Tónlist

Neutral Milk Hotel spilar í Hörpu

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Neutral Milk Hotel.
Neutral Milk Hotel.
Bandaríska hljómsveitin Neutral Milk Hotel kemur fram á tónleikum í Norðurljósum í Hörpu þann 20. ágúst.

Hljómsveitin hefur legið í dvala frá árinu 1999 en hóf störf að nýju á síðari hluta síðasta árs. Þykir hún goðsagnakennd í heimi indie-tónlistarinnar og gætir áhrifa hennar víða.

Meðal hljómsveita sem að eigin sögn eru undir áhrifum frá Neutral Milk Hotel eru Arcade Fire, Bon Iver og The Decemberists.

Þekktasta plata sveitarinnar er In the Aeroplane Over the Sea en hún kom út árið 1998.

Miðasala á tónleikana hefst laugardaginn 5. apríl kl. 12 á vefnum www.harpa.is og í afgreiðslu Hörpu. Tilkynnt verður um upphitun þegar nær dregur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.