Fótbolti

Hljóp ekki að hornfánanum til að fagna | Myndband

Terry og Lampard fagna eftir leik í kvöld.
Terry og Lampard fagna eftir leik í kvöld. vísir/getty
Stjóri Chelsea, Jose Mourinho, tók kunnuglegt hlaup er Chelsea skoraði seinna mark sitt gegn PSG í kvöld.

Rétt eins og með Porto gegn Man. Utd um árið hljóp Mourinho alveg niður að hornfána til leikmanna sinna. Í þetta sinn þó ekki til þess að fagna.

"Ég tók ekki sprettinn til þess að fagna. Ég fór til þess að segja drengjunum frá breytingum sem við yrðum að gera á leik okkar. Það var nóg eftir af leiknum og við vorum að spila of hættulega á þessum tíma," sagði Portúgalinn.

"Ég vildi að Demba Ba væri fyrir framan varnarmennina og Torres átti að dekka Maxwell. Ég setti strákana í ýmis hlutverk í leiknum.

"Við áttum að skora í upphafi síðari hálfleiks. Það gekk ekki en strákarnir gáfust ekki upp. Við vorum búnir að æfa þessa pressu undir lokin og strákarnir vissu hvað þeir ættu að gera.

"Það var verðskuldað að við skildum vinna. Liðið sem reyndi að verjast var refsað. Liðið sem hafði stærra hjarta átti skilið að fara áfram."

Hér má sjá sprettinn góða.

Tengdar fréttir

Schürrle: Við gáfumst aldrei upp

Varamaðurinn Andre Schürrle var óvænt hetja hjá Chelsea gegn PSG í kvöld. Hann kom af bekknum í fyrri hálfleik fyrir Eden Hazard og kom Chelsea yfir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×