Lotus fær hjálp frá breska ríkinu Finnur Thorlacius skrifar 8. apríl 2014 16:15 Lotus Evora. Breski sportbílaframleiðandinn Lotus á í miklum fjárhagserfiðleikum og hefur breska ríkið nú hlaupið undir bagga til að tryggja störf hjá Lotus. Lotus mun fá 1,9 milljarða króna aðstoð, en það getur ekki talist mikið í samanburði við þá aðstoð sem sumir af bandarísku stóru bílaframleiðendunum fengu frá bandaríska og kanadíska ríkinu í kjölfar hrunsins, né heldur stuðningur franska ríkisins við frönsku bílaframleiðendurna. Þessi stuðningur breska ríkisins hefur staðið til í 3 ár, en var frestað vegna forstjóraskipta í Lotus í fyrra, er Dany Bahar yfirgaf fyrirtækið. Stuðningurinn mun tryggja hundruði nýrra starfa hjá Lotus og hjálpa fyrirtækinu að vaxa, en Lotus horfir fram á bjartari tíma með nýjum bílgerðum fyrirtækisins. Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Flokki fólksins einum refsað Innlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent
Breski sportbílaframleiðandinn Lotus á í miklum fjárhagserfiðleikum og hefur breska ríkið nú hlaupið undir bagga til að tryggja störf hjá Lotus. Lotus mun fá 1,9 milljarða króna aðstoð, en það getur ekki talist mikið í samanburði við þá aðstoð sem sumir af bandarísku stóru bílaframleiðendunum fengu frá bandaríska og kanadíska ríkinu í kjölfar hrunsins, né heldur stuðningur franska ríkisins við frönsku bílaframleiðendurna. Þessi stuðningur breska ríkisins hefur staðið til í 3 ár, en var frestað vegna forstjóraskipta í Lotus í fyrra, er Dany Bahar yfirgaf fyrirtækið. Stuðningurinn mun tryggja hundruði nýrra starfa hjá Lotus og hjálpa fyrirtækinu að vaxa, en Lotus horfir fram á bjartari tíma með nýjum bílgerðum fyrirtækisins.
Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Flokki fólksins einum refsað Innlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent