. Indiana-liðið hefur spilað hræðilega undanfarið og munar mikið um að stóri maðurinn undir körfunni, miðherjinn Roy Hibbert, hefur verið sérstaklega slakur og hreinlega ekki líkur sjálfum sér í síðustu leikjum. Þessi 218cm hávaxni leikmaður hefur spilað 30,2 mínútur að meðaltali í leik á tímabilinu sem er það mesta á hans ferli. Mínútufjöldinn hefur haft áhrif á frammistöðu hans en Hibbert er að skora færri stig, taka færri fráköst og gefa færri stoðsendingar en áður.Erfiðir dagar hjá Hibbert undanfarið.Vísir/EPABotninum var náð í tapi gegn arfaslöku liði Atlanta Hawks í nótt. Eftir níu mínútur án þess að skora stig, taka svo mikið sem eitt frákast eða gefa eina stoðsendingu fannst Frank Vogel, þjálfara Indiana, nóg komið og tók Hibbert af velli. Hann kom ekki meira við sögu. „Ég íhugaði fyrir leikinn að hvíla Hibbert því hann virðist bara algjörlega úr sér genginn. Hann er 218cm hár og hefur spilað hvern einasta leik á tímabilinu. Það er sjaldgæft. Fyrir mér lítur hann út fyrir að vera alveg búinn á því. Hann leggur sig allan fram en hann er alveg búinn,“ sagði Frank Vogel eftir leikinn. Sjálfur vildi Hibbert ekkert ræða málið við fréttamenn eftir leik. „Ég hef ekkert að segja,“ var það eina sem stóri maðurinn lét hafa eftir sér. Samherjar Hibberts reyndu að koma honum til varnar og sögðu ástæðuna fyrir því að hann var settur á bekkinn vera að Hibbert gat illa varist Paul Millsap og PeroAntic, leikmönnum Atlanta. „Þetta kom mér á óvart því þetta gerist aldrei,“ sagði Paul George, stórstjarna Indiana, eftir leikinn. „Hann passaði illa á móti Atlanta eins og það var að spila í leiknum. Það vildi bara skjóta fyrir utan þannig Roy, sem er frábær að verja körfuna, var að verjast of framarlega.“ Indiana er búið að vinna 53 leiki og tapa 25 á tímabilinu. Það er nú einum leik á eftir Miami í baráttunni um efsta sætið. Liðið á fjóra leiki eftir, þar af leik á móti Miami sem gæti verið úrslitaleikur um toppsætið.
NBA Tengdar fréttir Durant komst fram úr Jordan í tapleik | Myndband Oklahoma City Thunder tapaði fyrir Phoenix og Indiana Pacers er búið að missa efsta sætið í austurdeildinni eftir hörmulegt gengi að undanförnu. 7. apríl 2014 09:06 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Fleiri fréttir Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Sjá meira
Durant komst fram úr Jordan í tapleik | Myndband Oklahoma City Thunder tapaði fyrir Phoenix og Indiana Pacers er búið að missa efsta sætið í austurdeildinni eftir hörmulegt gengi að undanförnu. 7. apríl 2014 09:06